Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sprungin vegna íbúafjölgunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. maí 2018 19:30 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja heldur ekki í við mikla fólksfjölgun á svæðinu að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Forstjóri segir húsnæðið vera sprungið og að biðlistar eftir þjónustu séu of langir vegna manneklu. Íbúum hefur fjölgað látlaust á Suðurnesjum á síðustu árum. Í fyrra fjölgaði þeim um 7,4 prósent en til samanburðar var fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu um 2,6 prósent. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir þetta reyna á innviði og telur leggja þurfi aukna áherslu á stofnanir ríkisins á svæðinu; líkt og lögreglu og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Ríkisstofnanir eru ekki kannski að fá nægilega miklar fjárveitingar til að halda í við þennan gríðarlega fjölda sem hefur bæst við hjá okkur," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Heilbrigðisstofnunin hafi orðið verst úti. „Það vantar fleira fólk þangað, það vantar fjárveitingar og fleiri lækna. Fleira fólk til starfa," segir Kjartan.Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja tekur undir þetta og segir þjónustuþörfina hvergi hafa aukist meira. „Það eru fjölmargar einingar hér sem hafa sprengt af sér húsnæðið. Get nefnt eins og slysa- og bráðadeildina og heilsugæsluna í heild sinni líka. Það er þröngt um mjög marga og ekki möguleiki lengur að bæta við," segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stofnunin þurfi aukið fjármagn til að stækka húsnæðið og ráða starfsfólk. Ráðningar strandi þó ekki einungis á fjármagni þar fólk hefur ekki fengist til starfa. Til stóð að halda úti fæðingarþjónustu í sumar en enginn fékkst í afleysingarstörf. Halldór segir ástandið hafa leitt til biðlista og að fólk sé jafnvel farið að leita út fyrir sveitarfélagið í læknisþjónustu. „Sérstaklega í heilsugæslu eru langir biðlistar. Það er hvorki næg aðstaða né nægur mannafli til þess að geta afgreitt þessa þjónustu nógu hratt," segir Halldór. Heilbrigðismál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja heldur ekki í við mikla fólksfjölgun á svæðinu að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Forstjóri segir húsnæðið vera sprungið og að biðlistar eftir þjónustu séu of langir vegna manneklu. Íbúum hefur fjölgað látlaust á Suðurnesjum á síðustu árum. Í fyrra fjölgaði þeim um 7,4 prósent en til samanburðar var fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu um 2,6 prósent. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir þetta reyna á innviði og telur leggja þurfi aukna áherslu á stofnanir ríkisins á svæðinu; líkt og lögreglu og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Ríkisstofnanir eru ekki kannski að fá nægilega miklar fjárveitingar til að halda í við þennan gríðarlega fjölda sem hefur bæst við hjá okkur," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Heilbrigðisstofnunin hafi orðið verst úti. „Það vantar fleira fólk þangað, það vantar fjárveitingar og fleiri lækna. Fleira fólk til starfa," segir Kjartan.Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja tekur undir þetta og segir þjónustuþörfina hvergi hafa aukist meira. „Það eru fjölmargar einingar hér sem hafa sprengt af sér húsnæðið. Get nefnt eins og slysa- og bráðadeildina og heilsugæsluna í heild sinni líka. Það er þröngt um mjög marga og ekki möguleiki lengur að bæta við," segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stofnunin þurfi aukið fjármagn til að stækka húsnæðið og ráða starfsfólk. Ráðningar strandi þó ekki einungis á fjármagni þar fólk hefur ekki fengist til starfa. Til stóð að halda úti fæðingarþjónustu í sumar en enginn fékkst í afleysingarstörf. Halldór segir ástandið hafa leitt til biðlista og að fólk sé jafnvel farið að leita út fyrir sveitarfélagið í læknisþjónustu. „Sérstaklega í heilsugæslu eru langir biðlistar. Það er hvorki næg aðstaða né nægur mannafli til þess að geta afgreitt þessa þjónustu nógu hratt," segir Halldór.
Heilbrigðismál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira