Innlent

Skora á KSÍ að greiða ekki atkvæði með HM í Marokkó

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Guðni Bergsson er formaður KSÍ
Guðni Bergsson er formaður KSÍ Mynd/KSÍ/Hilmar Þór
Vinafélag Vestur-Sahara á Íslandi skorar á Knattspyrnusamband Íslands að greiða ekki atkvæði með því að HM í knattspyrnu fari fram í Marokkó árið 2026. Þetta kemur fram í áskorun sem félagið sendi á KSÍ og fjölmiðla. 

„Ljóst er að áhrifamikil öfl róa um þessar mundir öllum árum að því að keppnin 2026 varði haldin þar í landi og stjórnvöld í Rabat kosta miklu til í kosningabaráttunni. Vinafélagið minnir á að Marokkóstjórn réðst árið 1975 inn í grannríki sitt Vestur-Sahara og hefur haldið því hernumdu til þessa dags í trássi við alþjóðalög,“ segir meðal annars í áskoruninni.

KSÍ er eindregið hvatt til að veita ekki hernáminu óbeinan stuðning sinn með því að styðja umsókn Marokkó á komandi FIFA-þingi. Jafnframt minnir Vinafélagið á baráttu Saharwi-fólksins í Vestur-Sahara fyrir sjálfstæði og að sjálfsákvörðunarréttur þess verði virtur.


Tengdar fréttir

48 liða HM í Katar 2022?

Suður-ameríska knattspyrnusambandið sendi í vikunni fyrirspurn á FIFA um að taka upp 48 liða HM í Katar 2022 en áætlun FIFA um að stækka mótið átti að taka gildi síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×