Ólafía opnar sig um síðustu vikur: „Vandamálið kom frá hausnum“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2018 08:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, hefur ekki byrjað tímabilið á LPGA mótaröðinni vel og aðeins náð í gegnum niðurskurðinn á tveimur af átta mótum á mótaröðinni. Hún opnaði sig um síðustu daga og vikur í Facebook færslu í gærkvöld. „Síðustu vikur hafa verið... já þær hafa svo sannarlega „verið"! Ég ætla ekki að segja góðar né slæmar, en eitthvað voru þær! Fullar af lærdómi, erfiðar, skref í rétta átt, finna sjálfa mig aftur og hvað ég stend fyrir,“ sagði Ólafía í færslu sinni. Hún talaði um að andlega hliðin hefði ekki verið nógu vel til staðar en væri komin á betri stað og að bæta sig. „Stundum var ég að leita á vitlausum stöðum t.d. tækni en vandamálið kom frá hausnum. Setja meiri pressu á sjálfa mig. Reyna að gera allt fullkomið. En núna er ég komin á betri stað. Ég er ekki fullkomin, en ég er að bæta mig.“ Næsta mót Ólafíu á mótaröðinni hefst í dag í Texas í Bandaríkjunum. Ólafía hefur verið í Texas við undirbúning og hún sagði meðal annars frá því á Twitter síðu sinni að hún hefði heimsótt heimavöll NFL liðisins Dallas Cowboys.Thank you @DallasCowboys and @TheStarInFrisco for showing us around your beautiful facility! You've got a new fan! pic.twitter.com/AiSUnaKYIj — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) May 3, 2018 Ólafía hefur leik í Texas í dag klukkan 12:11 að staðartíma, sem er 17:11 á íslenskum tíma. Sýnt verður frá mótinu á Golfstöðinni frá klukkan 14:30. Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017, hefur ekki byrjað tímabilið á LPGA mótaröðinni vel og aðeins náð í gegnum niðurskurðinn á tveimur af átta mótum á mótaröðinni. Hún opnaði sig um síðustu daga og vikur í Facebook færslu í gærkvöld. „Síðustu vikur hafa verið... já þær hafa svo sannarlega „verið"! Ég ætla ekki að segja góðar né slæmar, en eitthvað voru þær! Fullar af lærdómi, erfiðar, skref í rétta átt, finna sjálfa mig aftur og hvað ég stend fyrir,“ sagði Ólafía í færslu sinni. Hún talaði um að andlega hliðin hefði ekki verið nógu vel til staðar en væri komin á betri stað og að bæta sig. „Stundum var ég að leita á vitlausum stöðum t.d. tækni en vandamálið kom frá hausnum. Setja meiri pressu á sjálfa mig. Reyna að gera allt fullkomið. En núna er ég komin á betri stað. Ég er ekki fullkomin, en ég er að bæta mig.“ Næsta mót Ólafíu á mótaröðinni hefst í dag í Texas í Bandaríkjunum. Ólafía hefur verið í Texas við undirbúning og hún sagði meðal annars frá því á Twitter síðu sinni að hún hefði heimsótt heimavöll NFL liðisins Dallas Cowboys.Thank you @DallasCowboys and @TheStarInFrisco for showing us around your beautiful facility! You've got a new fan! pic.twitter.com/AiSUnaKYIj — Olafia Kristinsd. (@olafiakri) May 3, 2018 Ólafía hefur leik í Texas í dag klukkan 12:11 að staðartíma, sem er 17:11 á íslenskum tíma. Sýnt verður frá mótinu á Golfstöðinni frá klukkan 14:30.
Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira