Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2018 20:00 Rúmlega þrjú þúsund manns hafa nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, töluvert fleiri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag.Bergþóra Sigmundsdóttir.Mynd/Stöð 2Fjölmargir nýta sér að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi. Víða munar kannski örfáum atkvæðum á því hvaða framboð nær inn manni eða ekki. Utankjörfundaratkvæðin eru yfirleitt talin síðast og geta skipt miklu máli. Bergþóra Sigmundsdóttir sviðsstjóri þinglýsinga og leyfasviðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir töluvert fleiri hafa greitt atkvæði utankjörfundar hjá embættinu nú en í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014. „Það er svona rúmlega þrjú þúsund manns sem hafa komið núna. Ef við miðum við 2014 þá er þetta einum þriðja meira,“ segir Bergþóra. Það þurfi ekki að þýða meiri áhuga á kosningunum nú þar sem kjósendum hafi líka fjölgað síðast liðin fjögur ár. Eldra fólk kýs frekar utankjörfundar en yngra fólkið. En fólk með kosningarétt víðs vegar á landinu kýs í Smáralind. „Á þriðjudagsmorguninn förum við með það sem komið hefur nú um helgina og sendum það í sérstökum pósti til viðkomandi sveitarfélags eða yfirkjörstjórna. Ég held að það sé dálítið erfitt eftir það að taka einhverja ábyrgð á að senda atkvæði eftir þann tíma,“ segir Bergþóra. Þannig að eftir mánudaginn og fram á kjördag þurfa kjósendur sjálfir að bera ábyrgð á að koma atkvæði sínu á réttan stað. „Það eru líka margir sem hafa aðstöðu til þess því fólk þarf ekki að koma sjálft með atkvæðið. Það getur einhver tekið það fyrir það. þannig að það er alveg möguleiki. Við erum með opið fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins til klukkan fimm á kjördag,“ segir Bergþóra.Hallgrímur Helgason, rithöfundur.Mynd/Stöð 2Hallgrímur Helgason rithöfundur var einn af þeim sem kaus utankjörfundar í dag.Verður þú ekki heima á kjördag?„Nei ég er að fara til útlanda á morgun. Til Ameríku.“Þægilegt að geta gert þetta?„Já en það er bara verst að ég treysti ekki þessum sýslumanni sem sér um þessa kosningu. Ég hef aldrei upplifað áður svona vantraust á kosningakerfinu á Íslandi og mér finnst það hræðilegt,“ segir Hallgrímur. María Hrönn Gunnarsdóttir verður heldur ekki heima á kjördag. „Ég ætla að bregða mér af bæ á kjördag.“Ertu með atkvæðarétt í Reykjavík eða úti á landi?„Ég er í Reykjavík og ætla að vera að hjóla í Portúgal á kjördag,“ segir María Hrönn sem greinilega hlakkaði til að komast úr rigningunni á Íslandi í sólina í Portúgal. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund manns hafa nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, töluvert fleiri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag.Bergþóra Sigmundsdóttir.Mynd/Stöð 2Fjölmargir nýta sér að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralind í Kópavogi. Víða munar kannski örfáum atkvæðum á því hvaða framboð nær inn manni eða ekki. Utankjörfundaratkvæðin eru yfirleitt talin síðast og geta skipt miklu máli. Bergþóra Sigmundsdóttir sviðsstjóri þinglýsinga og leyfasviðs Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir töluvert fleiri hafa greitt atkvæði utankjörfundar hjá embættinu nú en í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014. „Það er svona rúmlega þrjú þúsund manns sem hafa komið núna. Ef við miðum við 2014 þá er þetta einum þriðja meira,“ segir Bergþóra. Það þurfi ekki að þýða meiri áhuga á kosningunum nú þar sem kjósendum hafi líka fjölgað síðast liðin fjögur ár. Eldra fólk kýs frekar utankjörfundar en yngra fólkið. En fólk með kosningarétt víðs vegar á landinu kýs í Smáralind. „Á þriðjudagsmorguninn förum við með það sem komið hefur nú um helgina og sendum það í sérstökum pósti til viðkomandi sveitarfélags eða yfirkjörstjórna. Ég held að það sé dálítið erfitt eftir það að taka einhverja ábyrgð á að senda atkvæði eftir þann tíma,“ segir Bergþóra. Þannig að eftir mánudaginn og fram á kjördag þurfa kjósendur sjálfir að bera ábyrgð á að koma atkvæði sínu á réttan stað. „Það eru líka margir sem hafa aðstöðu til þess því fólk þarf ekki að koma sjálft með atkvæðið. Það getur einhver tekið það fyrir það. þannig að það er alveg möguleiki. Við erum með opið fyrir fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins til klukkan fimm á kjördag,“ segir Bergþóra.Hallgrímur Helgason, rithöfundur.Mynd/Stöð 2Hallgrímur Helgason rithöfundur var einn af þeim sem kaus utankjörfundar í dag.Verður þú ekki heima á kjördag?„Nei ég er að fara til útlanda á morgun. Til Ameríku.“Þægilegt að geta gert þetta?„Já en það er bara verst að ég treysti ekki þessum sýslumanni sem sér um þessa kosningu. Ég hef aldrei upplifað áður svona vantraust á kosningakerfinu á Íslandi og mér finnst það hræðilegt,“ segir Hallgrímur. María Hrönn Gunnarsdóttir verður heldur ekki heima á kjördag. „Ég ætla að bregða mér af bæ á kjördag.“Ertu með atkvæðarétt í Reykjavík eða úti á landi?„Ég er í Reykjavík og ætla að vera að hjóla í Portúgal á kjördag,“ segir María Hrönn sem greinilega hlakkaði til að komast úr rigningunni á Íslandi í sólina í Portúgal.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29 Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun. 17. maí 2018 07:29
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45
Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00