Trump vildi koma óorði á samningamennina Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 6. maí 2018 09:53 Donald Trump ásamt öðrum eldheitum andstæðingi íranska kjarnorkusamningsins, Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Vísir/AFP Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. Trump er mjög nöp við téðan samning og lét hann þá skoðun sína títt í ljós í kosningaherferð sinni, sem og æ síðan. Einna helst var markmið fulltrúa Trumps að grafa upp skít á Ben Rhodes, aðalsamningamann í samningaviðræðum við Íran, og Colin Kahl, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden í varaforsetatíð hans. Biden var varaforseti í embættistíð Barack Obama. Meðal annars átti að leita að vinatengslum við íranska hagsmunagæsluaðila og hvort þeir Rhodes og Kahl hefðu hagnast persónulega á samningnum. Einnig átti að hafa samband við blaðamenn sem vitað er til að skrifað höfðu jákvæðar fréttir um samninginn. Þó að staðfest sé að frumkvæðið að þessari rannsókn hafi komið frá fulltrúum Trump þá liggur ekki fyrir hve langt rannsóknin komst eða hvaða efni kom upp við rannsóknina. Rhodes vissi ekki af rannsókninni en hafði þetta um hana að segja: „Því miður kemur þetta mér ekki á óvart. Ég myndi segja að það að reyna að grafa upp óhróður á einhvern sem er einfaldlega að sinna sínum skyldum sem starfsmaður Hvíta hússins líkist óhugnanlega mikið tilburðum einræðisherra.“ Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Trump mætir þessa dagana miklum alþjóðlegum þrýstingi að halda í kjarnorkusamninginn við Íran. Til að mynda hefur Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatt hann til þess opinberlega. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, kemur svo í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í dag þar sem eitt af markmiðunum mun vera að sannfæra Trump um að halda sig við samninginn. Donald Trump Tengdar fréttir „Hnífar, hnífar, hnífar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. 4. maí 2018 21:58 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump Antonio Guterres óttast að það skapist raunveruleg hætta á stríði. 3. maí 2018 08:49 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Samkvæmt skjölum sem breska blaðið The Observer hefur undir höndum réðu aðstoðarmenn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, ísraelskt fyrirtæki til að skipuleggja óhróðursherferð gegn þeim sem stjórnuðu samningaviðræðum við Íran þegar gerður var svokallaður kjarnorkusamningur. Samingurinn fól í sér að Íran myndi láta af öllum áformum um þróun á kjarnorkutækni. Trump er mjög nöp við téðan samning og lét hann þá skoðun sína títt í ljós í kosningaherferð sinni, sem og æ síðan. Einna helst var markmið fulltrúa Trumps að grafa upp skít á Ben Rhodes, aðalsamningamann í samningaviðræðum við Íran, og Colin Kahl, þjóðaröryggisráðgjafa Joe Biden í varaforsetatíð hans. Biden var varaforseti í embættistíð Barack Obama. Meðal annars átti að leita að vinatengslum við íranska hagsmunagæsluaðila og hvort þeir Rhodes og Kahl hefðu hagnast persónulega á samningnum. Einnig átti að hafa samband við blaðamenn sem vitað er til að skrifað höfðu jákvæðar fréttir um samninginn. Þó að staðfest sé að frumkvæðið að þessari rannsókn hafi komið frá fulltrúum Trump þá liggur ekki fyrir hve langt rannsóknin komst eða hvaða efni kom upp við rannsóknina. Rhodes vissi ekki af rannsókninni en hafði þetta um hana að segja: „Því miður kemur þetta mér ekki á óvart. Ég myndi segja að það að reyna að grafa upp óhróður á einhvern sem er einfaldlega að sinna sínum skyldum sem starfsmaður Hvíta hússins líkist óhugnanlega mikið tilburðum einræðisherra.“ Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Trump mætir þessa dagana miklum alþjóðlegum þrýstingi að halda í kjarnorkusamninginn við Íran. Til að mynda hefur Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hvatt hann til þess opinberlega. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, kemur svo í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna í dag þar sem eitt af markmiðunum mun vera að sannfæra Trump um að halda sig við samninginn.
Donald Trump Tengdar fréttir „Hnífar, hnífar, hnífar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. 4. maí 2018 21:58 Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump Antonio Guterres óttast að það skapist raunveruleg hætta á stríði. 3. maí 2018 08:49 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 4. maí 2018 07:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
„Hnífar, hnífar, hnífar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði í dag ársfund NRA, Skotvopnasamtök Bandaríkjanna. Varði hann skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna og sagði spítala í miðborg London líkjast spítala á stríðssvæðum vegna tíðra hnífaárása. 4. maí 2018 21:58
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reynir að ná til Trump Antonio Guterres óttast að það skapist raunveruleg hætta á stríði. 3. maí 2018 08:49
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 4. maí 2018 07:00