Vonar að mengandi stóriðja heyri brátt sögunni til Birgir Olgeirsson skrifar 4. maí 2018 10:53 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Vísir/Anton Brink Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra vonast til að tími mengandi stóriðju heyri brátt sagnfræði fortíðar. Þetta sagði Guðmundur í erindi sínu á ársfundi Umhverfisstofnunar þar sem hann sagði mikilvægt að læra af reynslu sem skapaðist af framkvæmd kísilversins United Silicon. Sagði hann almennt mikilvægt að stíga varlega til jarðar, vanda allar ákvarðanir, eftirlit og eftirfylgni. Hann sagði ríkisstjórnina horfa til langs tíma þegar kemur að loftslagsmálum í anda langtímastefnumótunar. Er vonast til að ná 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 í takt við Evrópusambandið og kolefnishlutleysi árið 2040. Guðmundur sagði ríkisstjórnina hafa samþykkt að leggja tólf milljónir króna til að vinna loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun fyrir stjórnarráðið sjálft. Hluti fjármagnsins verður notaður í vinnu sérfræðings og hluti til beinan aðgerða til að draga úr og hefja kolefnisjöfnun á starfsemi stjórnarráðsins. Sagðist Guðmundur leggja þar áherslu vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur sem hefur beina tengingu við grænt hagkerfi og markmið í loftslagsmálum. Loftslagssjóður verður settur á laggirnar síðar á árinu í því skyni að styrkja nýsköpun og rannsóknir og er unnið að heildstæðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum í ráðuneytinu. Hann sagði að á næstu árum verði tæpum sjö milljörðum varið til loftslagsmála. Sagði Guðmundur úrgang vera fylgifisk neyslu þar sem skiptir máli að draga úr neyslu svo minnstur úrgangur falli til. Vill Guðmundur draga úr ofneyslu og sóun og nýta betur úrgang sem auðlind. Hann sagði mikilvægt að sporna gegn plastmengun og vonaðist til að óþarfa notkun plasts muni heyra brátt sögunni til. Náttúruvernd mun skipa stóran sess á þessu kjörtímabili að sögn Guðmundar en í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir að ráðist verð í átak í friðlýsingum og þjóðgarður stofnaður á miðhálendi Íslands. Hann sagði rannsóknir sýna að þjóðgarðar skili ekki bara miklum tekjum til þjóðarbúsins heldur einnig til hinna dreifðu byggða. Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra vonast til að tími mengandi stóriðju heyri brátt sagnfræði fortíðar. Þetta sagði Guðmundur í erindi sínu á ársfundi Umhverfisstofnunar þar sem hann sagði mikilvægt að læra af reynslu sem skapaðist af framkvæmd kísilversins United Silicon. Sagði hann almennt mikilvægt að stíga varlega til jarðar, vanda allar ákvarðanir, eftirlit og eftirfylgni. Hann sagði ríkisstjórnina horfa til langs tíma þegar kemur að loftslagsmálum í anda langtímastefnumótunar. Er vonast til að ná 40 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 í takt við Evrópusambandið og kolefnishlutleysi árið 2040. Guðmundur sagði ríkisstjórnina hafa samþykkt að leggja tólf milljónir króna til að vinna loftslagsstefnu og aðgerðaráætlun fyrir stjórnarráðið sjálft. Hluti fjármagnsins verður notaður í vinnu sérfræðings og hluti til beinan aðgerða til að draga úr og hefja kolefnisjöfnun á starfsemi stjórnarráðsins. Sagðist Guðmundur leggja þar áherslu vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur sem hefur beina tengingu við grænt hagkerfi og markmið í loftslagsmálum. Loftslagssjóður verður settur á laggirnar síðar á árinu í því skyni að styrkja nýsköpun og rannsóknir og er unnið að heildstæðri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum í ráðuneytinu. Hann sagði að á næstu árum verði tæpum sjö milljörðum varið til loftslagsmála. Sagði Guðmundur úrgang vera fylgifisk neyslu þar sem skiptir máli að draga úr neyslu svo minnstur úrgangur falli til. Vill Guðmundur draga úr ofneyslu og sóun og nýta betur úrgang sem auðlind. Hann sagði mikilvægt að sporna gegn plastmengun og vonaðist til að óþarfa notkun plasts muni heyra brátt sögunni til. Náttúruvernd mun skipa stóran sess á þessu kjörtímabili að sögn Guðmundar en í stjórnarsáttmálanum er gert ráð fyrir að ráðist verð í átak í friðlýsingum og þjóðgarður stofnaður á miðhálendi Íslands. Hann sagði rannsóknir sýna að þjóðgarðar skili ekki bara miklum tekjum til þjóðarbúsins heldur einnig til hinna dreifðu byggða.
Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira