Bransasögur í bíltúr með Gumma Ben og Jóa Berg á leið í leik gegn United Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. maí 2018 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson verður aðalviðtalsefnið í næsta þætti af Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 á mánudagskvöldum klukkan 20.05.Hér að ofan má sjá skemmtilegt efni úr heimsókn Guðmundar Benediktssonar til Jóhanns Bergs þar sem hann slæst í för með honum í heimaleik á móti Manchester United. Þetta er óséð efni sem verður ekki í þættinum. Gummi spurði íslenska landsliðsmanninum spjörunum úr á leiðinni í leikinn á móti Mourinho og lærisveinum hans þar sem Jóhann viðurkenndi meðal annars að hann ætlar sér stærri hluti. „Ég er að spila í skemmtilegustu deild í heimi og á þeim stað sem ég vildi komast á. En, auðvitað vill maður alltaf meira,“ segir Jóhann Berg. „Umboðsmaðurinn minn sagði alltaf við mig að ég þyrfti að taka tvö góð tímabil í B-deildinni og þá ætti ég séns á að komast í úrvalsdeildina. Það gekk eftir en það þýðir ekki að ég sé saddur. Maður vill alltaf meira.“ Jóhann segir Englandsmeistara Manchester City ekki bara besta liðið í ensku úrvalsdeildinni heldur besta lið sem að hann hefur spilað á móti. Hann segir svo skemmtilega sögu sem hann heyrði af Pep Guardiola. „Þeir eru með besta lið sem ég hef spilað á móti á ferlinum. Hvernig þeir spila boltanum og hvað það er aldrei stress á þeim. Það er eflaust unun að spila í svona liði,“ segir Jóhann Berg. „Ég heyrði sögu af Pep Guardiola þar sem að hann sagði við nýjan vinstri bakvörð að myndi hann spila einu sinni löngum bolta yrði hann tekinn út af. Ef þú ert að reyna að spila og gera mistök er það ekkert mál. Pep fyrirgefur það en vissulega er hann líka með bestu leikmenn deildarinnar,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson. Bíltúrinn má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar splæsir í tattú fyrir Gumma Ben Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar að borga fyrir húðflúr af íslenska skjaldarmerkinu á bakið á Guðmundi Benediktssyni ef Ísland vinnur Heimsmeistaramótið í Rússlandi. 23. apríl 2018 11:00 Emil reifst við forsetann fyrir framan alla: „Ég gat ekki setið á mér lengur“ Emil Hallfreðsson var kominn með nóg af hóteldvöl og sagði forsetanum til syndanna. 30. apríl 2018 12:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson verður aðalviðtalsefnið í næsta þætti af Fyrir Ísland sem er á dagskrá á Stöð 2 á mánudagskvöldum klukkan 20.05.Hér að ofan má sjá skemmtilegt efni úr heimsókn Guðmundar Benediktssonar til Jóhanns Bergs þar sem hann slæst í för með honum í heimaleik á móti Manchester United. Þetta er óséð efni sem verður ekki í þættinum. Gummi spurði íslenska landsliðsmanninum spjörunum úr á leiðinni í leikinn á móti Mourinho og lærisveinum hans þar sem Jóhann viðurkenndi meðal annars að hann ætlar sér stærri hluti. „Ég er að spila í skemmtilegustu deild í heimi og á þeim stað sem ég vildi komast á. En, auðvitað vill maður alltaf meira,“ segir Jóhann Berg. „Umboðsmaðurinn minn sagði alltaf við mig að ég þyrfti að taka tvö góð tímabil í B-deildinni og þá ætti ég séns á að komast í úrvalsdeildina. Það gekk eftir en það þýðir ekki að ég sé saddur. Maður vill alltaf meira.“ Jóhann segir Englandsmeistara Manchester City ekki bara besta liðið í ensku úrvalsdeildinni heldur besta lið sem að hann hefur spilað á móti. Hann segir svo skemmtilega sögu sem hann heyrði af Pep Guardiola. „Þeir eru með besta lið sem ég hef spilað á móti á ferlinum. Hvernig þeir spila boltanum og hvað það er aldrei stress á þeim. Það er eflaust unun að spila í svona liði,“ segir Jóhann Berg. „Ég heyrði sögu af Pep Guardiola þar sem að hann sagði við nýjan vinstri bakvörð að myndi hann spila einu sinni löngum bolta yrði hann tekinn út af. Ef þú ert að reyna að spila og gera mistök er það ekkert mál. Pep fyrirgefur það en vissulega er hann líka með bestu leikmenn deildarinnar,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson. Bíltúrinn má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar splæsir í tattú fyrir Gumma Ben Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar að borga fyrir húðflúr af íslenska skjaldarmerkinu á bakið á Guðmundi Benediktssyni ef Ísland vinnur Heimsmeistaramótið í Rússlandi. 23. apríl 2018 11:00 Emil reifst við forsetann fyrir framan alla: „Ég gat ekki setið á mér lengur“ Emil Hallfreðsson var kominn með nóg af hóteldvöl og sagði forsetanum til syndanna. 30. apríl 2018 12:00 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Aron Einar splæsir í tattú fyrir Gumma Ben Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar að borga fyrir húðflúr af íslenska skjaldarmerkinu á bakið á Guðmundi Benediktssyni ef Ísland vinnur Heimsmeistaramótið í Rússlandi. 23. apríl 2018 11:00
Emil reifst við forsetann fyrir framan alla: „Ég gat ekki setið á mér lengur“ Emil Hallfreðsson var kominn með nóg af hóteldvöl og sagði forsetanum til syndanna. 30. apríl 2018 12:00