Ómærð hetja KR-inga kvaddi með fimmta titlinum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2018 10:30 Darri (t.h.) með Íslandsmeistarabikarinn ásamt Brynjari Þór Björnssyni „Það er ekki hægt að biðja um betri endi. Það er frábært að klára þetta fimm ára skeið á þessu. Ég átti ekki alveg von á þessu þegar ég kom aftur í KR 2013,“ sagði Darri Hilmarsson eftir að hann hafði lyft Íslandsmeistarabikarnum ásamt Brynjari Þór Björnssyni eftir sigur á Tindastóli, 89-73, á laugardagskvöldið. Með sigrinum tryggðu KR-ingar sér fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð. Það er eitthvað sem engu liði hafði áður tekist eftir að úrslitakeppnin var tekin upp 1984. KR hefur alls 17 sinnum orðið Íslandsmeistari, oftast allra liða.Sterkari liðsheild hjá KR Tindastóll byrjaði báða hálfleikina betur á laugardaginn en KR var fljótt að stöðva áhlaup þeirra. Liðsheildin hjá KR var sterk og margir lögðu lóð sín á vogarskálarnar. Á meðan var sóknarleikur Tindastóls borinn uppi af bakvörðunum Pétri Rúnari Birgissyni og Sigtryggi Arnari Björnssyni. Þeir reyndu hvað þeir gátu en vantaði meiri hjálp. Miklu munaði um að Antonio Hester fann sig ekki undir körfunni. Þar réði KR-ingurinn Kristófer Acox ríkjum en hann skoraði 23 stig og tók 15 fráköst. Í leikslok var Kristófer svo verðlaunaður fyrir að vera besti leikmaður úrslitaeinvígisins. „Þetta var ekkert ósvipað og þriðji leikurinn. Við byrjuðum ekki vel en náðum að svara. Við náðum forskoti, þeir komu til baka en þá gáfum við aftur í. Við héldum þeim í skefjum,“ sagði Darri. Darri sneri aftur í KR sumarið 2013 eftir þrjú tímabil á Suðurlandinu, eitt með Hamri og tvö með Þór í Þorlákshöfn. Þetta sama sumar gekk Pavel Ermolinskij aftur í raðir KR og Finnur Freyr Stefánsson tók við þjálfun liðsins.Ellefu stórir titlar á fimm árum Árangurinn síðan þá er einstakur. Á síðustu fimm árum hefur KR fimm sinnum orðið Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari og fjórum sinnum deildarmeistari. Liðið hefur unnið 15 einvígi í úrslitakeppninni í röð og aðeins þrjú þeirra hafa farið í oddaleik. „Finnur er búinn að standa sig frábærlega síðustu árin og hefur náð að hámarka getu okkar. Þetta hefur verið frábært,“ sagði Darri sem hefur alls sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. Árin 2007 og 2009 var Darri í aukahlutverki en síðan hann sneri aftur í KR hefur hann verið einn af máttarstólpum liðsins, þótt það fari ekki alltaf mikið fyrir honum. Darri fær jafnan þá einkunn að vera vanmetinn, þ.e. leikmaður sem fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið. Hann er sjaldnast meðal stigahæstu manna en skilar góðu starfi á báðum endum vallarins. Leikurinn á laugardaginn var klassískur Darra-leikur. Hann skilaði 11 stigum, fimm fráköstum, sjö stoðsendingum og spilaði góða vörn. Nú er komið að leiðarlokum hjá Darra og KR en hann flyst búferlum til Svíþjóðar í sumar þar sem kona hans er á leið í sérnám í svæfingarlækningum. Það verður stórt skarð að fylla fyrir KR-inga.Grét í leikslok Darri segir erfitt að gera upp á milli Íslandsmeistaratitlanna en segir þann síðasta þó vera afar sætan, sérstaklega í ljósi þess sem gekk á hjá KR í vetur. „Það er erfitt að velja á milli titilsins 2014 og þetta árið. Þeir eru báðir mjög sætir,“ sagði Darri. „Allur veturinn var brösóttur. Það voru meiðsli, spilamennskan upp og niður, skiptum um útlendinga og brotnuðum í leikjum sem er ólíkt okkur. En það er frábært að enda þetta svona.“ Darri segir að sjálfsögðu erfitt að kveðja félaga sína í KR. „Þetta er rosalega erfitt og maður grét þegar leikurinn kláraðist. Því miður getur maður ekki verið lengur með strákunum. En það verður að hafa það. Ég var búinn að ákveða að fara út með konunni 2018. En það tekur enginn þessa sjö titla af mér og strákunum. Þetta er frábært,“ sagði Darri áður en ungur KR-ingur gekk upp að svarthvítu hetjunni sinni og bað um verðlaunapeninginn hennar.Hér fyrir neðan má sjá myndband úr Körfuboltakvöldi þar sem leið KR að titlinum er tekin saman. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar: Allar líkur á að ég verði áfram í Vesturbænum Fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson lyfti fimmta Íslandsmeistaratitlinum í röð á loft í KR-heimilinu í kvöld eftir frábæran sigur á Tindastól í úrslitaeinvíginu. 28. apríl 2018 22:56 Gæsahúðarmyndband KR-inga | Sjáðu vegferðina að fimmta titlinum í röð KR urðu í gær Íslandsmeistarar fimmta árið í röð er liðið vann fjórða leikinn í Íslandsmeistararimmunni við Tindastól. 29. apríl 2018 21:30 Pavel: Kannski best fyrir KR að endurnýja KR vann fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld með sigri á Tindastól í DHL höllinni. Pavel Ermolinskij var auðmjúkur eftir sigurinn og sagði það heiður að vera partur af þessum tíma í sögu KR. 29. apríl 2018 00:04 Jón: Langar að kveðja íslenska landsliðið, sjáum til í kjölfarið Maðurinn sem margir segja vera besta körfuboltamann Íslandssögunnar var að vinna sinn fjórða Íslandsmeistaratitil og titillinn var jafnframt sá fimmti hjá KR í röð. Hann ætlar að kveðja íslenska landsliðið í sumar en verður alltaf KR-ingur. 28. apríl 2018 22:45 Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31 Kristófer besti leikmaður úrslitakeppninnar: Þetta er ólýsanlegt Kristófer Acox var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld en hann átti stórleik í sigrinum á Tindastól sem tryggði KR fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld. 28. apríl 2018 23:57 Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
„Það er ekki hægt að biðja um betri endi. Það er frábært að klára þetta fimm ára skeið á þessu. Ég átti ekki alveg von á þessu þegar ég kom aftur í KR 2013,“ sagði Darri Hilmarsson eftir að hann hafði lyft Íslandsmeistarabikarnum ásamt Brynjari Þór Björnssyni eftir sigur á Tindastóli, 89-73, á laugardagskvöldið. Með sigrinum tryggðu KR-ingar sér fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð. Það er eitthvað sem engu liði hafði áður tekist eftir að úrslitakeppnin var tekin upp 1984. KR hefur alls 17 sinnum orðið Íslandsmeistari, oftast allra liða.Sterkari liðsheild hjá KR Tindastóll byrjaði báða hálfleikina betur á laugardaginn en KR var fljótt að stöðva áhlaup þeirra. Liðsheildin hjá KR var sterk og margir lögðu lóð sín á vogarskálarnar. Á meðan var sóknarleikur Tindastóls borinn uppi af bakvörðunum Pétri Rúnari Birgissyni og Sigtryggi Arnari Björnssyni. Þeir reyndu hvað þeir gátu en vantaði meiri hjálp. Miklu munaði um að Antonio Hester fann sig ekki undir körfunni. Þar réði KR-ingurinn Kristófer Acox ríkjum en hann skoraði 23 stig og tók 15 fráköst. Í leikslok var Kristófer svo verðlaunaður fyrir að vera besti leikmaður úrslitaeinvígisins. „Þetta var ekkert ósvipað og þriðji leikurinn. Við byrjuðum ekki vel en náðum að svara. Við náðum forskoti, þeir komu til baka en þá gáfum við aftur í. Við héldum þeim í skefjum,“ sagði Darri. Darri sneri aftur í KR sumarið 2013 eftir þrjú tímabil á Suðurlandinu, eitt með Hamri og tvö með Þór í Þorlákshöfn. Þetta sama sumar gekk Pavel Ermolinskij aftur í raðir KR og Finnur Freyr Stefánsson tók við þjálfun liðsins.Ellefu stórir titlar á fimm árum Árangurinn síðan þá er einstakur. Á síðustu fimm árum hefur KR fimm sinnum orðið Íslandsmeistari, tvisvar sinnum bikarmeistari og fjórum sinnum deildarmeistari. Liðið hefur unnið 15 einvígi í úrslitakeppninni í röð og aðeins þrjú þeirra hafa farið í oddaleik. „Finnur er búinn að standa sig frábærlega síðustu árin og hefur náð að hámarka getu okkar. Þetta hefur verið frábært,“ sagði Darri sem hefur alls sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með KR. Árin 2007 og 2009 var Darri í aukahlutverki en síðan hann sneri aftur í KR hefur hann verið einn af máttarstólpum liðsins, þótt það fari ekki alltaf mikið fyrir honum. Darri fær jafnan þá einkunn að vera vanmetinn, þ.e. leikmaður sem fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið. Hann er sjaldnast meðal stigahæstu manna en skilar góðu starfi á báðum endum vallarins. Leikurinn á laugardaginn var klassískur Darra-leikur. Hann skilaði 11 stigum, fimm fráköstum, sjö stoðsendingum og spilaði góða vörn. Nú er komið að leiðarlokum hjá Darra og KR en hann flyst búferlum til Svíþjóðar í sumar þar sem kona hans er á leið í sérnám í svæfingarlækningum. Það verður stórt skarð að fylla fyrir KR-inga.Grét í leikslok Darri segir erfitt að gera upp á milli Íslandsmeistaratitlanna en segir þann síðasta þó vera afar sætan, sérstaklega í ljósi þess sem gekk á hjá KR í vetur. „Það er erfitt að velja á milli titilsins 2014 og þetta árið. Þeir eru báðir mjög sætir,“ sagði Darri. „Allur veturinn var brösóttur. Það voru meiðsli, spilamennskan upp og niður, skiptum um útlendinga og brotnuðum í leikjum sem er ólíkt okkur. En það er frábært að enda þetta svona.“ Darri segir að sjálfsögðu erfitt að kveðja félaga sína í KR. „Þetta er rosalega erfitt og maður grét þegar leikurinn kláraðist. Því miður getur maður ekki verið lengur með strákunum. En það verður að hafa það. Ég var búinn að ákveða að fara út með konunni 2018. En það tekur enginn þessa sjö titla af mér og strákunum. Þetta er frábært,“ sagði Darri áður en ungur KR-ingur gekk upp að svarthvítu hetjunni sinni og bað um verðlaunapeninginn hennar.Hér fyrir neðan má sjá myndband úr Körfuboltakvöldi þar sem leið KR að titlinum er tekin saman.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar: Allar líkur á að ég verði áfram í Vesturbænum Fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson lyfti fimmta Íslandsmeistaratitlinum í röð á loft í KR-heimilinu í kvöld eftir frábæran sigur á Tindastól í úrslitaeinvíginu. 28. apríl 2018 22:56 Gæsahúðarmyndband KR-inga | Sjáðu vegferðina að fimmta titlinum í röð KR urðu í gær Íslandsmeistarar fimmta árið í röð er liðið vann fjórða leikinn í Íslandsmeistararimmunni við Tindastól. 29. apríl 2018 21:30 Pavel: Kannski best fyrir KR að endurnýja KR vann fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld með sigri á Tindastól í DHL höllinni. Pavel Ermolinskij var auðmjúkur eftir sigurinn og sagði það heiður að vera partur af þessum tíma í sögu KR. 29. apríl 2018 00:04 Jón: Langar að kveðja íslenska landsliðið, sjáum til í kjölfarið Maðurinn sem margir segja vera besta körfuboltamann Íslandssögunnar var að vinna sinn fjórða Íslandsmeistaratitil og titillinn var jafnframt sá fimmti hjá KR í röð. Hann ætlar að kveðja íslenska landsliðið í sumar en verður alltaf KR-ingur. 28. apríl 2018 22:45 Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31 Kristófer besti leikmaður úrslitakeppninnar: Þetta er ólýsanlegt Kristófer Acox var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld en hann átti stórleik í sigrinum á Tindastól sem tryggði KR fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld. 28. apríl 2018 23:57 Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
Brynjar: Allar líkur á að ég verði áfram í Vesturbænum Fyrirliðinn Brynjar Þór Björnsson lyfti fimmta Íslandsmeistaratitlinum í röð á loft í KR-heimilinu í kvöld eftir frábæran sigur á Tindastól í úrslitaeinvíginu. 28. apríl 2018 22:56
Gæsahúðarmyndband KR-inga | Sjáðu vegferðina að fimmta titlinum í röð KR urðu í gær Íslandsmeistarar fimmta árið í röð er liðið vann fjórða leikinn í Íslandsmeistararimmunni við Tindastól. 29. apríl 2018 21:30
Pavel: Kannski best fyrir KR að endurnýja KR vann fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld með sigri á Tindastól í DHL höllinni. Pavel Ermolinskij var auðmjúkur eftir sigurinn og sagði það heiður að vera partur af þessum tíma í sögu KR. 29. apríl 2018 00:04
Jón: Langar að kveðja íslenska landsliðið, sjáum til í kjölfarið Maðurinn sem margir segja vera besta körfuboltamann Íslandssögunnar var að vinna sinn fjórða Íslandsmeistaratitil og titillinn var jafnframt sá fimmti hjá KR í röð. Hann ætlar að kveðja íslenska landsliðið í sumar en verður alltaf KR-ingur. 28. apríl 2018 22:45
Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31
Kristófer besti leikmaður úrslitakeppninnar: Þetta er ólýsanlegt Kristófer Acox var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld en hann átti stórleik í sigrinum á Tindastól sem tryggði KR fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld. 28. apríl 2018 23:57
Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15