Erlent

Margir taldir af eftir skotárás í skóla í Bandaríkjunum

Birgir Olgeirsson skrifar
Einn er í haldi eftir árásina.
Einn er í haldi eftir árásina. Vísir/Getty
Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás í framhaldsskóla í Texas í Bandaríkjunum í dag.

Einn var handtekinn og er annar í haldi  árásina í borginni Santa Fe sem er um 65 kílómetrum suður af Houston.

Skólayfirvöld í Santa Fe að margir hafi særst í árásinni sem átti sér stað við upphaf skóladags.

Greint er frá því á vef bandarísku fréttastofunnar CNN að margir hafi látið lífið í þessari áras, en talið er að tala látinna sé á milli átta og tíu.

Í febrúar síðastliðnum voru sautján myrtir í árás í Marjory Stoneman Douglas framhaldsskólanum í Parkland í Flórída-ríki.

CNN segir þetta vera þriðju skotárásina í skóla í Bandaríkjunum á síðastliðnum sjö dögum en alls hafa verið 22 slíkar árásir það sem af er ári í landinu.

Eitt vitni sagðist hafa séð vopnaða manneskju ganga inn í listnámstíma og hafið skotárás með skotvopni sem líktist haglabyssu.

Um það bil þrettán þúsund manns búa í Santa Fe og eru um 1.400 nemendur við framhaldsskólann.

Fréttin hefur verið uppfærð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×