Viðbrögð Ísraela við mótmælum sögð í engu samræmi við tilefnið Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2018 12:24 Palestínumaður notar handslöngvu til að varpa steini að ísraelskum hermönnum. Hermennirnir skutu tugi mótmælendanna til bana. Vísir/AFP Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að viðbrögð Ísraela við mótmælum við landamæri þar sem hundrað Palestínumenn hafa verið drepnir hafi ekki verið í neinu samræmi við tilefnið. Íbúar Gasastrandarinnar séu í reynd „fangelsaðir í eitruðu hreysi“. Sextíu Palestínumenn voru skotnir til bana í mótmælum við landamæragirðingu á mánudag þegar ísraelsk og bandarísk stjórnvöld fögnuðu því að bandaríska sendiráðið hefði verið flutt til Jerúsalem. Þetta var mesta mannfall á einum degi á Gasaströndinni frá því í stríði Ísraelshers og herskárra Palestínumanna árið 2014. Tugir til viðbótar hafa verið drepnir í mótmælum sem hafa geisað á Gasa síðustu sjö vikurnar í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis og Palestínumenn voru hraktir af landsvæðum sínum. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) íhuga nú að hefja óháða rannsókn á drápunum. Ísraelsk stjórnvöld fullyrða að Hamas-samtökin hafi vísvitandi stefnt fólki í hættu með mótmælunum.Zeid Raad al-Hussein líkti Gasaströndinni við eitrað búr. Krafðist hann þess að Ísraelar hættu hernámi sínu þar.Vísir/AFPGæti talist brot á GenfarsáttmálanumAð sögn breska ríkisútvarpsins BBC krafðist Zeid Raad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ, þess á neyðarfundi um ástandið í Gasa í Genf í dag að Ísraelar byndu enda á hernám sitt á svæðinu. Sá mikli munur sem væri á mannskaða á milli fylkinganna sýndi að viðbrögð Ísraela hefðu verið úr öllu samræmi við tilefnið. Þannig hafi ísraelskur hermaður særst lítillega þegar hann varð fyrir steini í mótmælunum á mánudag. Ísraelskir hermenn hefðu aftur á móti drepið 43 Palestínumenn á mótmælastaðnum og sautján til viðbótar utan þeirra. Fáar vísbendingar væru um að Ísraelar hafi reynt að takmarka mannfall. Aðgerðir Ísraela gætu talið „viljandi dráp“ sem væri þá alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum sem á að tryggja réttindi fólks á hernumdum svæðum. Aviva Raz Schechter, sendirherra Ísraels, hafnaði því algerlega og staðhæfði að Ísraelar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að forðast að særa óbreytta borgara. Sakaði hún mannréttindaráð SÞ um að þjást af „verstu gerð af andísraelskri þráhyggju“. Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. 16. maí 2018 08:02 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að viðbrögð Ísraela við mótmælum við landamæri þar sem hundrað Palestínumenn hafa verið drepnir hafi ekki verið í neinu samræmi við tilefnið. Íbúar Gasastrandarinnar séu í reynd „fangelsaðir í eitruðu hreysi“. Sextíu Palestínumenn voru skotnir til bana í mótmælum við landamæragirðingu á mánudag þegar ísraelsk og bandarísk stjórnvöld fögnuðu því að bandaríska sendiráðið hefði verið flutt til Jerúsalem. Þetta var mesta mannfall á einum degi á Gasaströndinni frá því í stríði Ísraelshers og herskárra Palestínumanna árið 2014. Tugir til viðbótar hafa verið drepnir í mótmælum sem hafa geisað á Gasa síðustu sjö vikurnar í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis og Palestínumenn voru hraktir af landsvæðum sínum. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) íhuga nú að hefja óháða rannsókn á drápunum. Ísraelsk stjórnvöld fullyrða að Hamas-samtökin hafi vísvitandi stefnt fólki í hættu með mótmælunum.Zeid Raad al-Hussein líkti Gasaströndinni við eitrað búr. Krafðist hann þess að Ísraelar hættu hernámi sínu þar.Vísir/AFPGæti talist brot á GenfarsáttmálanumAð sögn breska ríkisútvarpsins BBC krafðist Zeid Raad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ, þess á neyðarfundi um ástandið í Gasa í Genf í dag að Ísraelar byndu enda á hernám sitt á svæðinu. Sá mikli munur sem væri á mannskaða á milli fylkinganna sýndi að viðbrögð Ísraela hefðu verið úr öllu samræmi við tilefnið. Þannig hafi ísraelskur hermaður særst lítillega þegar hann varð fyrir steini í mótmælunum á mánudag. Ísraelskir hermenn hefðu aftur á móti drepið 43 Palestínumenn á mótmælastaðnum og sautján til viðbótar utan þeirra. Fáar vísbendingar væru um að Ísraelar hafi reynt að takmarka mannfall. Aðgerðir Ísraela gætu talið „viljandi dráp“ sem væri þá alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum sem á að tryggja réttindi fólks á hernumdum svæðum. Aviva Raz Schechter, sendirherra Ísraels, hafnaði því algerlega og staðhæfði að Ísraelar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að forðast að særa óbreytta borgara. Sakaði hún mannréttindaráð SÞ um að þjást af „verstu gerð af andísraelskri þráhyggju“.
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. 16. maí 2018 08:02 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00
Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. 16. maí 2018 08:02
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33