Sænskur blaðamaður líkti Ara við majónes og laginu við skólaritgerð Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2018 07:46 Ari Ólafsson var íklæddur rauðum og hvítum jakkafötum í gær. Vísir/AP Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. Ari Ólafsson var annar á svið og flutti lagið Our Choice. Þrátt fyrir fínan flutning, að mati fjölmargra íslenskra áhorfenda, dugði það ekki til og mun hann því ekki keppa til úrslita á laugardaginn. Það að Ari hafi dottið út kom hinum sænska Larsson ekki á óvart ef marka má skrif hans fyrir Aftonbladet í gærkvöldi. Í beinu textalýsingunni á vef blaðsins úthúðaði hann laginu og Ara, líkti söngvaranum við majonesdós og laginu við skólaritgerð.Sjá einnig: „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Larsson var þó vongóður þegar kvöldið byrjaði og var hann ágætlega hrifinn af framlagi Aserbaítsjan, sem var fyrst á svið. Gamanið kárnaði þó hjá Svíanum þegar Ari hóf upp raust sína.„Við þurftum að bíða alveg eftir öðru laginu áður en allt fór til andskotans á ný,“ skrifar pirraður Larsson áður en hann heldur áfram. „Í heimalandinu nýtur Ari meðal annars velgengni sem eftirherma,“ skrifar Larsson. Þó ekki sé alveg á hreinu til hvers sá sænski er að vísa má telja líklegt að hann sé að tala um söng Ara í gervi sigurvegara síðasta árs, Salvador Sobral, í Vikunni með Gísla Marteini í lok apríl. „Og hér reynir hann að því er virðist að herma eftir majónesdós,“ bætir Larsson við - hugsanlega með hvítu og rauðu jakkaföt Ara í huga. Sænski blaðamaðurinn er ekki hættur: „Þetta hljómar eins og blanda af eggjarauðum, edik og olía syngi hátt úr skólaritgerð í lægsta stigi grunnskóla. Hvernig væri að reyna að minnsta kosti að líkja eftir tónlist?“ skrifar Larsson áður en ónefndur lesandi Aftonbladet bætir við: „Þetta er eins og auglýsing fyrir Vísindakirkjuna!“ Hér að neðan má sjá hinn svokallaða majónesflutning Ara í gærkvöldi. Svíar stíga svo sjálfir á svið í Eurovision á fimmtudaginn. Eurovision Tengdar fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ "Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég toppaði mig alltaf eftir hvern einsta flutning og ég gat ekki gert meira,“ segir Ari Ólafsson sem flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. 8. maí 2018 23:00 Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Blaðamaðurinn Tobbe Ek segist þó hrifinn af laginu Paper. 5. maí 2017 10:05 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Sænski blaðamaðurinn Markus Larsson var ekkert að skafa af því í gagnrýni sinni á framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór í gærkvöldi. Ari Ólafsson var annar á svið og flutti lagið Our Choice. Þrátt fyrir fínan flutning, að mati fjölmargra íslenskra áhorfenda, dugði það ekki til og mun hann því ekki keppa til úrslita á laugardaginn. Það að Ari hafi dottið út kom hinum sænska Larsson ekki á óvart ef marka má skrif hans fyrir Aftonbladet í gærkvöldi. Í beinu textalýsingunni á vef blaðsins úthúðaði hann laginu og Ara, líkti söngvaranum við majonesdós og laginu við skólaritgerð.Sjá einnig: „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Larsson var þó vongóður þegar kvöldið byrjaði og var hann ágætlega hrifinn af framlagi Aserbaítsjan, sem var fyrst á svið. Gamanið kárnaði þó hjá Svíanum þegar Ari hóf upp raust sína.„Við þurftum að bíða alveg eftir öðru laginu áður en allt fór til andskotans á ný,“ skrifar pirraður Larsson áður en hann heldur áfram. „Í heimalandinu nýtur Ari meðal annars velgengni sem eftirherma,“ skrifar Larsson. Þó ekki sé alveg á hreinu til hvers sá sænski er að vísa má telja líklegt að hann sé að tala um söng Ara í gervi sigurvegara síðasta árs, Salvador Sobral, í Vikunni með Gísla Marteini í lok apríl. „Og hér reynir hann að því er virðist að herma eftir majónesdós,“ bætir Larsson við - hugsanlega með hvítu og rauðu jakkaföt Ara í huga. Sænski blaðamaðurinn er ekki hættur: „Þetta hljómar eins og blanda af eggjarauðum, edik og olía syngi hátt úr skólaritgerð í lægsta stigi grunnskóla. Hvernig væri að reyna að minnsta kosti að líkja eftir tónlist?“ skrifar Larsson áður en ónefndur lesandi Aftonbladet bætir við: „Þetta er eins og auglýsing fyrir Vísindakirkjuna!“ Hér að neðan má sjá hinn svokallaða majónesflutning Ara í gærkvöldi. Svíar stíga svo sjálfir á svið í Eurovision á fimmtudaginn.
Eurovision Tengdar fréttir „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ "Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég toppaði mig alltaf eftir hvern einsta flutning og ég gat ekki gert meira,“ segir Ari Ólafsson sem flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. 8. maí 2018 23:00 Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Blaðamaðurinn Tobbe Ek segist þó hrifinn af laginu Paper. 5. maí 2017 10:05 Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09 Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
„Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ "Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég toppaði mig alltaf eftir hvern einsta flutning og ég gat ekki gert meira,“ segir Ari Ólafsson sem flutti lagið Our Choice í fyrri undanriðli keppninnar í Lissabon í kvöld og var ekki á meðal þeirra tíu laga sem komust áfram. 8. maí 2018 23:00
Blaðamaður Aftonbladet segir Svölu líkari vondu stjúpunni en Mjallhvíti Blaðamaðurinn Tobbe Ek segist þó hrifinn af laginu Paper. 5. maí 2017 10:05
Ari komst ekki áfram í úrslitin Ari Ólafsson verður ekki á meðal keppenda á úrslitakvöldi Eurovision næstkomandi laugardag. 8. maí 2018 21:09
Ari Ólafsson minnti evrópska tístara á Eurovision-stjörnuna Johnny Logan Svo virðist sem að Ari Ólafsson hafi minnt þó nokkuð marga Evrópubúa á írska söngvarann Johnny Logan ef marka má Twitter í kvöld. 8. maí 2018 22:31