Rannsóknarnefnd segir vafasamt að upphefja ofhleðslu báta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2018 06:00 Þa ðer ekki að sjá að þessir bátar á Húsavík sé ofhlaðnir. Vísir/getty Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál og virðist vera allt of algeng. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hvetur fjölmiðla, samfélagsmiðla og aðra til að hætta því að upphefja slíka háttsemi sem hetjudáð eða afrek. Þetta kemur fram í áliti nefndarinnar í kjölfar athugunar á atviki sem varðar bátinn Vin SH34. Í febrúar 2016 landaði báturinn, sem hafði verið á línu, í Grundarfirði átta tonnum af afla og var „birt opinber frétt um það sem ákveðið afrek“. Á fundi nefndarinnar fyrir tveimur árum var rætt um ofhleðslu báta og tekin ákvörðun um að taka málið til skoðunar þar sem stöðugleikagögn um bátinn bentu til að um mjög varhugaverða ofhleðslu hefði verið að ræða. Samkvæmt tölum um löndun fyrir bátinn þennan dag reyndust átta tonn af afla vera um borð, sex tonn í lest bátsins og tvö tonn á þilfari hans. Umframþungi reyndist vera tæp fjögur tonn miðað við skráningu. Báturinn hafði hins vegar verið lengdur árið 2010 án þess að Siglingastofnun hefði krafist nýrra stöðugleikaútreikninga. Ný hallaprófun leiddi í ljós að yfirhleðsla í þetta skipti var 5.490 kíló. „RNSA telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til að rannsaka þennan atburð sem „sjóatvik“ eins og þau eru skilgreind í lögum […] Háttsemin stofnaði í hættu öryggi skipsins og áhafnar,“ segir í skýrslunni. „Nefndin hvetur skipstjórnendur til að kynna sér burðargetu og stöðugleika báta sinna, virða það og tryggja öryggi skipa og áhafnar sinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Grundarfjörður Sjávarútvegur Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
Ofhleðsla báta er mjög alvarlegt mál og virðist vera allt of algeng. Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) hvetur fjölmiðla, samfélagsmiðla og aðra til að hætta því að upphefja slíka háttsemi sem hetjudáð eða afrek. Þetta kemur fram í áliti nefndarinnar í kjölfar athugunar á atviki sem varðar bátinn Vin SH34. Í febrúar 2016 landaði báturinn, sem hafði verið á línu, í Grundarfirði átta tonnum af afla og var „birt opinber frétt um það sem ákveðið afrek“. Á fundi nefndarinnar fyrir tveimur árum var rætt um ofhleðslu báta og tekin ákvörðun um að taka málið til skoðunar þar sem stöðugleikagögn um bátinn bentu til að um mjög varhugaverða ofhleðslu hefði verið að ræða. Samkvæmt tölum um löndun fyrir bátinn þennan dag reyndust átta tonn af afla vera um borð, sex tonn í lest bátsins og tvö tonn á þilfari hans. Umframþungi reyndist vera tæp fjögur tonn miðað við skráningu. Báturinn hafði hins vegar verið lengdur árið 2010 án þess að Siglingastofnun hefði krafist nýrra stöðugleikaútreikninga. Ný hallaprófun leiddi í ljós að yfirhleðsla í þetta skipti var 5.490 kíló. „RNSA telur að þó ekki hafi farið illa í þessu tilviki hafi verið fullt tilefni til að rannsaka þennan atburð sem „sjóatvik“ eins og þau eru skilgreind í lögum […] Háttsemin stofnaði í hættu öryggi skipsins og áhafnar,“ segir í skýrslunni. „Nefndin hvetur skipstjórnendur til að kynna sér burðargetu og stöðugleika báta sinna, virða það og tryggja öryggi skipa og áhafnar sinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Grundarfjörður Sjávarútvegur Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira