Stjórnarmaður í Hörpu hugsi yfir viðbrögðum formanns VR og „viðskiptabanninu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. maí 2018 22:30 Vilhjálmur Egilsson á sæti í stjórn Hörpu. vísir/anton brink Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, tónlistar-og ráðstefnuhúsi, ritar langa færslu á Facebook-síðu sína í kvöld um hið svokallaða Hörpumál. Hann segist hugsi yfir viðbrögðum Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, að setja Hörpu í „viðskiptabann“ og spyr hvort að það hafi verið gert í samráði við aðra starfsmenn Hörpu sem eru í VR og sé í þágu þeirra. Með orðum sínum um viðskiptabann vísar Vilhjálmur í það að VR hefur hætt viðskiptum sínum við Hörpu vegna óánægju sem þar kraumar á meðal þjónustufulltrúa hússins vegna kjara sinna og launahækkunar Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra hússins. Nánast allir þjónustufulltrúar Hörpu hafa sagt upp störfum en þeim var um síðustu áramót gert að taka á sig launalækkun. Voru þeir einu starfsmenn hússins sem var gert að taka á sig launalækkun þá. Sjá einnig:Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Spjótin hafa beinst að Svanhildi og stjórn hússins vegna málsins en Vilhjálmur segir í færslu sinni að hann sé hugsi yfir þeirri orrahríð sem dunið hefur á forstjóranum. Finnst honum hart gengið fram: „Sem stjórnarmaður í Hörpu er ég hugsi yfir þeirri miklu orrahríð sem dunið hefur á forstjóranum síðustu daga. Mér finnst afar hart gengið fram og hennar málstaður hefur lítinn hljómgrunn fengið. Mér finnst ekki eðlilegt að sitja í skjóli og láta aðra um að taka á sig alla ágjöfina þegar ég ber sjálfur hluta af ábyrgðinni á því hvernig staðan er,“ segir Vilhjálmur.Segir 1,5 milljón króna í mánaðarlaun „í hóflegri kantinum“ Hann rifjar síðan upp ráðningu Svanhildar og segir að það hafi verið eindregin skoðun hans að hún væri hæfust í starf forstjóra Hörpu. „Í byrjun árs 2017 þegar ráðningarferlið gekk yfir lá fyrir að stjórn Hörpu yrði að semja við hana um laun vegna þess að búið var að breyta lögunum um aðkomu kjararáðs að ákvörðun launa forstjóra Hörpu. Eins og gengur var nokkur vinna að samræma sjónarmið varðandi launin en á endanum samdist um 1500 þús. kr. mánaðarlaun sem var í hóflegri kantinum miðað við það sem gerðist og gekk hjá æðstu stjórnendum í starfsemi af svipuðu umfangi og hjá Hörpu. Eftir að búið var að semja um launin við Svanhildi kom úrskurður frá kjararáði um lægri laun og hún féllst á að vera á þeim í tvo mánuði þangað til að ábyrgðin á málinu færðist alfarið til stjórnar Hörpu. Mér finnst það ekki vera eðlilegt að tala um „launahækkun“ þegar tímabundinni launalækkun lýkur. Hvað skyldu margir stjórnendur sem tóku launalækkanir í kjölfar hrunsins 2008 til baka einu til tveimur árum seinna hafa nuddað viðkomandi starfsmönnum upp úr því að þeir hafi fengið „launahækkanir“? Og hvað skyldu margir starfsmenn hafa upplifað það sem „launahækkun“ að fá fyrri umsamin laun á ný?“ segir Vilhjálmur. Hann segir svo að eitt af því sem réði afstöðu hans til ráðningar Svanhildar sem forstjóra hafi verið skilningur hennar og metnaður til þess að ná betri árangri í rekstri Hörpu. Segir Vilhjálmur að Svanhildur hafi vel staðist þær væntingar sem hann hafði til hennar og hafi gengið í málin af kjarki og einbeitni. „Verk hennar var ekki sérlega til vinsælda fallið en mér hefur þótt að virðing hennar hafi vaxið eftir því sem árangurinn hefur verið að koma í ljós,“ segir Vilhjálmur áður en hann kemur að þeim þætti málsins sem snýr að þjónustufulltrúum Hörpu:Telur rétt að málið fái að róast niður og það verði rætt af meiri yfirvegun „Eitt af því leiðinlegasta og erfiðasta sem stjórnandi stendur frammi fyrir er að skerða kjör starfsmanna með einhverjum hætti. Flestir starfsmenn Hörpu hafa þurft að taka á og fórna í þessu verkefni að minnka tapreksturinn. Og þegar kom að þjónustufulltrúunum sem starfa í tímavinnu í tengslum við viðburði í húsinu, lá fyrir að af einhverjum ástæðum höfðu þeir verið mikið yfirborgaðir umfram taxta sem almennt þykir ekki góð framkvæmd hjá opinberum eða hálfopinberum aðilum. (Sjálfsagt vildu margir opinberir starfsmenn fá að komast í slíka stöðu.) Ein af sparnaðarráðstöfunum sem ráðist var í var því að lækka þessa yfirborgun á taxta en bjóða nýja samninga em enduðu að vera með með 15% álagi á taxta auk þess að ekki yrði lengur greitt fyrir óunna dagvinnutíma líkt og tíðkast hafði. Þessar breytingar voru gerðar í samráði við VR og eðlilega kom trúnaðarmaður samtalinu við starfsmenn um þessar breytingar. Þetta er á engan hátt einstök aðgerð hjá Svanhildi eða Hörpu því ýmis fyrirtæki þurfa því miður stundum að grípa til slíkra aðgerða. Engu að síður er þetta alltaf viðkvæmt mál ekki síst þar sem launin eru ekki há. Þetta var hins vegar aðeins ein aðgerð af mörgum til að ná niður kostnaði. Og ég hef á tilfinningunni að ef launin hefðu verið í núverandi horfi frá upphafi hefði fæstum þótt slík laun athugaverð. Vissulega þarf að gæta þess að þegar gripið er til aðgerða eins og í Hörpu að starfsmönnum þyki að réttlátlega sé staðið að verki. Og almennt virðist svo sem það hafi tekist. Ég verð að viðurkenna líka að ég er hugsi yfir viðbrögðum formanns VR að setja Hörpu í „viðskiptabann“. Var það gert í samráði við aðra starfsmenn Hörpu sem eru í VR? Og er það í þágu þeirra? Ætlar formaðurinn að grípa til sambærilegra aðgerða gegn öðrum fyrirtækjum sem yfirborga taxta minna en 40%? Ég tel rétt að þetta mál fái að róast niður og að menn ræði það af meiri yfirvegun en verið hefur,“ segir Vilhjálmur að lokum. Tengdar fréttir Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46 Eyþór segir stjórnendur Hörpu skorta skilning á kjörum þeirra á gólfinu Eyþór Arnalds telur Hörpumálið til marks um víðtæka firringu í borginni. 9. maí 2018 14:57 Segja of seint í rassinn gripið Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. 9. maí 2018 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Vilhjálmur Egilsson, stjórnarmaður í Hörpu, tónlistar-og ráðstefnuhúsi, ritar langa færslu á Facebook-síðu sína í kvöld um hið svokallaða Hörpumál. Hann segist hugsi yfir viðbrögðum Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, að setja Hörpu í „viðskiptabann“ og spyr hvort að það hafi verið gert í samráði við aðra starfsmenn Hörpu sem eru í VR og sé í þágu þeirra. Með orðum sínum um viðskiptabann vísar Vilhjálmur í það að VR hefur hætt viðskiptum sínum við Hörpu vegna óánægju sem þar kraumar á meðal þjónustufulltrúa hússins vegna kjara sinna og launahækkunar Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra hússins. Nánast allir þjónustufulltrúar Hörpu hafa sagt upp störfum en þeim var um síðustu áramót gert að taka á sig launalækkun. Voru þeir einu starfsmenn hússins sem var gert að taka á sig launalækkun þá. Sjá einnig:Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Spjótin hafa beinst að Svanhildi og stjórn hússins vegna málsins en Vilhjálmur segir í færslu sinni að hann sé hugsi yfir þeirri orrahríð sem dunið hefur á forstjóranum. Finnst honum hart gengið fram: „Sem stjórnarmaður í Hörpu er ég hugsi yfir þeirri miklu orrahríð sem dunið hefur á forstjóranum síðustu daga. Mér finnst afar hart gengið fram og hennar málstaður hefur lítinn hljómgrunn fengið. Mér finnst ekki eðlilegt að sitja í skjóli og láta aðra um að taka á sig alla ágjöfina þegar ég ber sjálfur hluta af ábyrgðinni á því hvernig staðan er,“ segir Vilhjálmur.Segir 1,5 milljón króna í mánaðarlaun „í hóflegri kantinum“ Hann rifjar síðan upp ráðningu Svanhildar og segir að það hafi verið eindregin skoðun hans að hún væri hæfust í starf forstjóra Hörpu. „Í byrjun árs 2017 þegar ráðningarferlið gekk yfir lá fyrir að stjórn Hörpu yrði að semja við hana um laun vegna þess að búið var að breyta lögunum um aðkomu kjararáðs að ákvörðun launa forstjóra Hörpu. Eins og gengur var nokkur vinna að samræma sjónarmið varðandi launin en á endanum samdist um 1500 þús. kr. mánaðarlaun sem var í hóflegri kantinum miðað við það sem gerðist og gekk hjá æðstu stjórnendum í starfsemi af svipuðu umfangi og hjá Hörpu. Eftir að búið var að semja um launin við Svanhildi kom úrskurður frá kjararáði um lægri laun og hún féllst á að vera á þeim í tvo mánuði þangað til að ábyrgðin á málinu færðist alfarið til stjórnar Hörpu. Mér finnst það ekki vera eðlilegt að tala um „launahækkun“ þegar tímabundinni launalækkun lýkur. Hvað skyldu margir stjórnendur sem tóku launalækkanir í kjölfar hrunsins 2008 til baka einu til tveimur árum seinna hafa nuddað viðkomandi starfsmönnum upp úr því að þeir hafi fengið „launahækkanir“? Og hvað skyldu margir starfsmenn hafa upplifað það sem „launahækkun“ að fá fyrri umsamin laun á ný?“ segir Vilhjálmur. Hann segir svo að eitt af því sem réði afstöðu hans til ráðningar Svanhildar sem forstjóra hafi verið skilningur hennar og metnaður til þess að ná betri árangri í rekstri Hörpu. Segir Vilhjálmur að Svanhildur hafi vel staðist þær væntingar sem hann hafði til hennar og hafi gengið í málin af kjarki og einbeitni. „Verk hennar var ekki sérlega til vinsælda fallið en mér hefur þótt að virðing hennar hafi vaxið eftir því sem árangurinn hefur verið að koma í ljós,“ segir Vilhjálmur áður en hann kemur að þeim þætti málsins sem snýr að þjónustufulltrúum Hörpu:Telur rétt að málið fái að róast niður og það verði rætt af meiri yfirvegun „Eitt af því leiðinlegasta og erfiðasta sem stjórnandi stendur frammi fyrir er að skerða kjör starfsmanna með einhverjum hætti. Flestir starfsmenn Hörpu hafa þurft að taka á og fórna í þessu verkefni að minnka tapreksturinn. Og þegar kom að þjónustufulltrúunum sem starfa í tímavinnu í tengslum við viðburði í húsinu, lá fyrir að af einhverjum ástæðum höfðu þeir verið mikið yfirborgaðir umfram taxta sem almennt þykir ekki góð framkvæmd hjá opinberum eða hálfopinberum aðilum. (Sjálfsagt vildu margir opinberir starfsmenn fá að komast í slíka stöðu.) Ein af sparnaðarráðstöfunum sem ráðist var í var því að lækka þessa yfirborgun á taxta en bjóða nýja samninga em enduðu að vera með með 15% álagi á taxta auk þess að ekki yrði lengur greitt fyrir óunna dagvinnutíma líkt og tíðkast hafði. Þessar breytingar voru gerðar í samráði við VR og eðlilega kom trúnaðarmaður samtalinu við starfsmenn um þessar breytingar. Þetta er á engan hátt einstök aðgerð hjá Svanhildi eða Hörpu því ýmis fyrirtæki þurfa því miður stundum að grípa til slíkra aðgerða. Engu að síður er þetta alltaf viðkvæmt mál ekki síst þar sem launin eru ekki há. Þetta var hins vegar aðeins ein aðgerð af mörgum til að ná niður kostnaði. Og ég hef á tilfinningunni að ef launin hefðu verið í núverandi horfi frá upphafi hefði fæstum þótt slík laun athugaverð. Vissulega þarf að gæta þess að þegar gripið er til aðgerða eins og í Hörpu að starfsmönnum þyki að réttlátlega sé staðið að verki. Og almennt virðist svo sem það hafi tekist. Ég verð að viðurkenna líka að ég er hugsi yfir viðbrögðum formanns VR að setja Hörpu í „viðskiptabann“. Var það gert í samráði við aðra starfsmenn Hörpu sem eru í VR? Og er það í þágu þeirra? Ætlar formaðurinn að grípa til sambærilegra aðgerða gegn öðrum fyrirtækjum sem yfirborga taxta minna en 40%? Ég tel rétt að þetta mál fái að róast niður og að menn ræði það af meiri yfirvegun en verið hefur,“ segir Vilhjálmur að lokum.
Tengdar fréttir Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46 Eyþór segir stjórnendur Hörpu skorta skilning á kjörum þeirra á gólfinu Eyþór Arnalds telur Hörpumálið til marks um víðtæka firringu í borginni. 9. maí 2018 14:57 Segja of seint í rassinn gripið Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. 9. maí 2018 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46
Eyþór segir stjórnendur Hörpu skorta skilning á kjörum þeirra á gólfinu Eyþór Arnalds telur Hörpumálið til marks um víðtæka firringu í borginni. 9. maí 2018 14:57
Segja of seint í rassinn gripið Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. 9. maí 2018 06:00