Skóli án aðgreiningar er ekki að virka fyrir öll börn Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. maí 2018 07:13 Allt of oft berast fréttir af slæmri líðan og gengi barna í grunnskólum landsins og að árangur íslenskra nemenda sé áberandi verri en nemenda á hinum Norðurlöndunum. Sú niðurstaða að rúmlega 30% drengja útskrifast úr grunnskóla illa læsir eða með lélegan lesskilning er t.d. ekki ásættanleg. Sumum nemendum líður svo illa í skólanum að þeir geta ekki beðið eftir að útskrifast. Þau kvarta yfir of miklum hávaða í bekknum og eiga erfitt með að einbeita sér. Mörg segjast ekki skilja námsefni eða ná ekki fyrirmælum. Sumum er strítt, þau lögð í einelti og margir krakkar segjast ekki eiga neina vini. Í þessu samhengi má spyrja, er skólinn í núverandi mynd að virka? Í lögum um grunnskóla og í aðalnámsskrá er skýrt tekið fram að nemendur eigi rétt á að fá námsþarfir sínar uppfylltar í almennum skóla án aðgreiningar og án tillits til líkamlegrar eða andlegrar getu (lög um grunnskóla nr. 91/2008). Flokkur fólksins telur að ekki allir nemendur séu að fá námsþarfir sínar uppfylltar án tillits til færni og getu. Í því sambandi má nefna börn sem hneigjast til verklegs náms. Val í verknámi er takmarkað og því lítið svigrúm til að rækta fjölbreyttari færni á því sviði. Þau börn sem finna sig ekki í núverandi fyrirkomulagi eiga á hættu að brotna niður því þau upplifa sig ýmist vera ómöguleg eða týnd. Vanlíðan barna er ekki kennurum að kenna heldur mikið frekar sá þröngi stakkur sem þeim er gert að vinna samkvæmt. Flokkur fólksins vill að hlustað sé betur á foreldra og fólkið á gólfinu. Leggja þarf allt kapp á að að skólar fái frelsi til að þróa fjölbreytni í námsvali, ólíkar leiðir í gegnum námið og fjölbreyttar námsaðstæður. Börn eiga að geta farið á sínum hraða í gegnum námið og hafa meira val þegar kemur að verklegum og skapandi þáttum. Það sem er öllum börnum sameiginlegt er að þau þarfnast umhyggju, hlýju og hvatningar. Þau þarfnast samveru, öryggis og vináttu. Sérhver einstaklingur þarf að fá að vera hann sjálfur í hópi jafningja. Endurskoða þarf núverandi kerfi skóla án aðgreiningar. Ekki dugar að vera sammála um stóru drættina þegar ljóst er að okkur er að mistakast. Flokkur fólksins hefur hagsmuni barnsins ávallt í fyrirrúmi. Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Skóla - og menntamál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Allt of oft berast fréttir af slæmri líðan og gengi barna í grunnskólum landsins og að árangur íslenskra nemenda sé áberandi verri en nemenda á hinum Norðurlöndunum. Sú niðurstaða að rúmlega 30% drengja útskrifast úr grunnskóla illa læsir eða með lélegan lesskilning er t.d. ekki ásættanleg. Sumum nemendum líður svo illa í skólanum að þeir geta ekki beðið eftir að útskrifast. Þau kvarta yfir of miklum hávaða í bekknum og eiga erfitt með að einbeita sér. Mörg segjast ekki skilja námsefni eða ná ekki fyrirmælum. Sumum er strítt, þau lögð í einelti og margir krakkar segjast ekki eiga neina vini. Í þessu samhengi má spyrja, er skólinn í núverandi mynd að virka? Í lögum um grunnskóla og í aðalnámsskrá er skýrt tekið fram að nemendur eigi rétt á að fá námsþarfir sínar uppfylltar í almennum skóla án aðgreiningar og án tillits til líkamlegrar eða andlegrar getu (lög um grunnskóla nr. 91/2008). Flokkur fólksins telur að ekki allir nemendur séu að fá námsþarfir sínar uppfylltar án tillits til færni og getu. Í því sambandi má nefna börn sem hneigjast til verklegs náms. Val í verknámi er takmarkað og því lítið svigrúm til að rækta fjölbreyttari færni á því sviði. Þau börn sem finna sig ekki í núverandi fyrirkomulagi eiga á hættu að brotna niður því þau upplifa sig ýmist vera ómöguleg eða týnd. Vanlíðan barna er ekki kennurum að kenna heldur mikið frekar sá þröngi stakkur sem þeim er gert að vinna samkvæmt. Flokkur fólksins vill að hlustað sé betur á foreldra og fólkið á gólfinu. Leggja þarf allt kapp á að að skólar fái frelsi til að þróa fjölbreytni í námsvali, ólíkar leiðir í gegnum námið og fjölbreyttar námsaðstæður. Börn eiga að geta farið á sínum hraða í gegnum námið og hafa meira val þegar kemur að verklegum og skapandi þáttum. Það sem er öllum börnum sameiginlegt er að þau þarfnast umhyggju, hlýju og hvatningar. Þau þarfnast samveru, öryggis og vináttu. Sérhver einstaklingur þarf að fá að vera hann sjálfur í hópi jafningja. Endurskoða þarf núverandi kerfi skóla án aðgreiningar. Ekki dugar að vera sammála um stóru drættina þegar ljóst er að okkur er að mistakast. Flokkur fólksins hefur hagsmuni barnsins ávallt í fyrirrúmi. Fólkið fyrst!Höfundur skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun