Alltof langt gæsluvarðhald hafði áhrif á að Sindri Þór lét sig hverfa að sögn verjanda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. maí 2018 19:00 Mynd tekin úr öryggismyndavél á Keflavíkurflugvelli. Vísir Sindri Þór Stefánsson var færður í gæsluvarðhald þann 2. febrúar á þessu ári vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði úr gagnaveri. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Þorgils Þorgilsson lögmaður hans segir að miðað við hvaða brot sé verið að rannsaka hafi gæsluvarðhaldið verið mjög langt. „Þetta er virkilega langt gæsluvarðhald. Tíu vikna gæsluvarðhald er mjög langt gæsluvarðahald að þurfa að þola,“ segir Þorgils. Þorgils segir að Sindri hafi ákveðið að fara frá Sogni eftir tíu daga en þá hafi gæsluvarðhald yfir honum verið runnið út og hann verið frjáls ferða sinna.„Hann fékk tilkynningu um að hann mætti fara. Hann væri frjáls, að fangelsið hefði ekki heimild til að halda honum sem var eðlileg útskýring af hálfu fangelsisins. Þannig að réttarstaða hans var sú að hann var frjáls,“ segir hann.Þorgils segir að Sindri Þór hafi tekið ákvörðunina um að fara frá Sogni í óðagoti og telur að lengd gæsluvarðhaldsins hafi þar haft áhrif.„Ég held að tvímælalaust að þetta skýrist af þessu langa gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald er eins og ég segi mjög íþyngjandi, það er mjög erfitt að sitja í gæsluvarðahaldi. Og já ég hugsa að það hafi átt stærsta þátt sinn í þessu.“Sindri Þór Stefánsson hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu að sögn verjanda hans. Eftir úrskurð héraðsdóms yfir honum í gær sendi Sindri frá sér yfirlýsingu á Instagram þar sem hann furðaði sig á aðgerðum lögreglu í máli sínu. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Eðlilega ósáttur segir verjandinn Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, segir skiljanlegt að Sindra finnist óeðlilegt að lýst hafi verið eftir honum og hann sagður strokufangi. 5. maí 2018 08:00 Ætlar að krefjast sýknu yfir Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar sem kom heim frá Amsterdam í gær ætlar að krefjast sýknu yfir honum ef hann verður ákærður fyrir aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði hér á landi. Hann veltir fyrir sér hvort þörf hafi verið á að flytja Sindra í járnum til landsins. 5. maí 2018 14:23 Sindri Þór laus úr haldi lögreglu en kominn í farbann „Ég held að allir séu bara glaðir í dag,“ segir Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra. 4. maí 2018 17:57 Sindri Þór botnar ekkert í því af hverju lögreglan sótti hann til Amsterdam Sindri Þór Stefánsson, sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í dag skilur ekkert í því af hverju lögregla sótti hann til til Hollands í dag 4. maí 2018 19:33 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson var færður í gæsluvarðhald þann 2. febrúar á þessu ári vegna rannsóknar lögreglu á umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði úr gagnaveri. Fyrst var hann í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna á Hólmsheiði. Þorgils Þorgilsson lögmaður hans segir að miðað við hvaða brot sé verið að rannsaka hafi gæsluvarðhaldið verið mjög langt. „Þetta er virkilega langt gæsluvarðhald. Tíu vikna gæsluvarðhald er mjög langt gæsluvarðahald að þurfa að þola,“ segir Þorgils. Þorgils segir að Sindri hafi ákveðið að fara frá Sogni eftir tíu daga en þá hafi gæsluvarðhald yfir honum verið runnið út og hann verið frjáls ferða sinna.„Hann fékk tilkynningu um að hann mætti fara. Hann væri frjáls, að fangelsið hefði ekki heimild til að halda honum sem var eðlileg útskýring af hálfu fangelsisins. Þannig að réttarstaða hans var sú að hann var frjáls,“ segir hann.Þorgils segir að Sindri Þór hafi tekið ákvörðunina um að fara frá Sogni í óðagoti og telur að lengd gæsluvarðhaldsins hafi þar haft áhrif.„Ég held að tvímælalaust að þetta skýrist af þessu langa gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald er eins og ég segi mjög íþyngjandi, það er mjög erfitt að sitja í gæsluvarðahaldi. Og já ég hugsa að það hafi átt stærsta þátt sinn í þessu.“Sindri Þór Stefánsson hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu að sögn verjanda hans. Eftir úrskurð héraðsdóms yfir honum í gær sendi Sindri frá sér yfirlýsingu á Instagram þar sem hann furðaði sig á aðgerðum lögreglu í máli sínu.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Eðlilega ósáttur segir verjandinn Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, segir skiljanlegt að Sindra finnist óeðlilegt að lýst hafi verið eftir honum og hann sagður strokufangi. 5. maí 2018 08:00 Ætlar að krefjast sýknu yfir Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar sem kom heim frá Amsterdam í gær ætlar að krefjast sýknu yfir honum ef hann verður ákærður fyrir aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði hér á landi. Hann veltir fyrir sér hvort þörf hafi verið á að flytja Sindra í járnum til landsins. 5. maí 2018 14:23 Sindri Þór laus úr haldi lögreglu en kominn í farbann „Ég held að allir séu bara glaðir í dag,“ segir Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra. 4. maí 2018 17:57 Sindri Þór botnar ekkert í því af hverju lögreglan sótti hann til Amsterdam Sindri Þór Stefánsson, sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í dag skilur ekkert í því af hverju lögregla sótti hann til til Hollands í dag 4. maí 2018 19:33 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Eðlilega ósáttur segir verjandinn Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, segir skiljanlegt að Sindra finnist óeðlilegt að lýst hafi verið eftir honum og hann sagður strokufangi. 5. maí 2018 08:00
Ætlar að krefjast sýknu yfir Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar sem kom heim frá Amsterdam í gær ætlar að krefjast sýknu yfir honum ef hann verður ákærður fyrir aðild að umfangsmiklum þjófnaði á tölvubúnaði hér á landi. Hann veltir fyrir sér hvort þörf hafi verið á að flytja Sindra í járnum til landsins. 5. maí 2018 14:23
Sindri Þór laus úr haldi lögreglu en kominn í farbann „Ég held að allir séu bara glaðir í dag,“ segir Þorgils Þorgilsson verjandi Sindra. 4. maí 2018 17:57
Sindri Þór botnar ekkert í því af hverju lögreglan sótti hann til Amsterdam Sindri Þór Stefánsson, sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í dag skilur ekkert í því af hverju lögregla sótti hann til til Hollands í dag 4. maí 2018 19:33
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent