Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2018 14:06 Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa þverpólitíska sátt um að bæta kjör kvennastétta. Hún styðji ljósmæður í þeirra baráttu fyrir bættum kjörum til samræmis við aðrar sambærilega hópa háskólamenntaðra starfsmanna en til að svo megi verða þurfi að mynda samstöðu með verkalýðshreyfingunni og stjórnvöldum. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. Sagði hann ljósmæður ekki fjölmenna stétt en aðeins væru 280 félagar í Ljóðsmæðrafélagi Íslands. Að jafnaði útskrifuðust tíu ljósmæður á ári en að meðaltali skiluðu sér einungis fjórar af þeim sér til starfa á Landspítalanum aðrar færu í önnur störf eins og í heilsugæslunni á landsbyggðinni. „Meira en helmingur hópsins er yfir fimmtugt. Í slítandi vaktavinnu tekur starfið toll. Það staðfesta fjölmargar uppsagnir undanfarinna vikna sem ekki munu ganga til baka. Þess utan sýnir reynslan að allt að 20 prósent starfsmanna skilar sér ekki aftur til starfa eftir óróleika sem þennan á vinnustað,“ sagði Guðjón.Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.AlþingiLjósmæður væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,“ sagði Guðjón. Þess vegna hafi margar ljósmæður gripið til uppsagna nú en ekki boðað til verkfalls. Spurði Guðjón Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd um um hreina kvennastétt væri að ræða. „Að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis. Það er raunarlegt að horfa upp á þetta hróplega óréttlæti þegar horft er til samanburðarhópa úr háskólasamfélaginu,“ sagði Guðjón „Ég vil byrja á að taka fram að ég styð ljósmæður í baráttu sinni. Ljósmæður eru mikilvæg stétt sem hefur bætt við sig sérmenntun og reynslu sem þjóðfélagið þarf sannarlega á að halda. Það er ótækt að það hafi tekið svo langan tíma að semja við ljósmæður eins og raun ber vitni og áhyggjuefni að ljósmæður á Landspítala segi upp störfum,“ sagði Svandís. Svandís sagðist ekki hafa beinan aðgang að kjaraviðræðum ljósmæðra þar sem þær væru á könnu fjármálaráðherra en hún hefði engu að síður beitt sér fyrir lausn á deilunni. Á föstudag hafi hún beitt sér fyrir að samningar tækjust við sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu en þeir samningar heyrðu undir heilbrigðisráðuneytið. „Hvað kvennastéttir í heilbrigðisþjónustu varðar sérstaklega er ég algerlega sammála málshefjanda. Það er brýnt að bæta kjör kvennastétta og það er mér mikið gleðiefni hér er smátt og smátt að myndast þverpólitísk sátt um það. Ábyrgð stjórnvalda í þessum efnum er mikil. En fleira þarf að sjálfsögðu að koma til. Verkalýðshreyfingin þarf að leggjast á árar með okkur sem og atvinnulífið og skapa þarf sátt um leiðréttingu stórra kvennastétta sem halda upp íslensku samfélagi. Atgerfisflótti hefur verið viðvarandi vandamál í fjölmennum stéttum í heilbrigðiskerfinu, til dæmis og sérstaklega hjá hjúkrunarfræðingum. Og það er mikið áhyggjuefni að slíkur flótti sé einna helst vandamál þegar um er að ræða stórar kvennastéttir,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa þverpólitíska sátt um að bæta kjör kvennastétta. Hún styðji ljósmæður í þeirra baráttu fyrir bættum kjörum til samræmis við aðrar sambærilega hópa háskólamenntaðra starfsmanna en til að svo megi verða þurfi að mynda samstöðu með verkalýðshreyfingunni og stjórnvöldum. Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. Sagði hann ljósmæður ekki fjölmenna stétt en aðeins væru 280 félagar í Ljóðsmæðrafélagi Íslands. Að jafnaði útskrifuðust tíu ljósmæður á ári en að meðaltali skiluðu sér einungis fjórar af þeim sér til starfa á Landspítalanum aðrar færu í önnur störf eins og í heilsugæslunni á landsbyggðinni. „Meira en helmingur hópsins er yfir fimmtugt. Í slítandi vaktavinnu tekur starfið toll. Það staðfesta fjölmargar uppsagnir undanfarinna vikna sem ekki munu ganga til baka. Þess utan sýnir reynslan að allt að 20 prósent starfsmanna skilar sér ekki aftur til starfa eftir óróleika sem þennan á vinnustað,“ sagði Guðjón.Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar.AlþingiLjósmæður væru á þrískiptum vöktum og brotin væru á þeim lög um hvíldartíma. Tíu vikna kjaradeila þeirra fyrir þremur árum sæti enn í þeim. „Þær gera sér ljóst að verkfall er bitlaust verkfæri í þeirra höndum þar sem þeim er gert að tryggja neyðarmönnun,“ sagði Guðjón. Þess vegna hafi margar ljósmæður gripið til uppsagna nú en ekki boðað til verkfalls. Spurði Guðjón Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra hvort skýringanna á stöðu ljósmæðra væri ef til vill að leita í þeirri staðreynd um um hreina kvennastétt væri að ræða. „Að við séum enn að fá staðfest að sú mismunun sem við horfum upp á sé vegna kerfislægs kynjamisréttis. Það er raunarlegt að horfa upp á þetta hróplega óréttlæti þegar horft er til samanburðarhópa úr háskólasamfélaginu,“ sagði Guðjón „Ég vil byrja á að taka fram að ég styð ljósmæður í baráttu sinni. Ljósmæður eru mikilvæg stétt sem hefur bætt við sig sérmenntun og reynslu sem þjóðfélagið þarf sannarlega á að halda. Það er ótækt að það hafi tekið svo langan tíma að semja við ljósmæður eins og raun ber vitni og áhyggjuefni að ljósmæður á Landspítala segi upp störfum,“ sagði Svandís. Svandís sagðist ekki hafa beinan aðgang að kjaraviðræðum ljósmæðra þar sem þær væru á könnu fjármálaráðherra en hún hefði engu að síður beitt sér fyrir lausn á deilunni. Á föstudag hafi hún beitt sér fyrir að samningar tækjust við sjálfstætt starfandi ljósmæður í heimaþjónustu en þeir samningar heyrðu undir heilbrigðisráðuneytið. „Hvað kvennastéttir í heilbrigðisþjónustu varðar sérstaklega er ég algerlega sammála málshefjanda. Það er brýnt að bæta kjör kvennastétta og það er mér mikið gleðiefni hér er smátt og smátt að myndast þverpólitísk sátt um það. Ábyrgð stjórnvalda í þessum efnum er mikil. En fleira þarf að sjálfsögðu að koma til. Verkalýðshreyfingin þarf að leggjast á árar með okkur sem og atvinnulífið og skapa þarf sátt um leiðréttingu stórra kvennastétta sem halda upp íslensku samfélagi. Atgerfisflótti hefur verið viðvarandi vandamál í fjölmennum stéttum í heilbrigðiskerfinu, til dæmis og sérstaklega hjá hjúkrunarfræðingum. Og það er mikið áhyggjuefni að slíkur flótti sé einna helst vandamál þegar um er að ræða stórar kvennastéttir,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira