Innlent

Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nabakowski-bræðurnir í héraðsdómi.
Nabakowski-bræðurnir í héraðsdómi. Vísir
Landsréttur hefur staðfest og þyngt dóm yfir Marcin Nabakowski fyrir að hafa skotið úr haglabyssu fyrir utan verslun í Breiðholti í ágúst 2016. Marcin fékk 31 mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra en Landsréttur hefur þyngt dóminn um fimm mánuði og í 36 mánuði.

Bróðir Marcin, Rafal Nabakowski, hlaut 32 mánaða dóm í fyrra. Landsréttur mildaði dóminn í 30 mánuði í dag. Gæsluvarðhald yfir bræðrunum, 38 dagar í tilfelli Marcin og tæplega 100 daga í tilfelli Rafals, dregst frá dómnum.

Mennirnir tveir voru báðir sakfelldir fyrir hættubrot með því að hafa stefnt lífi og heilsu tiltekinna aðila auk óþekktra vegfarenda í hættu með því að skjóta úr byssunni. Marcin var sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps.

Þá voru þeir báðir sakfelldir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og sitt hvort umferðarlagabrotið.

Dóm Landsréttar má lesa hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×