Útlit Smjörva breytist ýmsum til hrellingar Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2018 13:35 Umbúðir Smjörva taka stakkaskiptum mörgum vanaföstum manninum til mikillar hrellingar. „Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundrað kallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börn mín fái að kynnast lífinu eftir siðrofið,“ segir Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur á Twitter. Gylfa er illa brugðið vegna þess að MS hyggst breyta um útlit á Smjörva, viðbiti sínu. Siðrof? Gylfi setur þetta vissulega fram í gamansömum tóni en engu að síður, hér er um nokkrar útlitsbreytingar að ræða sem varða flest heimili í landinu. Þannig að þeir hinir íhaldssömu ættu að setja sig í stellingar. Hvað er að gerast?Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundraðkallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börnin mín fái að kynnast lífinu fyrir siðrofið. pic.twitter.com/nTXEEDmXNm— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 8, 2018 Sunna Gunnars Marteinsdóttir, verkefnastjóri í upplýsinga- og fræðslumálum hjá MS, hefur fullan skilning á þessu uppnámi, í sjálfu sér. Hún segir Mjólkursamsöluna eigi margar ástsælar vörur í huga þjóðarinnar, sem hafa verið í framleiðslu í áratugi. Sunna bendir á að fyrirtækið eigi rætur að rekja til ársins 1927 en hafi starfað í núverandi mynd frá 2007.Sunna Gunnars Marteinsdóttir hjá MS er sérfróð um Smjörva og útlitsbreytingar á viðbitinu því.„Smjörvi var kynntur á blaðamannafundi árið 1981 í Osta- og smjörsölunni og var þá framleiddur af KEA á Akureyri og Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Var unnið að vinnslu og sölu hans í samvinnu við Svía. Kaupmenn á þeim tíma tóku þessari nýjung fagnandi og seldist strax vel af Smjörva. Í dag selst hann en vel en nú er hann framleiddur í mjólkurbúi Kaupfélagi Skagfirðinga og hjá MS Selfoss. Umbúðirnar hafa þó breyst aðeins á þessum 37 árum,“ segir Sunna sem er með allt á hreinu um Smjörva og umbúðirnar.Enska tungumálið bætist við Hún segir að vöruþróunarteymi Mjólkursamsölunnar hniki oft lítillega til í hönnun umbúðanna án þess að neytendur veiti því sérstaka athygli. „En, í þetta skiptið var ákveðið að fara í meiri breytingar sem þó vísa í umbúðirnar sem allir þekkja. Ferlið tók um tvo mánuði en til dæmis var áhersla var lögð á að halda sömu leturgerð og sama lit. Ennemm auglýsingastofa sá um hönnunina fyrir Mjólkursamsöluna.“Nokkur þróun hefur orðið útliti umbúða Smjörva, en þó aldrei eins miklar og nú.MS-fólk segir að verið sé að reyna að gera Smjörvann meira hluta af nútímanum þar sem skilaboð um umhverfismál eru meira áberandi og enska tungumálið bætist við.Nú er komin ensk merking á lokið sem hjálpar erlendum neytendum og skýrari hvatning til endurvinnslu á umbúðunum þar sem auðvelt er að taka pappann af plastinu og setja í endurvinnslu. „Uppskriftin hefur þó ekkert breyst með nýjum umbúðum. Með þessum umbúðabreytingum fylgir þó nýr bróður fyrir Smjörva, Létt Smjörvi, sem er fituminni en sá hefðbundni og kemur hann að mörgu leyti í stað Létt og laggotts sem hvarf af markaði fyrir nokkrum vikum,“ segir Sunna. Neytendur Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundrað kallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börn mín fái að kynnast lífinu eftir siðrofið,“ segir Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur á Twitter. Gylfa er illa brugðið vegna þess að MS hyggst breyta um útlit á Smjörva, viðbiti sínu. Siðrof? Gylfi setur þetta vissulega fram í gamansömum tóni en engu að síður, hér er um nokkrar útlitsbreytingar að ræða sem varða flest heimili í landinu. Þannig að þeir hinir íhaldssömu ættu að setja sig í stellingar. Hvað er að gerast?Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundraðkallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börnin mín fái að kynnast lífinu fyrir siðrofið. pic.twitter.com/nTXEEDmXNm— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 8, 2018 Sunna Gunnars Marteinsdóttir, verkefnastjóri í upplýsinga- og fræðslumálum hjá MS, hefur fullan skilning á þessu uppnámi, í sjálfu sér. Hún segir Mjólkursamsöluna eigi margar ástsælar vörur í huga þjóðarinnar, sem hafa verið í framleiðslu í áratugi. Sunna bendir á að fyrirtækið eigi rætur að rekja til ársins 1927 en hafi starfað í núverandi mynd frá 2007.Sunna Gunnars Marteinsdóttir hjá MS er sérfróð um Smjörva og útlitsbreytingar á viðbitinu því.„Smjörvi var kynntur á blaðamannafundi árið 1981 í Osta- og smjörsölunni og var þá framleiddur af KEA á Akureyri og Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Var unnið að vinnslu og sölu hans í samvinnu við Svía. Kaupmenn á þeim tíma tóku þessari nýjung fagnandi og seldist strax vel af Smjörva. Í dag selst hann en vel en nú er hann framleiddur í mjólkurbúi Kaupfélagi Skagfirðinga og hjá MS Selfoss. Umbúðirnar hafa þó breyst aðeins á þessum 37 árum,“ segir Sunna sem er með allt á hreinu um Smjörva og umbúðirnar.Enska tungumálið bætist við Hún segir að vöruþróunarteymi Mjólkursamsölunnar hniki oft lítillega til í hönnun umbúðanna án þess að neytendur veiti því sérstaka athygli. „En, í þetta skiptið var ákveðið að fara í meiri breytingar sem þó vísa í umbúðirnar sem allir þekkja. Ferlið tók um tvo mánuði en til dæmis var áhersla var lögð á að halda sömu leturgerð og sama lit. Ennemm auglýsingastofa sá um hönnunina fyrir Mjólkursamsöluna.“Nokkur þróun hefur orðið útliti umbúða Smjörva, en þó aldrei eins miklar og nú.MS-fólk segir að verið sé að reyna að gera Smjörvann meira hluta af nútímanum þar sem skilaboð um umhverfismál eru meira áberandi og enska tungumálið bætist við.Nú er komin ensk merking á lokið sem hjálpar erlendum neytendum og skýrari hvatning til endurvinnslu á umbúðunum þar sem auðvelt er að taka pappann af plastinu og setja í endurvinnslu. „Uppskriftin hefur þó ekkert breyst með nýjum umbúðum. Með þessum umbúðabreytingum fylgir þó nýr bróður fyrir Smjörva, Létt Smjörvi, sem er fituminni en sá hefðbundni og kemur hann að mörgu leyti í stað Létt og laggotts sem hvarf af markaði fyrir nokkrum vikum,“ segir Sunna.
Neytendur Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira