Erlent

Íbúar flýja eldgos á Hawaii

Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Gos er hafið í eldfjallinu Kilauea.
Gos er hafið í eldfjallinu Kilauea. vÍSIR/ePA
Yfirvöld á Hawaii hafa lýst yfir neyðarástandi eftir að gos hófst í eldfjallinu Kilauea.  Fjallið er á stærstu eyju eyjaklasans og mikil íbúðabyggð er í nágrenninu. Að minnsta kosti sautjánhundruð manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Fólk á svæðinu segir mikla brennisteinslykt auk þess sem kjarreldar hafa kviknað þar sem glóandi hraunmolarnir sem fjallið þeytir upp í loft falla til jarðar.

Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparmiðstöð á svæðin en gosið kemur í kjölfar mikillar skjálftahrinu síðustu daga. Stærsti skjálftinn var um 5,0 að stærð. Búist er við að mun fleiri þurfi að yfirgefa heimili sín og hefur þjóðvarðliðið á Hawaii verið virkjað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×