Stofnanda áhugamannafélagsins IWF svarað Gunnar Steinn Gunnarsson skrifar 8. maí 2018 07:00 Þann 28. mars 2018 birtist í Fréttablaðinu grein eftir Ingólf Ásgeirsson. Þar gefur hann sig út fyrir að tala máli náttúruverndarsinna í stað þess að koma fram í nafni hagsmunaaðila sem hann sannarlega er. Fjallað hefur verið um viðskiptahugmyndir hans í fjölmiðlum, m.a. er hann leigði Þverá/Kjarrá fyrir 111,7 milljónir króna árlega í fimm ár. Í grein Ingólfs kom fram að hann hafði haft samband við norska fræðimanninn Keven Glover í tilefni af nýbirtum rannsóknarniðurstöðum hans og umfjöllun um þær hérlendis. Niðurstöður Glovers benda til þess að þegar hlutfall sleppifiska í á verður um 5-10% í 50 ár verði áhrif erfðablöndunar mjög lítil. Það er ekki fyrr en hlutfallið fer upp í 30-50% sem breytingar verða augljósar á þessu sama tímabili. Niðurstöðurnar benda til þess að hætta á erfðablöndun eldislaxa við villta laxastofna sé stórlega ofmetin af leikmönnum. Rannsókn Glovers tók til Norður-Atlantshafslax en það er sá lax sem er að finna bæði á Íslandi og í Noregi. Ingólfur gefur sér að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki þýðingu hér á landi og að ekki sé hægt að heimfæra þær yfir á Ísland þar sem stofnar hér séu ólíkir þeim norsku. Hins vegar má benda Ingólfi á að sömu náttúrulögmál gilda á Íslandi og í Noregi. Reyndar mætti Ingólfur lesa fræðigreinar af meiri athygli áður en hann ríður fram á ritvöllinn, en í grein Glovers kemur einmitt fram að því óskildari sem aðkomulaxinn er villta laxinum því ósennilegra er að hann skilji eftir sig spor. Í grein Glovers kemur fram að samsetning ákveðinna þátta, eins og lítill árangur eldislaxins við hrygningu, náttúrulegt val sem hyglir aðlöguðum fenótýpum/genótýpum frá hinum villtu stofnum sem og fenótýpískur sveigjanleiki, dregur úr hraða og stærðargráðu breytinga í fenótýpum/genótýpum og lýðfræðilegum einkennum villta laxastofnsins sem hefur upplifað innstreymi frá eldislaxi. Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra aðila í fræðaheiminum svo sem Hindar, Norsku hafrannsóknastofnunarinnar og fleiri. Það þarf mikla, stöðuga og viðvarandi innblöndun af eldislaxi í áratugi til að hætta á erfðablöndun sé raunveruleg (Hindar; 2006, 2017). Um þetta eru fræðimenn nokkuð sammála í Noregi og víðar. Í grein sinni kemur Ingólfur Ásgeirsson fram sem einn af stofnendum Icelandic Wildlife Fund. Af þessu enska heiti félagsins myndu menn ætla að um væri að ræða öflug náttúruverndarsamtök sem hefðu rödd á alþjóðavettvangi en þegar betur er að gáð reynist Icelandic Wildlife Fund vera óþekkt sjálfseignarstofnun. Hér á þessari afskekktu og fámennu eyju hafa fyrirbæri í gegnum tíðina fengið stærri nöfn en innistæða er fyrir eða leitast hefur verið við að upphefja heitið með útlenskum blæ. Slíkt er að mörgu leyti falleg og saklaus sveitamennska. Það sem vekur hins vegar furðu er að sjá mann stíga fram í tómstundum sínum sem stofnanda samtaka til verndar náttúrunni og hugsjónamann á meðan sá sami hefur að aðalstarfi að fljúga breiðþotum um heiminn á krítískum tímum „global warming“ eða hnatthlýnunar. Það er allt að því leikhúsleg upplifun að sjá menn gefa sig út fyrir að vera baráttumenn fyrir villtri náttúru á sama tíma og þeir verja dögum sínum í að skilja eftir sig stór kolefnisspor í einni mest mengandi atvinnustarfsemi sem stunduð er. Sé stofnanda framangreindra náttúruverndarsamtaka alvara ætti hann að hafa í huga þá gullnu reglu að byrja á að breyta sjálfum sér ætli maður að breyta heiminum. Að sýna gott fordæmi væri eðlilegt fyrsta skref.Höfundur er líffræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 28. mars 2018 birtist í Fréttablaðinu grein eftir Ingólf Ásgeirsson. Þar gefur hann sig út fyrir að tala máli náttúruverndarsinna í stað þess að koma fram í nafni hagsmunaaðila sem hann sannarlega er. Fjallað hefur verið um viðskiptahugmyndir hans í fjölmiðlum, m.a. er hann leigði Þverá/Kjarrá fyrir 111,7 milljónir króna árlega í fimm ár. Í grein Ingólfs kom fram að hann hafði haft samband við norska fræðimanninn Keven Glover í tilefni af nýbirtum rannsóknarniðurstöðum hans og umfjöllun um þær hérlendis. Niðurstöður Glovers benda til þess að þegar hlutfall sleppifiska í á verður um 5-10% í 50 ár verði áhrif erfðablöndunar mjög lítil. Það er ekki fyrr en hlutfallið fer upp í 30-50% sem breytingar verða augljósar á þessu sama tímabili. Niðurstöðurnar benda til þess að hætta á erfðablöndun eldislaxa við villta laxastofna sé stórlega ofmetin af leikmönnum. Rannsókn Glovers tók til Norður-Atlantshafslax en það er sá lax sem er að finna bæði á Íslandi og í Noregi. Ingólfur gefur sér að niðurstöður rannsóknarinnar hafi ekki þýðingu hér á landi og að ekki sé hægt að heimfæra þær yfir á Ísland þar sem stofnar hér séu ólíkir þeim norsku. Hins vegar má benda Ingólfi á að sömu náttúrulögmál gilda á Íslandi og í Noregi. Reyndar mætti Ingólfur lesa fræðigreinar af meiri athygli áður en hann ríður fram á ritvöllinn, en í grein Glovers kemur einmitt fram að því óskildari sem aðkomulaxinn er villta laxinum því ósennilegra er að hann skilji eftir sig spor. Í grein Glovers kemur fram að samsetning ákveðinna þátta, eins og lítill árangur eldislaxins við hrygningu, náttúrulegt val sem hyglir aðlöguðum fenótýpum/genótýpum frá hinum villtu stofnum sem og fenótýpískur sveigjanleiki, dregur úr hraða og stærðargráðu breytinga í fenótýpum/genótýpum og lýðfræðilegum einkennum villta laxastofnsins sem hefur upplifað innstreymi frá eldislaxi. Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra aðila í fræðaheiminum svo sem Hindar, Norsku hafrannsóknastofnunarinnar og fleiri. Það þarf mikla, stöðuga og viðvarandi innblöndun af eldislaxi í áratugi til að hætta á erfðablöndun sé raunveruleg (Hindar; 2006, 2017). Um þetta eru fræðimenn nokkuð sammála í Noregi og víðar. Í grein sinni kemur Ingólfur Ásgeirsson fram sem einn af stofnendum Icelandic Wildlife Fund. Af þessu enska heiti félagsins myndu menn ætla að um væri að ræða öflug náttúruverndarsamtök sem hefðu rödd á alþjóðavettvangi en þegar betur er að gáð reynist Icelandic Wildlife Fund vera óþekkt sjálfseignarstofnun. Hér á þessari afskekktu og fámennu eyju hafa fyrirbæri í gegnum tíðina fengið stærri nöfn en innistæða er fyrir eða leitast hefur verið við að upphefja heitið með útlenskum blæ. Slíkt er að mörgu leyti falleg og saklaus sveitamennska. Það sem vekur hins vegar furðu er að sjá mann stíga fram í tómstundum sínum sem stofnanda samtaka til verndar náttúrunni og hugsjónamann á meðan sá sami hefur að aðalstarfi að fljúga breiðþotum um heiminn á krítískum tímum „global warming“ eða hnatthlýnunar. Það er allt að því leikhúsleg upplifun að sjá menn gefa sig út fyrir að vera baráttumenn fyrir villtri náttúru á sama tíma og þeir verja dögum sínum í að skilja eftir sig stór kolefnisspor í einni mest mengandi atvinnustarfsemi sem stunduð er. Sé stofnanda framangreindra náttúruverndarsamtaka alvara ætti hann að hafa í huga þá gullnu reglu að byrja á að breyta sjálfum sér ætli maður að breyta heiminum. Að sýna gott fordæmi væri eðlilegt fyrsta skref.Höfundur er líffræðingur
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun