Milljarðar til vegaframkvæmda Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 4. maí 2018 07:00 Ríkisstjórnin vill hraða uppbyggingu í vegamálum til að tryggja umferðaröryggi vegfarenda og treysta fjölbreytt atvinnulíf um land allt. Ríkisstjórnin samþykkti því að fjórir milljarðar króna færu aukalega núna strax til brýnna vegaframkvæmda. Með auknu fjármagni er hægt að setja aukinn kraft í yfirlagnir á vegum, malbik, viðhald malarvega, styrkingar og ýmsar endurbætur. Með auknu fjármagni er hægt að flýta mikilvægum vegabótum um land allt sem ella hefðu þurft að bíða, t.d. á Grindavíkurvegi og Borgarfjarðarvegi. Með auknu fjármagni fær Vegagerðin svigrúm til að forgangsraða og ráðstafa því fjármagni sem er til reiðu og leggja áherslu á fjölda brýnna verkefna sem setið hafa á hakanum og eru tilbúin til framkvæmda strax. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Umtalsverða aukningu á fjármagni má sjá í fjármálaáætlun til næstu ára, eða 16,5 milljarða. Þá kallar síaukinn umferðarþungi á nýbyggingu og endurnýjun vega og nýjar leiðir í gjaldtöku á einstaka framkvæmdum. Margar brýnar framkvæmdir bíða og eru aðkallandi. Í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er unnið að því að skoða hvaða leiðir hægt sé að fara, t.d. með því að stofna félög um gerð einstakra mannvirkja og taka upp afnotagjöld. Sem dæmi má nefna leiðir á hringveginum þar sem ökumenn hafa þann valkost að aka aðrar leiðir og eru því ekki bundnir af því að greiða gjöldin. Valið stæði þá á milli nýju leiðarinnar og þeirrar gömlu. Í þeirri sviðsmynd má hugsa sér nýja brú yfir Ölfusá, nýjan veg um Mýrdal og göng í gegnum Reynisfjall, sem myndi færa umferð frá byggðinni í Vík, nýjan veg um Öxi og nýja leið um Sundabraut. Til vegaframkvæmda gætu því runnið allt að 150 milljarðar á næstu fimm til sex árum.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin vill hraða uppbyggingu í vegamálum til að tryggja umferðaröryggi vegfarenda og treysta fjölbreytt atvinnulíf um land allt. Ríkisstjórnin samþykkti því að fjórir milljarðar króna færu aukalega núna strax til brýnna vegaframkvæmda. Með auknu fjármagni er hægt að setja aukinn kraft í yfirlagnir á vegum, malbik, viðhald malarvega, styrkingar og ýmsar endurbætur. Með auknu fjármagni er hægt að flýta mikilvægum vegabótum um land allt sem ella hefðu þurft að bíða, t.d. á Grindavíkurvegi og Borgarfjarðarvegi. Með auknu fjármagni fær Vegagerðin svigrúm til að forgangsraða og ráðstafa því fjármagni sem er til reiðu og leggja áherslu á fjölda brýnna verkefna sem setið hafa á hakanum og eru tilbúin til framkvæmda strax. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Umtalsverða aukningu á fjármagni má sjá í fjármálaáætlun til næstu ára, eða 16,5 milljarða. Þá kallar síaukinn umferðarþungi á nýbyggingu og endurnýjun vega og nýjar leiðir í gjaldtöku á einstaka framkvæmdum. Margar brýnar framkvæmdir bíða og eru aðkallandi. Í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er unnið að því að skoða hvaða leiðir hægt sé að fara, t.d. með því að stofna félög um gerð einstakra mannvirkja og taka upp afnotagjöld. Sem dæmi má nefna leiðir á hringveginum þar sem ökumenn hafa þann valkost að aka aðrar leiðir og eru því ekki bundnir af því að greiða gjöldin. Valið stæði þá á milli nýju leiðarinnar og þeirrar gömlu. Í þeirri sviðsmynd má hugsa sér nýja brú yfir Ölfusá, nýjan veg um Mýrdal og göng í gegnum Reynisfjall, sem myndi færa umferð frá byggðinni í Vík, nýjan veg um Öxi og nýja leið um Sundabraut. Til vegaframkvæmda gætu því runnið allt að 150 milljarðar á næstu fimm til sex árum.Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar