Vendipunktur í verðbólguþróun Helgi Vífill skrifar 3. maí 2018 06:00 Olíuverð á erlendum mörkuðum hefur hækkað um 43% á einu ári. Vísir/epa Margt bendir til að vendipunktur verði í ár varðandi verðbólguþróun. Undanfarin ár hefur verðhjöðnun verið flutt inn hingað til lands en nú má leiða líkur að því að dragi úr þeim áhrifum. Verðbólga er farin að færast nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum og olíuverð hefur hækkað um rúmlega 40% á einu ári, mælt í dollurum. Þá er gengi krónu nú stöðugt en það styrktist verulega á undanförnum árum sem leiddi til hagstæðara innkaupsverðs. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur fjárfestingabankans Kviku. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að frá miðju ári 2014 hafi linnulaust innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Áhrifin hafi verið mismikil, en þau hafi náð hámarki fyrir ári. „Það hefur riðið baggamuninn að við höfum ekki misst verðbólguna upp fyrir markmið Seðlabankans, sem er 2,5%, á sama tíma og húsnæðismarkaðurinn hefur verið á siglingu.“ Olíuverð á erlendum mörkuðum hefur hækkað um 43% á einu ári. Financial Times segir að á árunum 2014-2016 hafi byggst upp olíubirgðir, sem nú hefur verið gengið á vegna aukinna umsvifa í alþjóðlega hagkerfinu og að OPEC-ríkin og Rússland hafi dregið úr olíuframleiðslu sinni. Að sögn Jóns Bjarka á aukin samkeppni á eldsneytismarkaði væntanlega mikinn þátt í því að fram til þessa hafi eldsneytisverð ekki hækkað jafn mikið og alþjóðleg þróun gefi til kynna. Hann bendir á að hækkanir á eldsneyti geti haft meiri áhrif á verðlag en sem nemi einvörðungu hækkun á eldsneytisverði. "Það sem mun halda aftur af hækkunum á húsnæðisverði eru takmarkanir á útlánavexti," Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku„Fyrst hækkar verð á eldsneytisdælunum, það hefur oft vegið um 5-6% í verðbólgumælingum. Því næst hækka liðir sem eru næmir fyrir breytingum á eldsneytisverði eins og flugfargjöld. Loks hækkar flutnings- og framleiðslukostnaður á mörgum vörum. Hækkanir á eldsneyti koma fram býsna víða þótt það taki nokkurn tíma að ná fram að ganga.“ „Það hefur verið mikil spenna í hagkerfinu,“ segir Kristrún, „sem hingað til hefur ekki endurspeglast í aukinni verðbólgu. Verðbólga hefur oft þótt góður hitamælir á hagkerfið en svo hefur ekki verið undanfarin ár vegna þess að styrking krónu, lág verðbólga erlendis og aukin samkeppni frá erlendum aðilum, s.s. Costco og H&M, hefur vegið á móti hækkandi húsnæðisverði. Það hefði í raun verið eðlilegra að hér hefði mælst fjögur prósent verðbólga miðað við spennuna sem fylgdi miklum hagvexti undangenginna ára. Undanfarin ár hefur fasteignaverð drifið áfram verðbólgu hérlendis. Sögulega hafa launahækkanir skilað sér út á fasteignamarkaðinn og sáum við skýr merki um það síðustu ár. Ef launaskrið heldur áfram að vera í kringum 7-8% gæti fasteignaverð allt eins haldið áfram að hækka um 8-10% á ári. Sérstaklega þar sem enn er skortur á húsnæði. Það sem mun halda aftur af hækkunum á húsnæðisverði eru takmarkanir á útlánavexti. Seðlabankinn vill koma í veg fyrir að vöxturinn verði hraður á ný, og vill halda eigin fé bankanna áfram háu meðal annars sem mótvægi við slíka þróun. Þá ætti að vera vilji meðal stóru viðskiptabankanna að draga úr einsleitni lánasafna sinna, sem hafa í miklum mæli einskorðast við fasteigna- og ferðaþjónustutengd lán. Báðir þættir geta haldið aftur af útlánavexti,“ segir Kristrún. Jón Bjarki segir að stóra spurningin um þróun verðlags á komandi fjórðungum verði sú hvort vegi þyngra, hækkun íbúðaverðs, sem farið er að hægjast á eða áhrif á innfluttri verðhjöðnun, sem sé að renna sitt skeið á enda og við taki hófleg hækkun þaðan. „Á næsta ári mun einnig koma í ljós með hvaða hætti kjarasamningar hafa áhrif á verðbólguþróun,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aukning sem „á sér ekki hliðstæðu“ Lítið má út af bregða til að afgangur af rekstri ríkissjóðs breytist í halla. Hagfræðingur Kviku segir að vegna minni aðhalds í ríkisfjármálum komi mögulega fram þensluáhrif á næsta ári. 11. apríl 2018 07:00 Hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Seðlabankinn búist við verðbólgu á bilinu tvö til tvö komma átta prósent á næstu misserum. Hann segir að engin ástæða sé til endurfjármögnunar verðtryggðra lána þótt verðbólgan sé komin upp að markmiði Seðlabankans. 8. febrúar 2018 10:00 Óbreyttir stýrivextir Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25 prósent. 14. mars 2018 08:57 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Margt bendir til að vendipunktur verði í ár varðandi verðbólguþróun. Undanfarin ár hefur verðhjöðnun verið flutt inn hingað til lands en nú má leiða líkur að því að dragi úr þeim áhrifum. Verðbólga er farin að færast nær eðlilegu horfi í viðskiptalöndunum og olíuverð hefur hækkað um rúmlega 40% á einu ári, mælt í dollurum. Þá er gengi krónu nú stöðugt en það styrktist verulega á undanförnum árum sem leiddi til hagstæðara innkaupsverðs. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur fjárfestingabankans Kviku. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að frá miðju ári 2014 hafi linnulaust innfluttar vörur dregið niður verðlag hérlendis. Áhrifin hafi verið mismikil, en þau hafi náð hámarki fyrir ári. „Það hefur riðið baggamuninn að við höfum ekki misst verðbólguna upp fyrir markmið Seðlabankans, sem er 2,5%, á sama tíma og húsnæðismarkaðurinn hefur verið á siglingu.“ Olíuverð á erlendum mörkuðum hefur hækkað um 43% á einu ári. Financial Times segir að á árunum 2014-2016 hafi byggst upp olíubirgðir, sem nú hefur verið gengið á vegna aukinna umsvifa í alþjóðlega hagkerfinu og að OPEC-ríkin og Rússland hafi dregið úr olíuframleiðslu sinni. Að sögn Jóns Bjarka á aukin samkeppni á eldsneytismarkaði væntanlega mikinn þátt í því að fram til þessa hafi eldsneytisverð ekki hækkað jafn mikið og alþjóðleg þróun gefi til kynna. Hann bendir á að hækkanir á eldsneyti geti haft meiri áhrif á verðlag en sem nemi einvörðungu hækkun á eldsneytisverði. "Það sem mun halda aftur af hækkunum á húsnæðisverði eru takmarkanir á útlánavexti," Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku„Fyrst hækkar verð á eldsneytisdælunum, það hefur oft vegið um 5-6% í verðbólgumælingum. Því næst hækka liðir sem eru næmir fyrir breytingum á eldsneytisverði eins og flugfargjöld. Loks hækkar flutnings- og framleiðslukostnaður á mörgum vörum. Hækkanir á eldsneyti koma fram býsna víða þótt það taki nokkurn tíma að ná fram að ganga.“ „Það hefur verið mikil spenna í hagkerfinu,“ segir Kristrún, „sem hingað til hefur ekki endurspeglast í aukinni verðbólgu. Verðbólga hefur oft þótt góður hitamælir á hagkerfið en svo hefur ekki verið undanfarin ár vegna þess að styrking krónu, lág verðbólga erlendis og aukin samkeppni frá erlendum aðilum, s.s. Costco og H&M, hefur vegið á móti hækkandi húsnæðisverði. Það hefði í raun verið eðlilegra að hér hefði mælst fjögur prósent verðbólga miðað við spennuna sem fylgdi miklum hagvexti undangenginna ára. Undanfarin ár hefur fasteignaverð drifið áfram verðbólgu hérlendis. Sögulega hafa launahækkanir skilað sér út á fasteignamarkaðinn og sáum við skýr merki um það síðustu ár. Ef launaskrið heldur áfram að vera í kringum 7-8% gæti fasteignaverð allt eins haldið áfram að hækka um 8-10% á ári. Sérstaklega þar sem enn er skortur á húsnæði. Það sem mun halda aftur af hækkunum á húsnæðisverði eru takmarkanir á útlánavexti. Seðlabankinn vill koma í veg fyrir að vöxturinn verði hraður á ný, og vill halda eigin fé bankanna áfram háu meðal annars sem mótvægi við slíka þróun. Þá ætti að vera vilji meðal stóru viðskiptabankanna að draga úr einsleitni lánasafna sinna, sem hafa í miklum mæli einskorðast við fasteigna- og ferðaþjónustutengd lán. Báðir þættir geta haldið aftur af útlánavexti,“ segir Kristrún. Jón Bjarki segir að stóra spurningin um þróun verðlags á komandi fjórðungum verði sú hvort vegi þyngra, hækkun íbúðaverðs, sem farið er að hægjast á eða áhrif á innfluttri verðhjöðnun, sem sé að renna sitt skeið á enda og við taki hófleg hækkun þaðan. „Á næsta ári mun einnig koma í ljós með hvaða hætti kjarasamningar hafa áhrif á verðbólguþróun,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Aukning sem „á sér ekki hliðstæðu“ Lítið má út af bregða til að afgangur af rekstri ríkissjóðs breytist í halla. Hagfræðingur Kviku segir að vegna minni aðhalds í ríkisfjármálum komi mögulega fram þensluáhrif á næsta ári. 11. apríl 2018 07:00 Hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Seðlabankinn búist við verðbólgu á bilinu tvö til tvö komma átta prósent á næstu misserum. Hann segir að engin ástæða sé til endurfjármögnunar verðtryggðra lána þótt verðbólgan sé komin upp að markmiði Seðlabankans. 8. febrúar 2018 10:00 Óbreyttir stýrivextir Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25 prósent. 14. mars 2018 08:57 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Aukning sem „á sér ekki hliðstæðu“ Lítið má út af bregða til að afgangur af rekstri ríkissjóðs breytist í halla. Hagfræðingur Kviku segir að vegna minni aðhalds í ríkisfjármálum komi mögulega fram þensluáhrif á næsta ári. 11. apríl 2018 07:00
Hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Seðlabankinn búist við verðbólgu á bilinu tvö til tvö komma átta prósent á næstu misserum. Hann segir að engin ástæða sé til endurfjármögnunar verðtryggðra lána þótt verðbólgan sé komin upp að markmiði Seðlabankans. 8. febrúar 2018 10:00
Óbreyttir stýrivextir Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25 prósent. 14. mars 2018 08:57