Ólafía bætti stöðu sína á peningalistanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2018 13:00 Ólafía Þórunn á mótinu í Texas um helgina. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kritinsdóttir vann sér inn peningaverðlaun í þriðja sinn á tímabilinu á LPGA-mótaröðinni í golfi er hún hafnaði í 32.-45. sæti á Sjálboðaliðamóti Ameríku í Texas um helgina. Ákveðið var eftir frestanir á fimmtudag og föstudag að aðeins tveir hringir yrðu spilaðir á mótinu. Ólafía spilaði frábærlega á fyrri hringnum og var þá í þriðja sæti en gaf eftir á þeim síðari. Aðeins 70 efstu kylfingarnir á mótinu fengu peningaverðlaun en Ólafía hafði aðeins komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af átta áður en fyrir mót helgarinnar í Texas. Ólafía fékk 7.147 dollara (867 þúsund krónur) fyrir árangur helgarinnar og er nú í 107. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar með 22.416 dollara eða 2,7 milljónir króna. Það skiptir Ólafíu miklu máli að vera ofarlega á peningalistanum til að endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni á næsta keppnistímabili. 100 efstu á listanum komast aftur inn en efstu 80 eru í fyrsta forgangsflokki kylfinga, þar sem Ólafía er nú eftir góðan árangur á síðustu leiktíð. Ekkert mót er á LPGA-mótaröðinni um helgina en það næsta fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og hefst það 17. maí. Reiknað er með því að Ólafía verði á meðal þátttakenda. Golf Tengdar fréttir Ólafía lék 35 holur á 36 holu móti á einum degi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði síðustu holuna sína á Sjálboðaliðamótinu í Texas í dag. Hún var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 6. maí 2018 14:54 Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. 7. maí 2018 10:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kritinsdóttir vann sér inn peningaverðlaun í þriðja sinn á tímabilinu á LPGA-mótaröðinni í golfi er hún hafnaði í 32.-45. sæti á Sjálboðaliðamóti Ameríku í Texas um helgina. Ákveðið var eftir frestanir á fimmtudag og föstudag að aðeins tveir hringir yrðu spilaðir á mótinu. Ólafía spilaði frábærlega á fyrri hringnum og var þá í þriðja sæti en gaf eftir á þeim síðari. Aðeins 70 efstu kylfingarnir á mótinu fengu peningaverðlaun en Ólafía hafði aðeins komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af átta áður en fyrir mót helgarinnar í Texas. Ólafía fékk 7.147 dollara (867 þúsund krónur) fyrir árangur helgarinnar og er nú í 107. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar með 22.416 dollara eða 2,7 milljónir króna. Það skiptir Ólafíu miklu máli að vera ofarlega á peningalistanum til að endurnýja þátttökurétt sinn á LPGA-mótaröðinni á næsta keppnistímabili. 100 efstu á listanum komast aftur inn en efstu 80 eru í fyrsta forgangsflokki kylfinga, þar sem Ólafía er nú eftir góðan árangur á síðustu leiktíð. Ekkert mót er á LPGA-mótaröðinni um helgina en það næsta fer fram í Williamsburg í Virginíufylki og hefst það 17. maí. Reiknað er með því að Ólafía verði á meðal þátttakenda.
Golf Tengdar fréttir Ólafía lék 35 holur á 36 holu móti á einum degi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði síðustu holuna sína á Sjálboðaliðamótinu í Texas í dag. Hún var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 6. maí 2018 14:54 Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. 7. maí 2018 10:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía lék 35 holur á 36 holu móti á einum degi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kláraði síðustu holuna sína á Sjálboðaliðamótinu í Texas í dag. Hún var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 6. maí 2018 14:54
Ólafía Þórunn í 32. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið. 7. maí 2018 10:00