Að sækja vatnið yfir hafið Davíð Þorláksson skrifar 9. maí 2018 07:00 Fréttablaðið birti nýverið viðtal við Leif Aðalsteinsson sem er á biðlista eftir liðskiptaaðgerð. Eftir 2,5 mánuði fær hann svar um að hann fái viðtal við bæklunarlækni eftir 5-6 mánuði. Um 1.100 manns voru á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum í hnjám og mjöðmum í febrúar. Margt þetta fólk þjáist ekki bara á líkama heldur veldur þetta líka félagslegri einangrun þar sem vilji og geta til mannlegra samskipta minnkar. Þegar Leifur er búinn að bíða og þjást í meira en þrjá mánuði býðst honum að fara í aðgerð til Svíþjóðar sem er að fullu greidd af Sjúkratryggingum. Klíníkin er íslenskt einkasjúkrahús sem hefur gert fjölda slíkra aðgerða. Kostnaðurinn er þriðjungur af kostnaðinum við að senda Leif í aðgerð til Svíþjóðar. Samt vilja stjórnvöld ekki gera samning við Klíníkina um að hún annist slíkar aðgerðir fyrir þau. Ástæðan er sú kredda sem birtist í ótta stjórnmálamanna við einkarekstur. Þeir vilja frekar leggja í hærri kostnað til að erlent ríkissjúkrahús sinni aðgerð heldur en íslenskt einkasjúkrahús. Norðurlöndin eru löngu búin að fatta að einkarekstur styttir bið, bætir þjónustu og minnkar kostnað. T.d. eru aðeins 16 prósent heilsugæslu á Íslandi einkarekin á meðan hlutfallið er 20 prósent í Svíþjóð, 80 í Noregi og 100 prósent í Danmörku. Stundum eru það íslenskir læknar sem framkvæma aðgerðirnar í hlutastörfum ytra. Jafnvel eru dæmi um að sjúklingur og læknir fari utan í sömu flugvél á okkar kostnað. Þar er ekki bara verið að sækja vatnið yfir lækinn, heldur yfir hafið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti nýverið viðtal við Leif Aðalsteinsson sem er á biðlista eftir liðskiptaaðgerð. Eftir 2,5 mánuði fær hann svar um að hann fái viðtal við bæklunarlækni eftir 5-6 mánuði. Um 1.100 manns voru á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum í hnjám og mjöðmum í febrúar. Margt þetta fólk þjáist ekki bara á líkama heldur veldur þetta líka félagslegri einangrun þar sem vilji og geta til mannlegra samskipta minnkar. Þegar Leifur er búinn að bíða og þjást í meira en þrjá mánuði býðst honum að fara í aðgerð til Svíþjóðar sem er að fullu greidd af Sjúkratryggingum. Klíníkin er íslenskt einkasjúkrahús sem hefur gert fjölda slíkra aðgerða. Kostnaðurinn er þriðjungur af kostnaðinum við að senda Leif í aðgerð til Svíþjóðar. Samt vilja stjórnvöld ekki gera samning við Klíníkina um að hún annist slíkar aðgerðir fyrir þau. Ástæðan er sú kredda sem birtist í ótta stjórnmálamanna við einkarekstur. Þeir vilja frekar leggja í hærri kostnað til að erlent ríkissjúkrahús sinni aðgerð heldur en íslenskt einkasjúkrahús. Norðurlöndin eru löngu búin að fatta að einkarekstur styttir bið, bætir þjónustu og minnkar kostnað. T.d. eru aðeins 16 prósent heilsugæslu á Íslandi einkarekin á meðan hlutfallið er 20 prósent í Svíþjóð, 80 í Noregi og 100 prósent í Danmörku. Stundum eru það íslenskir læknar sem framkvæma aðgerðirnar í hlutastörfum ytra. Jafnvel eru dæmi um að sjúklingur og læknir fari utan í sömu flugvél á okkar kostnað. Þar er ekki bara verið að sækja vatnið yfir lækinn, heldur yfir hafið.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar