Göngugötur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. apríl 2018 10:00 Miðbær Reykjavíkur á að iða af lífi, þangað á að vera gaman að koma og þar á að vera gott að vera. Þar á að vera pláss fyrir alla, með ákveðinni undantekningu. Þung og mengandi bílaumferð á þar alls ekki heima. Hin umhverfisvænu borgaryfirvöld gera sér vel grein fyrir þessu. Þau hafa lengi reynt að fá borgarbúa til að breyta um lífsstíl, taka upp betri siði og nota annan ferðamáta en að bruna allra sinna ferða á bíl. Ekki gerir það fagnaðarerindi mikla lukku hjá þeim hluta Íslendinga sem unna bíl sínum heitt og hafa enga löngun til að ferðast með strætó, hvað þá að hjóla á milli staða. Borgaryfirvöld eru ekki að gera kröfuhörðum bílaeigendum sérstaklega til geðs og síst á árstíma eins og þessum. Nú 1. maí hefst tímabil göngugatna í Reykjavík og stendur til 1. október, en þá er bílaumferð bönnuð á ákveðnum götum í miðbænum. Þessar götur eiga það sameiginlegt að gaman er að ganga þær enda eru þær stemningsríkar, og skal þar sérstaklega nefna Austurstræti og Skólavörðustíg. Nú mun það lífga enn meir upp á mannlífið á þeim götum sem nú verða göngugötur að þar verða settir upp bekkir og blómaker. Það mun setja einkar sjarmerandi svip á miðborgina. Sjálfsagt mun þessi jákvæða breyting skapa ólund hjá einhverjum bílaeigendum sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða á farartæki sínu og geta lagt því hvar sem er. Lengi hefur verið tuðað yfir bílastæðavanda í miðborginni, þótt ekki verði annað séð en bílastæði blasi svo að segja hvarvetna við. Bílaumferðin um miðbæinn er hins vegar þung og ásókn í bílastæðin svo mikil að ekki komast allir að. Bílstjórar þekkja það mætavel að þurfa að hringsóla lengi um í leit að slíkum stæðum. Iðulega verða þeir að leggja nokkuð frá fyrirhuguðum áfangastað. Þeir stíga síðan út úr bíl sínum og í stað þess að fagna því að fá tækifæri til að viðra sig og ganga einhvern spöl – nokkuð sem þeir ættu bara að hafa gott af – þá bölva þeir Degi B. Eggertssyni og meirihlutanum í borginni fyrir aðför að einkabílnum. Hinum stressaða nútímamanni, sem fastur er í bíl sínum flesta daga, væri nær að taka upp nýja siði, vippa sér út úr bílnum og stunda hreyfingu. Miðbær Reykjavíkur á ekki að vera sérstakur griðastaður bifreiða. Fólk á að njóta þess að ganga um miðbæinn þar sem það getur sest á bekk, virt fyrir sér mannlífið, litið í verslanir og notið þess að vera til. Það er fátt eftirsóknarvert við miðbæ þar sem er stöðug bílaumferð með tilheyrandi mengun og hávaða. Það er rétt að takmarka bílaumferð í miðbænum en það á ekki að gera einungis á vor- og sumarmánuðum, heldur allt árið. Sömuleiðis þarf að fjölga göngugötum. Þannig verður til skemmtilegur miðbær sem fólk leggur leið sína í. Þar á að vera lítið pláss fyrir bíla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Kolbrún Bergþórsdóttir Reykjavík Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Miðbær Reykjavíkur á að iða af lífi, þangað á að vera gaman að koma og þar á að vera gott að vera. Þar á að vera pláss fyrir alla, með ákveðinni undantekningu. Þung og mengandi bílaumferð á þar alls ekki heima. Hin umhverfisvænu borgaryfirvöld gera sér vel grein fyrir þessu. Þau hafa lengi reynt að fá borgarbúa til að breyta um lífsstíl, taka upp betri siði og nota annan ferðamáta en að bruna allra sinna ferða á bíl. Ekki gerir það fagnaðarerindi mikla lukku hjá þeim hluta Íslendinga sem unna bíl sínum heitt og hafa enga löngun til að ferðast með strætó, hvað þá að hjóla á milli staða. Borgaryfirvöld eru ekki að gera kröfuhörðum bílaeigendum sérstaklega til geðs og síst á árstíma eins og þessum. Nú 1. maí hefst tímabil göngugatna í Reykjavík og stendur til 1. október, en þá er bílaumferð bönnuð á ákveðnum götum í miðbænum. Þessar götur eiga það sameiginlegt að gaman er að ganga þær enda eru þær stemningsríkar, og skal þar sérstaklega nefna Austurstræti og Skólavörðustíg. Nú mun það lífga enn meir upp á mannlífið á þeim götum sem nú verða göngugötur að þar verða settir upp bekkir og blómaker. Það mun setja einkar sjarmerandi svip á miðborgina. Sjálfsagt mun þessi jákvæða breyting skapa ólund hjá einhverjum bílaeigendum sem telja sig eiga rétt á því að komast allra sinna ferða á farartæki sínu og geta lagt því hvar sem er. Lengi hefur verið tuðað yfir bílastæðavanda í miðborginni, þótt ekki verði annað séð en bílastæði blasi svo að segja hvarvetna við. Bílaumferðin um miðbæinn er hins vegar þung og ásókn í bílastæðin svo mikil að ekki komast allir að. Bílstjórar þekkja það mætavel að þurfa að hringsóla lengi um í leit að slíkum stæðum. Iðulega verða þeir að leggja nokkuð frá fyrirhuguðum áfangastað. Þeir stíga síðan út úr bíl sínum og í stað þess að fagna því að fá tækifæri til að viðra sig og ganga einhvern spöl – nokkuð sem þeir ættu bara að hafa gott af – þá bölva þeir Degi B. Eggertssyni og meirihlutanum í borginni fyrir aðför að einkabílnum. Hinum stressaða nútímamanni, sem fastur er í bíl sínum flesta daga, væri nær að taka upp nýja siði, vippa sér út úr bílnum og stunda hreyfingu. Miðbær Reykjavíkur á ekki að vera sérstakur griðastaður bifreiða. Fólk á að njóta þess að ganga um miðbæinn þar sem það getur sest á bekk, virt fyrir sér mannlífið, litið í verslanir og notið þess að vera til. Það er fátt eftirsóknarvert við miðbæ þar sem er stöðug bílaumferð með tilheyrandi mengun og hávaða. Það er rétt að takmarka bílaumferð í miðbænum en það á ekki að gera einungis á vor- og sumarmánuðum, heldur allt árið. Sömuleiðis þarf að fjölga göngugötum. Þannig verður til skemmtilegur miðbær sem fólk leggur leið sína í. Þar á að vera lítið pláss fyrir bíla.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar