Sakaður um daglegt ofbeldi af öllum toga en segist stundum slá frá sér í svefni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2018 15:14 Konan lýsir kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi af hálfu mannsins í vel á annað ár.Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Landsréttur hefur staðfest nálgunarbann og brottvísun karlmanns af heimili sínu. Maðurinn er sakaður um að hafa undanfarin tæp tvö ár, í kjölfar þess að eiginkona hans flutti til Íslands, beitt hana svo til daglegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. „Hafi hann ítrekað hótað henni lífláti, nánast daglega beitt hana líkamlegu ofbeldi þar sem hann hafi m.a. veist að andliti og líkama með höggum og spörkum og auk þess beitt hana nánast daglegu kynferðislegu ofbeldi þar sem hann hafi ítrekað neytt hana til kynferðismaka um munn, leggöng og endaþarm. Þá hafi hún einnig lýst að kærði hafi tekið hana kverkataki og þrengt að öndunarveginum með þeim afleiðingum að hún hafi misst meðvitund,“ segir í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hann látið hana stofna bankareikning þar sem öll hennar laun voru lögð inn sem einungis hann hafði aðgang að.Komu saman á lögreglustöðina Maðurinn kom með konu sinni á lögreglustöðina á höfuðborgarsvæðinu sunnudaginn 22. apríl. Konan var í miklu uppnámi og lýsti ítrekuðu heimilisofbeldi. Var maðurinn handtekinn í þágu rannsóknar og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 27. apríl. Maðurinn hefur neitað að beita konu sína ofbeldi. Þó hafi hann sagt að hann ætti það til að slá frá sér þegar hann væri sofandi og verið gæti að hann hafi slegið hana undir slíkum kringumstæðum óvart. Samstarfsmaður konunnar og fyrrverandi samstarfsmaður mannsins segir manninn hafa komið mjög illa fram við konu sína í vinnunni. Þá hafi hann vitað að maðurinn hefði umráð yfir peningum konunnar auk þess sem konan hafi komið marin á kinn til vinnu.Má ekki nálgast konuna á nokkurn hátt Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti kröfuna um nálgunarbann en lögmaður mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar. Þar var úrskurðurinn staðfestur. Er manninum vikið af heimili sínu og konunnar til þriðjudagsins 22. maí og honum bannað að koma í námunda við heimilið eða vinnustað hennar. Afmarkast svæðið við 50 metra radíus umhverfis húsin Þá má maðurinn ekki veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest nálgunarbann og brottvísun karlmanns af heimili sínu. Maðurinn er sakaður um að hafa undanfarin tæp tvö ár, í kjölfar þess að eiginkona hans flutti til Íslands, beitt hana svo til daglegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. „Hafi hann ítrekað hótað henni lífláti, nánast daglega beitt hana líkamlegu ofbeldi þar sem hann hafi m.a. veist að andliti og líkama með höggum og spörkum og auk þess beitt hana nánast daglegu kynferðislegu ofbeldi þar sem hann hafi ítrekað neytt hana til kynferðismaka um munn, leggöng og endaþarm. Þá hafi hún einnig lýst að kærði hafi tekið hana kverkataki og þrengt að öndunarveginum með þeim afleiðingum að hún hafi misst meðvitund,“ segir í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hann látið hana stofna bankareikning þar sem öll hennar laun voru lögð inn sem einungis hann hafði aðgang að.Komu saman á lögreglustöðina Maðurinn kom með konu sinni á lögreglustöðina á höfuðborgarsvæðinu sunnudaginn 22. apríl. Konan var í miklu uppnámi og lýsti ítrekuðu heimilisofbeldi. Var maðurinn handtekinn í þágu rannsóknar og úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 27. apríl. Maðurinn hefur neitað að beita konu sína ofbeldi. Þó hafi hann sagt að hann ætti það til að slá frá sér þegar hann væri sofandi og verið gæti að hann hafi slegið hana undir slíkum kringumstæðum óvart. Samstarfsmaður konunnar og fyrrverandi samstarfsmaður mannsins segir manninn hafa komið mjög illa fram við konu sína í vinnunni. Þá hafi hann vitað að maðurinn hefði umráð yfir peningum konunnar auk þess sem konan hafi komið marin á kinn til vinnu.Má ekki nálgast konuna á nokkurn hátt Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti kröfuna um nálgunarbann en lögmaður mannsins kærði úrskurðinn til Landsréttar. Þar var úrskurðurinn staðfestur. Er manninum vikið af heimili sínu og konunnar til þriðjudagsins 22. maí og honum bannað að koma í námunda við heimilið eða vinnustað hennar. Afmarkast svæðið við 50 metra radíus umhverfis húsin Þá má maðurinn ekki veita henni eftirför, nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira