Innlent

Níu mánuðir fyrir þjófnaði

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg.
Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg. Vísir/Stefán
Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir ýmis þjófnaðarbrot.

Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir að stela veski af Borgarbókasafninu og heyrnartólum, borvél og veski af veitingastað. Þá var hann einnig dæmdur fyrir að brjótast inn í búningsklefa íþróttahúss og stela þaðan greiðslukortum, hátalara, farsíma og dómara- og leikmannakorti.

Undanfarið ár hefur maðurinn hlotið tvo dóma fyrir þjófnaði, fjársvik og fíkniefna- og umferðarlagabrot. Síðast í janúar hlaut hann tíu mánaða dóm, þar af sjö skilorðsbundna, fyrir slík brot.

Með brotum sínum nú rauf hann skilorð þess dóms. Refsingin nú er óskilorðsbundin en frá henni dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í frá 18. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×