Erlent

Bretar hvetja Trump til að standa við gerða samninga við Íran

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Johnson hefur nauman tíma
Johnson hefur nauman tíma
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur Trump Bandaríkjaforseta til að standa við alþjóðlega samkomulagið um kjarnorkuáætlun Írans.

Johnson er í opinberi heimsókn í Washington þar sem hann hefur það verkefni að sannfæra Trump fyrir næsta laugardag. Þá rennur út frestur Bandaríkjanna til að nema úr gildi viðskiptaþvinganir gegn Íran. Trump hefur sagt að það muni hann ekki gera að óbreyttu, gera þurfi ýmsar lagfæringar á samkomulaginu áður.

Rússar og Evrópusambandið hafa hvatt til þess að samningurinn haldi gildi sínu en Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist opinn fyrir breytingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×