Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2018 10:00 Rudy Giuliani fór um víðan völl í viðtalinu við Sean Hannity. Skjáskot Bandaríkin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þurfti í gær að svara fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs meðlims lögfræðiteymis forsetans og fyrrverandi borgarstjóra New York. Giuliani hefur farið mikinn í viðtölum í vikunni. Á miðvikudag sagði hann til að mynda frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið var gert fáeinum dögum fyrir forsetakosningarnar 2016 og gekk út á að Daniels myndi þegja um að hún hefði sofið hjá Trump árið 2006, sem Trump hefur reyndar sagt upplognar ásakanir. Sagði Giuliani að Trump hefði endurgreitt Cohen 130.000 dali, andvirði rúmra þrettán milljóna króna. Ummælin hafa reynst Trump-liðum erfið af tveimur ástæðum. Annars vegar eru þau í beinni þversögn við það sem Trump sagði í apríl, að hann hefði ekki vitað af gerð samkomulagsins. Hins vegar komu upp spurningar um hvort greiðslan hefði komið úr framboðssjóðum Trumps. Ef það er satt er um brot á alríkislögum að ræða. Á fimmtudag sagði Trump að fjármagnið hefði ekki komið úr framboðssjóðum. Þá sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi forsetans, að Trump hefði ekki vitað af samkomulaginu þegar það var gert, hún hefði frétt af því seinna. The New York Times greindi frá því á fimmtudag að Trump gæti hafa gerst brotlegur jafnvel þótt greiðslan hefði ekki komið úr framboðssjóðum. „Ef ekki er greint frá slíkum greiðslum gæti það verið brot á lögum um siðareglur. Opinberir starfsmenn, meðal annars Trump, þurfa að greina frá skuldum, hærri en tíu þúsund dalir, er söfnuðust á undanförnu ári. Í síðustu skýrslu Trumps, sem skilað var í júní, var ekki minnst á neina skuld við Cohen,“ sagði í fréttinni. Trump sagði svo í gær að þótt Giuliani væri „frábær gaur“ væri hann bara nýbyrjaður í starfi. „Rudy, við elskum Rudy, einstakur gaur. Hann skilur að þetta eru nornaveiðar. Hann veit það jafnvel betur en nokkur annar. En þegar hann fullyrti ákveðna hluti?… Hann byrjaði bara í gær. Þannig er það nú,“ sagði Trump svo síðar um daginn. Trump verður tíðrætt um meintar nornaveiðar. Það sem af er ári hefur hann tíst að minnsta kosti nítján sinnum um meintar nornaveiðar, oftast í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trumps við rússnesk yfirvöld. Greinilegt er að Trump telur rannsóknina samsæri gegn sér. Ummæli Giulianis hafa ekki eingöngu valdið Trump hugarangri, að því er CNN greinir frá. Heimildir miðilsins herma, samkvæmt frétt frá því í gær, að lögfræðiteymið undrist ummæli borgarstjórans fyrrverandi. Telji hann ekki hafa verið undirbúinn fyrir viðtölin. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Bandaríkin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þurfti í gær að svara fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs meðlims lögfræðiteymis forsetans og fyrrverandi borgarstjóra New York. Giuliani hefur farið mikinn í viðtölum í vikunni. Á miðvikudag sagði hann til að mynda frá því að Trump hefði endurgreitt Michael Cohen, lögmanni sínum, eftir að Cohen sá um gerð samkomulags við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels. Samkomulagið var gert fáeinum dögum fyrir forsetakosningarnar 2016 og gekk út á að Daniels myndi þegja um að hún hefði sofið hjá Trump árið 2006, sem Trump hefur reyndar sagt upplognar ásakanir. Sagði Giuliani að Trump hefði endurgreitt Cohen 130.000 dali, andvirði rúmra þrettán milljóna króna. Ummælin hafa reynst Trump-liðum erfið af tveimur ástæðum. Annars vegar eru þau í beinni þversögn við það sem Trump sagði í apríl, að hann hefði ekki vitað af gerð samkomulagsins. Hins vegar komu upp spurningar um hvort greiðslan hefði komið úr framboðssjóðum Trumps. Ef það er satt er um brot á alríkislögum að ræða. Á fimmtudag sagði Trump að fjármagnið hefði ekki komið úr framboðssjóðum. Þá sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi forsetans, að Trump hefði ekki vitað af samkomulaginu þegar það var gert, hún hefði frétt af því seinna. The New York Times greindi frá því á fimmtudag að Trump gæti hafa gerst brotlegur jafnvel þótt greiðslan hefði ekki komið úr framboðssjóðum. „Ef ekki er greint frá slíkum greiðslum gæti það verið brot á lögum um siðareglur. Opinberir starfsmenn, meðal annars Trump, þurfa að greina frá skuldum, hærri en tíu þúsund dalir, er söfnuðust á undanförnu ári. Í síðustu skýrslu Trumps, sem skilað var í júní, var ekki minnst á neina skuld við Cohen,“ sagði í fréttinni. Trump sagði svo í gær að þótt Giuliani væri „frábær gaur“ væri hann bara nýbyrjaður í starfi. „Rudy, við elskum Rudy, einstakur gaur. Hann skilur að þetta eru nornaveiðar. Hann veit það jafnvel betur en nokkur annar. En þegar hann fullyrti ákveðna hluti?… Hann byrjaði bara í gær. Þannig er það nú,“ sagði Trump svo síðar um daginn. Trump verður tíðrætt um meintar nornaveiðar. Það sem af er ári hefur hann tíst að minnsta kosti nítján sinnum um meintar nornaveiðar, oftast í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af kosningunum 2016 og meintu samráði framboðs Trumps við rússnesk yfirvöld. Greinilegt er að Trump telur rannsóknina samsæri gegn sér. Ummæli Giulianis hafa ekki eingöngu valdið Trump hugarangri, að því er CNN greinir frá. Heimildir miðilsins herma, samkvæmt frétt frá því í gær, að lögfræðiteymið undrist ummæli borgarstjórans fyrrverandi. Telji hann ekki hafa verið undirbúinn fyrir viðtölin.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira