Þátttaka í nafnakosningu vonbrigði en fyrirsjáanleg 19. maí 2018 09:00 Af 500 greiddum atkvæðum voru 224 seðlar auðir, tæp 45 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tæplega helmingur þeirra sem greiddu atkvæði í seinni umferð atkvæðagreiðslu um nafn á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Garðs völdu þann kost að skila auðu. Tilkynnt var um úrslitin í gær. Í seinni umferðinni var valið á milli þeirra tveggja tillagna sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð kosningarinnar en það voru nöfnin Heiðarbyggð og Suðurbyggð. Þar að auki var gefinn sá valmöguleiki að skila auðu. Af 500 greiddum atkvæðum voru 224 seðlar auðir eða tæp 45 prósent, Heiðarbyggð hlaut 176 atkvæði eða rúm 35 prósent og Suðurbyggð hlaut 100 atkvæði eða 20 prósent. Þátttaka í seinni umferð atkvæðagreiðslunnar var tæp 19 prósent sem er örlítið minni þátttaka en í fyrri umferðinni. „Þátttakan er vonbrigði og engin skýr niðurstaða í málinu. Það bíður því nýrrar sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags að ákveða framhaldið“ segir Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Hann segist aðspurður telja að þessi niðurstaða endurspegli þær umræður sem verið hafa í báðum sveitarfélögunum en borið hefur á nokkurri óánægju með þá valmöguleika sem í boði voru. „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart og er í samræmi við umræðuna í báðum byggðarkjörnum“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Hún segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslunni vonbrigði og hafði vonast til að með því að gefa fólki kost á því að skila auðu tækist að auka þátttökuna. Varðandi framhald málsins segir Hólmfríður það auðvitað verkefni nýrrar sveitarstjórnar að ákveða en það sé sín skoðun að í ljósi dræmrar þátttöku sé eðlilegast að taka málið til endurskoðunar. „Fólk er augljóslega að kalla eftir öðrum nöfnum en þeim sem í boði voru og því einsýnt að ný sveitarstjórn hugsi málið upp á nýtt“. Sameining sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar var samþykkt í íbúakosningu í nóvember síðastliðnum og verður kosið í nýja sveitarstjórn í kosningunum 26. maí. Í hinni nýju sveitarstjórn verða níu fulltrúar en voru áður sjö í hvoru sveitarfélagi. Íbúafjöldi í hinu sameinaða sveitarfélagi var 3.348 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Forseti bæjarstjórnar Sandgerðis fagnar sameiningunni Sveitarfélögin Garður og Sandgerði verða sameinuð og tekur hið sameinaða sveitarfélag til starfa í maí á næsta ári. 12. nóvember 2017 11:30 Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs á laugardag Síðustu vikur hefur sérstök samstarfsnefnd staðið fyrir kynningu á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. 9. nóvember 2017 11:20 Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tæplega helmingur þeirra sem greiddu atkvæði í seinni umferð atkvæðagreiðslu um nafn á sameinað sveitarfélag Sandgerðisbæjar og Garðs völdu þann kost að skila auðu. Tilkynnt var um úrslitin í gær. Í seinni umferðinni var valið á milli þeirra tveggja tillagna sem flest atkvæði hlutu í fyrri umferð kosningarinnar en það voru nöfnin Heiðarbyggð og Suðurbyggð. Þar að auki var gefinn sá valmöguleiki að skila auðu. Af 500 greiddum atkvæðum voru 224 seðlar auðir eða tæp 45 prósent, Heiðarbyggð hlaut 176 atkvæði eða rúm 35 prósent og Suðurbyggð hlaut 100 atkvæði eða 20 prósent. Þátttaka í seinni umferð atkvæðagreiðslunnar var tæp 19 prósent sem er örlítið minni þátttaka en í fyrri umferðinni. „Þátttakan er vonbrigði og engin skýr niðurstaða í málinu. Það bíður því nýrrar sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags að ákveða framhaldið“ segir Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Hann segist aðspurður telja að þessi niðurstaða endurspegli þær umræður sem verið hafa í báðum sveitarfélögunum en borið hefur á nokkurri óánægju með þá valmöguleika sem í boði voru. „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart og er í samræmi við umræðuna í báðum byggðarkjörnum“ segir Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Hún segir dræma þátttöku í atkvæðagreiðslunni vonbrigði og hafði vonast til að með því að gefa fólki kost á því að skila auðu tækist að auka þátttökuna. Varðandi framhald málsins segir Hólmfríður það auðvitað verkefni nýrrar sveitarstjórnar að ákveða en það sé sín skoðun að í ljósi dræmrar þátttöku sé eðlilegast að taka málið til endurskoðunar. „Fólk er augljóslega að kalla eftir öðrum nöfnum en þeim sem í boði voru og því einsýnt að ný sveitarstjórn hugsi málið upp á nýtt“. Sameining sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar var samþykkt í íbúakosningu í nóvember síðastliðnum og verður kosið í nýja sveitarstjórn í kosningunum 26. maí. Í hinni nýju sveitarstjórn verða níu fulltrúar en voru áður sjö í hvoru sveitarfélagi. Íbúafjöldi í hinu sameinaða sveitarfélagi var 3.348 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Forseti bæjarstjórnar Sandgerðis fagnar sameiningunni Sveitarfélögin Garður og Sandgerði verða sameinuð og tekur hið sameinaða sveitarfélag til starfa í maí á næsta ári. 12. nóvember 2017 11:30 Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs á laugardag Síðustu vikur hefur sérstök samstarfsnefnd staðið fyrir kynningu á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. 9. nóvember 2017 11:20 Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar Sandgerðis fagnar sameiningunni Sveitarfélögin Garður og Sandgerði verða sameinuð og tekur hið sameinaða sveitarfélag til starfa í maí á næsta ári. 12. nóvember 2017 11:30
Kosið um sameiningu Sandgerðis og Garðs á laugardag Síðustu vikur hefur sérstök samstarfsnefnd staðið fyrir kynningu á tillögu um sameiningu sveitarfélaganna. 9. nóvember 2017 11:20
Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30