Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur selt öll hlutabréf sín í Hamborgarafabrikkunni og Keiluhöllinni. Í frétt á vef DV kemur fram að Jóhannes Stefánsson í Múlakaffi er nú orðinn meirihlutaeigandi félaganna.
Sigmar kveður fyrirtækin ekki alveg strax, hann mun gegna starfi framkvæmdastjóra Keiluhallarinnar og veitingastaðarins Shake & Pizza út þetta ár. Sigmar staðfestir þetta í samtali við Vísi en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið.
Sigmar og Jóhannes Ásbjörnsson, viðskiptafélagi hans og vinur, hafa verið andlit Hamborgarafabrikkunnar frá opnun fyrsta staðarins á Höfðatorgi árið 2010. Rekstur staðarins hefur frá upphafi verið í gegnum fyrirtækið Nautafélagið. Þeir tóku svo yfir rekstur Keiluhallarinnar árið 2015.
Sigmar selur sinn hlut í Hamborgarafabrikkunni og Keiluhöllinni

Tengdar fréttir

Simmi um kjaftasöguna: „Konan mín átti að hafa komið að mér með manni“
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson var í viðtali í Brennslunni í morgun og tjáði hann sig þar um kjaftasögur sem hafa verið að gang um hans einkalíf.

Ekkert gengið hjá Simma og Jóa að fá konur í hamborgarana
Hamborgarafabrikkan hefur verið gagnrýnd fyrir að heiðra aðeins karlmenn í nafngiftum hamborgara á matseðli staðarins. Sigmar Vilhjálmsson, annar eigenda Fabrikkunnar, segir að um sé að ræða "samtal milli manna um borgara“ og ekki sé hlaupið að því að finna konur til samstarfs.

Konur senda Fabrikkunni hamborgarauppskriftir
"Ef við værum að fá margar tillögur frá konum að hamborgurum þá myndum við án efa skíra í höfuðið á þeim,“ sagði einn eigenda Hamborgarafabrikkunnar í samtali við Vísi í gær.