Skaðabótamáli konu vegna afleiðinga nauðgunar vísað frá dómi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Meint nauðgun er sögð hafa orðið á Ísafirði. Vísir/pjetur Skaðabótamáli, sem höfðað var til greiðslu skaðabóta vegna nauðgunar, var á dögunum vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan var að stefna málsins hafði ekki verið löglega birt. Málið varðar nauðgun sem kærð var í desember 2014. Atvikið sjálft á að hafa orðið á Ísafirði í september 2014 og leitaði konan á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna þess. Að rannsókn lögreglu lokinni var málið sent saksóknara sem krafðist frekari rannsóknar en þá kom í ljós að sýnum, sem tekin höfðu verið á heilbrigðisstofnuninni, hafði verið eytt. Var málið því fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Konan ákvað að því loknu að höfða mál til viðurkenningar á bótarétti sínum vegna afleiðinga atburðarins. Hún bar að tveir útlendir menn, sem flust hefðu sérstaklega til Ísafjarðar til að spila knattspyrnu, hefðu nauðgað sér og að þeir hefðu tvíeflst við mótspyrnu hennar. Annar mannanna býr enn hér á landi en hinn leikur nú í Bretlandi.Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Lögmaður konunnar reyndi að hafa uppi á hinum síðarnefnda gegnum Facebook og LinkedIn en án árangurs. Þá svaraði núverandi lið hans ekki spurningum um aðsetur hans og ekki var upplýsingar um aðsetur hans að finna hjá breskum stjórnvöldum. Var stefnan því birt í Lögbirtingablaðinu. Dómurinn taldi ekki reynt til þrautar að birta manninum stefnuna samkvæmt breskum lögum. Hægt væri að leita til bresks birtingarvotts og birta stefnuna þar sem maðurinn hittist fyrir. Skilyrði fyrir birtingu í Lögbirtingablaðinu voru því ekki uppfyllt og málinu vísað frá dómi. Ekki hefur tekist að ná í lögmann konunnar í gær þrátt fyrir tilraunir Fréttablaðsins frá því í síðustu viku. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang 27. maí 2017 07:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Skaðabótamáli, sem höfðað var til greiðslu skaðabóta vegna nauðgunar, var á dögunum vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan var að stefna málsins hafði ekki verið löglega birt. Málið varðar nauðgun sem kærð var í desember 2014. Atvikið sjálft á að hafa orðið á Ísafirði í september 2014 og leitaði konan á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna þess. Að rannsókn lögreglu lokinni var málið sent saksóknara sem krafðist frekari rannsóknar en þá kom í ljós að sýnum, sem tekin höfðu verið á heilbrigðisstofnuninni, hafði verið eytt. Var málið því fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Konan ákvað að því loknu að höfða mál til viðurkenningar á bótarétti sínum vegna afleiðinga atburðarins. Hún bar að tveir útlendir menn, sem flust hefðu sérstaklega til Ísafjarðar til að spila knattspyrnu, hefðu nauðgað sér og að þeir hefðu tvíeflst við mótspyrnu hennar. Annar mannanna býr enn hér á landi en hinn leikur nú í Bretlandi.Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Lögmaður konunnar reyndi að hafa uppi á hinum síðarnefnda gegnum Facebook og LinkedIn en án árangurs. Þá svaraði núverandi lið hans ekki spurningum um aðsetur hans og ekki var upplýsingar um aðsetur hans að finna hjá breskum stjórnvöldum. Var stefnan því birt í Lögbirtingablaðinu. Dómurinn taldi ekki reynt til þrautar að birta manninum stefnuna samkvæmt breskum lögum. Hægt væri að leita til bresks birtingarvotts og birta stefnuna þar sem maðurinn hittist fyrir. Skilyrði fyrir birtingu í Lögbirtingablaðinu voru því ekki uppfyllt og málinu vísað frá dómi. Ekki hefur tekist að ná í lögmann konunnar í gær þrátt fyrir tilraunir Fréttablaðsins frá því í síðustu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang 27. maí 2017 07:00 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00
Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang 27. maí 2017 07:00