Innlent

Fyrsti sjálfkeyrandi bíllinn á Íslandi

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Um áttatíu bílar sömu tegundar hafa verið framleiddir og er eftirspurnin mikil að sögn Peter en hver bíll kostar um 260 þúsund evrur, í framleiðslu, eða tæpar 32 milljónir króna.
Um áttatíu bílar sömu tegundar hafa verið framleiddir og er eftirspurnin mikil að sögn Peter en hver bíll kostar um 260 þúsund evrur, í framleiðslu, eða tæpar 32 milljónir króna.
Sjálfkeyrandi bíll var í fyrsta sinn á ferðinni á Íslandi í dag. Bíllinn tekur sex farþega í sæti en þarfnast ekki bílstjóra sem er jafnvel öruggara en þegar manneskja er undir stýri að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem á og rekur bílinn, sem var til sýnis á snjallborgarráðstefnunni í Hörpu í dag.

„Hann er ótrúlega öruggur. Hann hefur átta skynjara sem horfa allan hringinn og mæla allt innan 60 metra svo hann sér allt. Hann sér laufin á trjánum, hann sér steypuklumpa. Hann glápir ekki á símann, hann farðar sig ekki, hann borðar ekki morgunmat á meðan hann keyrir. Hann fylgist stöðugt með umferðinni,” segir Peter Sorgenfrei, framkvæmdastjóri Autonomous Mobility, en fyrirtækið á bílinn.

Um áttatíu bílar sömu tegundar hafa verið framleiddir og er eftirspurnin mikil að sögn Peter en hver bíll kostar um 260 þúsund evrur, í framleiðslu, eða tæpar 32 milljónir króna.

„En við seljum ekki borgum bílinn. Það sem mun gerast er að borgirnar munu kaupa rekstur þessara skutla og teymið okkar kemur og setur það upp,” segir Peter.

Bíllinn staldrar þó aðeins við í nokkra daga hér á landi en tíminn verður að leiða það í ljós, hvort og þá hvenær, almenningssamgöngur án bílstjóra verði að veruleika á Íslandi.

„Í framtíðinni verða engir bílstjórar,” segir Peter. „Maður stígur inn og á skjá inni í bílnum ýtir maður á hvert maður vill fara og þá fer hann þangað. Ef maður stendur úti á götu og bíður getur maður tekið upp símann, notað appið og þá kemur hann og sækir mann.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×