Fyrsta stiklan úr Suður-ameríska draumnum: Besti og erfiðasti draumurinn að mati strákanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2018 13:45 Sveppi, Pétur Jóhann, Steindi og Auddi fara á kostum í stiklu fyrir Suður-ameríska drauminn. Þetta er fjórði draumur þeirra félaga. Stöð 2 „Fyrir mitt leyti þá var þetta skemmtilegasti draumurinn. Hann ögraði mér á nýjan hátt,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon. Stöð 2 hefur sent frá sér kynningarstiklu fyrir nýjustu þáttaröð gengisins sem þegar hefur lagt Evrópu, Ameríku og Asíu að fótum sér. Í nýjustu þáttaröðinni var förinni heitið til Suður-Ameríku og komu allir heilir heim, þótt það hafi stundum staðið tæpt. Pétur Jóhann og Sverrir Þór Sverrisson etja kappi við þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr. þar sem safnað er stigum fyrir að takast á við áskoranir. „Þetta var erfiðasti draumurinn,“ segir Auðunn við Vísi. Þeir voru mánuð á ferðalagi sínu og nefnir sem dæmi sólarhringsferðalag frá Bólivíu til Brasilíu. Skýtur hann inn í að Sveppi og Pétur hafi fengið auðveldari legginn en upplýsir eðli málsins samkvæmt ekkert um hvort liðið hafi farið með sigur af hólmi.Auddi og Steindi reyndu eftir fremsta megni að falla í hópinn hvert sem þeir fóru.Stöð 2Auddi segist vonast til þess að þáttaröðin toppi Asíska drauminn sem er hans uppáhalds. „Aðalmálið við þessi ferðalög er að snúa aftur heim á lífi. Svo er ekki verra að vera með gott efni í farteskinu. Ég myndi segja að það séu svona 27 prósent líkur á því að þú komist ekki aftur heim,“ segir Steindi og tekur undir það með Audda að þessi þáttaröð stefni í að verða sú besta.23 tequila skot Péturs Í þættinum kennir ýmissa grasa og í stiklunni má meðal annars sjá brot úr því þegar Pétur Jóhann fer í drykkjukeppni við heimamann. „Ég endaði á því að drekka 23 tequila skot,“ segir Pétur. Aðdáendur þáttanna muna eflaust margir eftir einvígi Péturs við reynslubolta í faginu í Asíu í síðustu þáttaröð. Pétur man lítið sem ekkert eftir kvöldinu en honum hafi verið ekið heim á hótel í hjólastól og lagður í læsta hliðarlegu í rúmið sitt. Morguninn eftir ætlaði Sveppi á baðherbergið á hóteli þeirra en þá mætti honum ófögur sjón. „Ég komst ekkert inn á baðið því Pétur var búinn að æla svo mikið á gólfið,“ segir Sveppi. Pétur á engra kosta völ nema að viðurkenna glæp sinn. Þótt hann muni ekkert þá hafi hann séð afraksturinn, ef svo má segja.Sveppi og Pétur Jóhann ganga líka alla leið í þættinum.Stöð 2Þeir hafi verið í miklum flýti á leið í flug og enginn tími hafi gefist til að hreinsa til á hótelinu. „Ég skrifaði á servíettu, we are very very sorry,“ segir Sveppi.Alls ekki of gamall Pétur Jóhann er 46 ára og vaknar sú spurning hvort hann sé ekki að verða of gamall fyrir svona vitleysu. „Nei,“ segir grínistinn og útskýrir að það sé þegar maður ákveði að láta staðar numið í hlutum sem þessum sem maður verði gamall.Stikluna má sjá í spilaranum að neðan. Þættirnir fara í sýningu á Stöð 2 í haust. Bíó og sjónvarp Suður-ameríski draumurinn Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Fyrir mitt leyti þá var þetta skemmtilegasti draumurinn. Hann ögraði mér á nýjan hátt,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon. Stöð 2 hefur sent frá sér kynningarstiklu fyrir nýjustu þáttaröð gengisins sem þegar hefur lagt Evrópu, Ameríku og Asíu að fótum sér. Í nýjustu þáttaröðinni var förinni heitið til Suður-Ameríku og komu allir heilir heim, þótt það hafi stundum staðið tæpt. Pétur Jóhann og Sverrir Þór Sverrisson etja kappi við þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr. þar sem safnað er stigum fyrir að takast á við áskoranir. „Þetta var erfiðasti draumurinn,“ segir Auðunn við Vísi. Þeir voru mánuð á ferðalagi sínu og nefnir sem dæmi sólarhringsferðalag frá Bólivíu til Brasilíu. Skýtur hann inn í að Sveppi og Pétur hafi fengið auðveldari legginn en upplýsir eðli málsins samkvæmt ekkert um hvort liðið hafi farið með sigur af hólmi.Auddi og Steindi reyndu eftir fremsta megni að falla í hópinn hvert sem þeir fóru.Stöð 2Auddi segist vonast til þess að þáttaröðin toppi Asíska drauminn sem er hans uppáhalds. „Aðalmálið við þessi ferðalög er að snúa aftur heim á lífi. Svo er ekki verra að vera með gott efni í farteskinu. Ég myndi segja að það séu svona 27 prósent líkur á því að þú komist ekki aftur heim,“ segir Steindi og tekur undir það með Audda að þessi þáttaröð stefni í að verða sú besta.23 tequila skot Péturs Í þættinum kennir ýmissa grasa og í stiklunni má meðal annars sjá brot úr því þegar Pétur Jóhann fer í drykkjukeppni við heimamann. „Ég endaði á því að drekka 23 tequila skot,“ segir Pétur. Aðdáendur þáttanna muna eflaust margir eftir einvígi Péturs við reynslubolta í faginu í Asíu í síðustu þáttaröð. Pétur man lítið sem ekkert eftir kvöldinu en honum hafi verið ekið heim á hótel í hjólastól og lagður í læsta hliðarlegu í rúmið sitt. Morguninn eftir ætlaði Sveppi á baðherbergið á hóteli þeirra en þá mætti honum ófögur sjón. „Ég komst ekkert inn á baðið því Pétur var búinn að æla svo mikið á gólfið,“ segir Sveppi. Pétur á engra kosta völ nema að viðurkenna glæp sinn. Þótt hann muni ekkert þá hafi hann séð afraksturinn, ef svo má segja.Sveppi og Pétur Jóhann ganga líka alla leið í þættinum.Stöð 2Þeir hafi verið í miklum flýti á leið í flug og enginn tími hafi gefist til að hreinsa til á hótelinu. „Ég skrifaði á servíettu, we are very very sorry,“ segir Sveppi.Alls ekki of gamall Pétur Jóhann er 46 ára og vaknar sú spurning hvort hann sé ekki að verða of gamall fyrir svona vitleysu. „Nei,“ segir grínistinn og útskýrir að það sé þegar maður ákveði að láta staðar numið í hlutum sem þessum sem maður verði gamall.Stikluna má sjá í spilaranum að neðan. Þættirnir fara í sýningu á Stöð 2 í haust.
Bíó og sjónvarp Suður-ameríski draumurinn Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira