Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier gerir stóran samning við Facebook Hörður Ægisson skrifar 3. maí 2018 06:00 Tækni fyrirtækisins gera tölvum kleift að leita í myndefni. Videntifier Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier hefur gert stóran samning við Facebook sem felst í því að Facebook kaupir afnot af hugbúnaði og tækni sem fyrirtækið hefur þróað undanfarinn áratug. Fram kemur í tilkynningu að samningurinn marki tímamót í sögu Videntifier vegna umtalsverðra tekna sem honum fylgja og eins þeirrar viðurkenningar að stærsti samfélagsmiðill heims hyggist nýta sér tækni fyrirtækisins. Videntifier var stofnað 2008 til að hagnýta byltingarkennda tækni sem þróuð var í Háskólanum í Reykjavík. Með tækninni geta tölvur borið kennsl á flókið myndefni, bæði kyrrmyndir og kvikmyndir, óháð framsetningu og breytingum. Tæknin var þróuð af lykilstofnendum fyrirtækisins, Herwig Lejsek og Friðriki Ásmundssyni, í samstarfi við Björn Þór Jónsson, dósent við HR, og fleiri.Ari Kristinn Jónsson, stjórnarformaður Videntifier.„Þessi samningur er mikil viðurkenning á þeirri tækni sem við höfum verið að þróa síðustu 10 ár,“ segir Herwig Lejsek, framkvæmdastjóri Videntifier. HR var einn af stofnaðilum Videntifier og hefur Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, verið stjórnarformaður fyrirtækisins frá stofnun. Hann segir þennan áfanga „gott dæmi um hversu mikil tækifæri og verðmæti er hægt að skapa á grunni hugvits hér á Íslandi, en það mun skipta Ísland öllu til framtíðar að hafa mannauð og umhverfi sem skila svona áföngum miklu oftar.“ Interpol er stærsti viðskiptavinur Videntifier og flestir viðskiptavinir eru stofnanir sem sinna löggæslu- og eftirlitsstörfum. Hjá þessum aðilum er tæknin notuð til að bera kennsl á ólöglegt myndefni. Tekjur Videntifier námu 148 milljónum króna á árinu 2016 og jukust þá um 60 prósent frá fyrra ári. Rekstrartap félagsins var tæplega tvær milljónir. Stærsti hluthafi Videntifier í árslok 2016 var Ingi Guðjónsson, fjárfestir og einn eigenda Lyfju, en aðrir helstu hluthafar eru Herwig, Friðrik og HR. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Videntifier hefur gert stóran samning við Facebook sem felst í því að Facebook kaupir afnot af hugbúnaði og tækni sem fyrirtækið hefur þróað undanfarinn áratug. Fram kemur í tilkynningu að samningurinn marki tímamót í sögu Videntifier vegna umtalsverðra tekna sem honum fylgja og eins þeirrar viðurkenningar að stærsti samfélagsmiðill heims hyggist nýta sér tækni fyrirtækisins. Videntifier var stofnað 2008 til að hagnýta byltingarkennda tækni sem þróuð var í Háskólanum í Reykjavík. Með tækninni geta tölvur borið kennsl á flókið myndefni, bæði kyrrmyndir og kvikmyndir, óháð framsetningu og breytingum. Tæknin var þróuð af lykilstofnendum fyrirtækisins, Herwig Lejsek og Friðriki Ásmundssyni, í samstarfi við Björn Þór Jónsson, dósent við HR, og fleiri.Ari Kristinn Jónsson, stjórnarformaður Videntifier.„Þessi samningur er mikil viðurkenning á þeirri tækni sem við höfum verið að þróa síðustu 10 ár,“ segir Herwig Lejsek, framkvæmdastjóri Videntifier. HR var einn af stofnaðilum Videntifier og hefur Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, verið stjórnarformaður fyrirtækisins frá stofnun. Hann segir þennan áfanga „gott dæmi um hversu mikil tækifæri og verðmæti er hægt að skapa á grunni hugvits hér á Íslandi, en það mun skipta Ísland öllu til framtíðar að hafa mannauð og umhverfi sem skila svona áföngum miklu oftar.“ Interpol er stærsti viðskiptavinur Videntifier og flestir viðskiptavinir eru stofnanir sem sinna löggæslu- og eftirlitsstörfum. Hjá þessum aðilum er tæknin notuð til að bera kennsl á ólöglegt myndefni. Tekjur Videntifier námu 148 milljónum króna á árinu 2016 og jukust þá um 60 prósent frá fyrra ári. Rekstrartap félagsins var tæplega tvær milljónir. Stærsti hluthafi Videntifier í árslok 2016 var Ingi Guðjónsson, fjárfestir og einn eigenda Lyfju, en aðrir helstu hluthafar eru Herwig, Friðrik og HR.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira