Innflytjendur fá röng boð um kosningarétt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. apríl 2018 08:00 Skrifstofur Sjálfstæðisflokksins eru í Valhöll við Háaleitisbraut. Vísir/Pjetur Bresk kona, búsett í Reykjavík, fékk símtal frá Sjálfstæðisflokknum um helgina og var spurð hvort sonur hennar væri heima og hvort hann væri með íslenskt ríkisfang. Þegar hún óskaði skýringa á spurningunni var henni tjáð að það væru að koma borgarstjórnarkosningar og sonur hennar gæti ekki kosið nema hann væri íslenskur ríkisborgari. Breska konan sem vissi betur vakti athygli á þessu á spjallsvæði innflytjenda á Facebook þar sem nokkrar umræður spruttu um efnið. Ólíkt alþingiskosningum þar sem eingöngu ríkisborgarar hafa kosningarétt hafa innflytjendur rétt til að kjósa til sveitarstjórna hafi þeir búið á landinu um nokkurra ára skeið; þriggja ára ef um innflytjendur frá Norðurlöndunum er að ræða en fimm ára ef þeir koma annars staðar frá.Sabine Leskopf. Vísir/Stefán„Þarftu ekki að vera með íslenskan ríkisborgararétt til að hafa kosningarétt?“ spyr Sandra Hlíf Ocares, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, blaðamann Fréttablaðsins þegar hún er innt eftir svörum um hverju þetta sæti. „Við erum náttúrulega að hringja í kjörskrána og minna fólk á kosningarnar almennt,“ segir Sandra eftir að hafa kynnt sér málið en hún var nýkomin til Valhallar þegar Fréttablaðið hafði samband. Hún segir þá sem hringja fyrir flokkinn vera sjálfboðaliða og hún hafi nú brýnt fyrir þeim að spyrja ekki persónulegra spurninga. „Það eru mjög strangar reglur um þessar úthringingar og við höfum verið alveg skýr með þær. Þetta hafa bara verið byrjendamistök hjá einum sjálfboðaliðanum okkar,“ segir Sandra. Sabine Leskopf sem skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir mjög bagalegt að flokkarnir gefi villandi upplýsingar til þessa hóps enda mikilvægt að valdefla innflytjendur og koma réttum upplýsingum á framfæri um kosningarétt þeirra. „Ég hringdi í mjög mikið af innflytjendum fyrir kosningarnar 2014 og langflestir sem ég ræddi við bara nokkrum dögum fyrir kosningar höfðu ekki hugmynd um að þeir mættu kjósa,“ segir Sabine.Hverjir mega kjósa til sveitarstjórna?Íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag,Aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bresk kona, búsett í Reykjavík, fékk símtal frá Sjálfstæðisflokknum um helgina og var spurð hvort sonur hennar væri heima og hvort hann væri með íslenskt ríkisfang. Þegar hún óskaði skýringa á spurningunni var henni tjáð að það væru að koma borgarstjórnarkosningar og sonur hennar gæti ekki kosið nema hann væri íslenskur ríkisborgari. Breska konan sem vissi betur vakti athygli á þessu á spjallsvæði innflytjenda á Facebook þar sem nokkrar umræður spruttu um efnið. Ólíkt alþingiskosningum þar sem eingöngu ríkisborgarar hafa kosningarétt hafa innflytjendur rétt til að kjósa til sveitarstjórna hafi þeir búið á landinu um nokkurra ára skeið; þriggja ára ef um innflytjendur frá Norðurlöndunum er að ræða en fimm ára ef þeir koma annars staðar frá.Sabine Leskopf. Vísir/Stefán„Þarftu ekki að vera með íslenskan ríkisborgararétt til að hafa kosningarétt?“ spyr Sandra Hlíf Ocares, kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, blaðamann Fréttablaðsins þegar hún er innt eftir svörum um hverju þetta sæti. „Við erum náttúrulega að hringja í kjörskrána og minna fólk á kosningarnar almennt,“ segir Sandra eftir að hafa kynnt sér málið en hún var nýkomin til Valhallar þegar Fréttablaðið hafði samband. Hún segir þá sem hringja fyrir flokkinn vera sjálfboðaliða og hún hafi nú brýnt fyrir þeim að spyrja ekki persónulegra spurninga. „Það eru mjög strangar reglur um þessar úthringingar og við höfum verið alveg skýr með þær. Þetta hafa bara verið byrjendamistök hjá einum sjálfboðaliðanum okkar,“ segir Sandra. Sabine Leskopf sem skipar 6. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík segir mjög bagalegt að flokkarnir gefi villandi upplýsingar til þessa hóps enda mikilvægt að valdefla innflytjendur og koma réttum upplýsingum á framfæri um kosningarétt þeirra. „Ég hringdi í mjög mikið af innflytjendum fyrir kosningarnar 2014 og langflestir sem ég ræddi við bara nokkrum dögum fyrir kosningar höfðu ekki hugmynd um að þeir mættu kjósa,“ segir Sabine.Hverjir mega kjósa til sveitarstjórna?Íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga lögheimili í sveitarfélaginu.Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag,Aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira