Innlent

Kári Sturluson úrskurðaður gjaldþrota

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kári Sturluson hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar.
Kári Sturluson hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. vísir/gva
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu tónlistar-og ráðstefnuhússins Hörpu um að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans, KS Productions, verði úrskurðað gjaldþrota. RÚV greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram að úrskurður héraðsdóms hafi þegar verið kærður til Landsréttar.

Var krafan lögð fram af hálfu Hörpu vegna dómsmáls sem tónlistarhúsið hefur höfðað á hendur Kára vegna tónleika Sigur Rósar sem fóru fram í húsinu í vetur.

Kára og fyrirtæki hans var stefnt til greiðslu 35 milljóna króna af miðasölutekjum sem hann fékk greiddar vegna tónleika Sigur Rósar en Fréttablaðið greindi frá því í september að tugir milljóna úr miðasölu tónleikanna hefðu horfið.

Í kjölfarið var samningum Hörpu og Sigur Rósar við KS Productions rift.


Tengdar fréttir

Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós

Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×