Í helgreipum Hamas Raphael Schutz skrifar 18. maí 2018 09:18 Þegar fólk er óánægt með ástandið sem það býr við, hvort sem það er af pólitískum, efnahagslegum eða þjóðfélagslegum ástæðum, þá er eðlilegast að það gagnrýni stjórn landsins. En í Gaza, sem er stjórnað af óvægnum samtökum; Hamas, sem aðhyllast íslamstrú á öfgafullan hátt er það ekki hægt. Mótmælin á Gaza sem fjallað hefur verið um í öllum fjölmiðlum undanfarið, eru einmitt skipulögð af þessum hryðjuverkasamtökum og beinast gegn þjóð sem hefur engin stjórnarítök á Gaza og hefur margsinnis rétt fram sáttarhönd. Þessi þjóð er Ísrael. Hryðjuverkastjórn Hamas hefur verið með stjórnartaumana á Gaza-ströndinni allt frá árinu 2007. Þetta var blóðugt valdarán, en liðsmenn Hamas myrtu þá embættismenn þáverandi Palestínustjórnar. Frá því að herdeild Hamas tók völdin í landinu hafa liðsmenn hennar beitt allri sinni orku, ítökum og aðföngum til að ná sínu æðsta markmiði: Byggja upp innviði landsins á öfgagrunni hryðjuverkasamtakanna með það að markmiði að vinna Ísraelsku þjóðinni og borgurum hennar mein, hvað sem það kynni að kosta. Hamas nýtur góðs fjárstuðnings frá Íran. Samtökin sjá til þess að ungt fólk læri að hata Gyðinga og Ísrael; undirbýr það undir að verða hryðjuverkamenn og notar það um leið sem einskonar mannlega skildi. Með öfga-íslamska hryðjuverkastjórn rétt hinum megin við landamærin, sem er staðráðin í að eyða Ísraelsríki, er engin furða að ísraelskir ríkisborgarar þurfa að njóta stöðugrar verndar. Rafmagn, vatn og alls kyns vistir eru fluttar frá Ísrael yfir til Gaza í gegnum landamærastöðvar til að hjálpa íbúum Gaza. Hamas reynir einnig ítrekað að smygla vopnum yfir landamærin og því er farmur vöruflutningabifreiða skoðaður áður en þeir fá að fara gegnum þau. Þetta er auðvitað gert til að tryggja að engin vopn eða hernaðartæki sem valdið geta skaða komist yfir til hryðjuverkamannanna. Þrátt fyrir það þessum nauðsynjavörum er ætlað að hjálpa íbúum Gaza, hafa Hamas samtökin margoft valdið skemmdum á birgðageymslum og beinir stöðugt miklu magni af þeim vistum sem ætlaðar eru íbúum Gaza annað, til að styrkja stoðir hryðjuverkastarfseminnar. Hamas heldur þannig íbúum Gaza í helgreipum. Á barmi örvæntingar búa íbúarnir við sífellt lækkandi lífsskilyrði. Samtökin sannfæra íbúana um að það sé Ísrael sem eigi sökina á nauðsynjaskortinum. Þetta skilar tilætluðum árangri því að hatur gegn Ísrael blossar upp í kjölfarið og íbúar eru viljugri til að gera atlögu að Ísrael. Áætlanir Hamas röskuðust þegar Ísraelum tókst að þróa tækni sem gat varist flugskeytaárásum frá Gaza (t.d. Járnhvolfið) og hjálpaði þeim að finna jarðgöng hryðjuverkamanna - jarðgöng sem Ísraelar eyða nú markvisst. Þessi röð áfalla sem leitt hafa til ósigra Hamas í undanförnum árásarlotum þeirra gegn Ísrael í kjölfarið hafa gert þeim erfitt fyrir að uppfylla ætlunarverk sitt: Að framkvæma hryðjuverk gegn Ísrael. Þar sem nú gengur illa í landhernaði hefur Hamas snúið sér að fjölmiðlum sem leggja yfirleitt aðal áherslu á blóð og mannfall. Sigur Hamas endurspeglast í fjölda látinna Palestínumanna, en dauði þeirra er ekki síður sigur fyrir þá en fallnir Ísraelsmenn. Fulltrúar Hamas vita vel að setur dauðsföll Palestínumanna setja alþjóðlegan þrýsting á Ísrael. Hryðjuverkastjórn Hamas notar því líf saklausra íbúa á Gaza sem tæki til að ná áformum sínum - að þurrka Ísrael af landakortinu. Einmitt nú í yfirstandandi mótmælum notar Hamas saklausa borgara, þ.á.m. konur og börn í röð vel skipulagðra aðgerða sem tugir þúsunda taka þátt í. Íbúum er beint að taka sér stöðu í fremstu víglínu þar sem þeir eru umkringdir hryðjuverkamönnum. Hamas hefur þá sagt þessum þátttakendum að vera vopnaðir byssum og hnífum til að skera sundur girðinguna, fara yfir landamærin til að ráðast á og nema brott Ísraela. Hamas hefur gefið þessari aðgerð yfirskriftina „The Great March of Return“ eða „Ganga endurkomunnar miklu„ - en með „endurkomu“ er átt við allt landsvæði Ísrael. Með öðrum orðum, myndun Palestínuríkis sem yrði ekki við hlið Ísraelsríkis, heldur ríkis sem kæmi í stað þess. Ísrael hefur með öllum ráðum reynt að halda þessum ofbeldisfullu aðgerðum í skefjum og um leið í lengstu lög reynt að fyrirbyggja mannfall. Fulltrúar Ísrael hafa haft samband við fulltrúa annarra landa og ríkja og beðið þá um að hafa áhrif á aðgerðir Hamas ásamt því að nota alls kyns viðurkenndar leiðir til að tvístra mannfjöldanum án þess að stofna lífum í hættu. Þegar allt annað bregst í kringumstæðum þar sem ofbeldið er orðið þvílíkt og engin leið að beisla fjöldauppþotin með öðrum hætti er gripið til þeirra örþrifaráða að beita skotvopnum. Að vernda ísraelska borgara gegn innrás mikils fjölda ofbeldisfullra árásarmanna er æðsta forgangsverkefni varnarsveitar Ísraels. Ef þúsundum manna með ofbeldi og eyðileggingu að markmiði væri hleypt yfir landamærin, myndu þeir á örfáum mínútum komast inn í ísraelska bæi sem staðsettir eru rétt við landamærin. Mannfall yrði þá mun meira en það hefur verið fram að þessu. Ekkert sjálfstætt ríki í heiminum getur setið hjá á örlagastund - þegar mannskæð ógn steðjar að íbúum þess. Það sorglega er að mannfallið af völdum Hamas á Gaza-svæðinu er algjörlega óþarft. Ísrael hefur aftur og aftur rétt fram sáttarhönd sína til Gaza með það að marki að koma á friði. En jafnoft hefur hryðjuverkastjórn Hamas svarað fyrir sig með hryðjuverkum. Raphael Schutz Sendiherra Ísraels í Noregi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Þegar fólk er óánægt með ástandið sem það býr við, hvort sem það er af pólitískum, efnahagslegum eða þjóðfélagslegum ástæðum, þá er eðlilegast að það gagnrýni stjórn landsins. En í Gaza, sem er stjórnað af óvægnum samtökum; Hamas, sem aðhyllast íslamstrú á öfgafullan hátt er það ekki hægt. Mótmælin á Gaza sem fjallað hefur verið um í öllum fjölmiðlum undanfarið, eru einmitt skipulögð af þessum hryðjuverkasamtökum og beinast gegn þjóð sem hefur engin stjórnarítök á Gaza og hefur margsinnis rétt fram sáttarhönd. Þessi þjóð er Ísrael. Hryðjuverkastjórn Hamas hefur verið með stjórnartaumana á Gaza-ströndinni allt frá árinu 2007. Þetta var blóðugt valdarán, en liðsmenn Hamas myrtu þá embættismenn þáverandi Palestínustjórnar. Frá því að herdeild Hamas tók völdin í landinu hafa liðsmenn hennar beitt allri sinni orku, ítökum og aðföngum til að ná sínu æðsta markmiði: Byggja upp innviði landsins á öfgagrunni hryðjuverkasamtakanna með það að markmiði að vinna Ísraelsku þjóðinni og borgurum hennar mein, hvað sem það kynni að kosta. Hamas nýtur góðs fjárstuðnings frá Íran. Samtökin sjá til þess að ungt fólk læri að hata Gyðinga og Ísrael; undirbýr það undir að verða hryðjuverkamenn og notar það um leið sem einskonar mannlega skildi. Með öfga-íslamska hryðjuverkastjórn rétt hinum megin við landamærin, sem er staðráðin í að eyða Ísraelsríki, er engin furða að ísraelskir ríkisborgarar þurfa að njóta stöðugrar verndar. Rafmagn, vatn og alls kyns vistir eru fluttar frá Ísrael yfir til Gaza í gegnum landamærastöðvar til að hjálpa íbúum Gaza. Hamas reynir einnig ítrekað að smygla vopnum yfir landamærin og því er farmur vöruflutningabifreiða skoðaður áður en þeir fá að fara gegnum þau. Þetta er auðvitað gert til að tryggja að engin vopn eða hernaðartæki sem valdið geta skaða komist yfir til hryðjuverkamannanna. Þrátt fyrir það þessum nauðsynjavörum er ætlað að hjálpa íbúum Gaza, hafa Hamas samtökin margoft valdið skemmdum á birgðageymslum og beinir stöðugt miklu magni af þeim vistum sem ætlaðar eru íbúum Gaza annað, til að styrkja stoðir hryðjuverkastarfseminnar. Hamas heldur þannig íbúum Gaza í helgreipum. Á barmi örvæntingar búa íbúarnir við sífellt lækkandi lífsskilyrði. Samtökin sannfæra íbúana um að það sé Ísrael sem eigi sökina á nauðsynjaskortinum. Þetta skilar tilætluðum árangri því að hatur gegn Ísrael blossar upp í kjölfarið og íbúar eru viljugri til að gera atlögu að Ísrael. Áætlanir Hamas röskuðust þegar Ísraelum tókst að þróa tækni sem gat varist flugskeytaárásum frá Gaza (t.d. Járnhvolfið) og hjálpaði þeim að finna jarðgöng hryðjuverkamanna - jarðgöng sem Ísraelar eyða nú markvisst. Þessi röð áfalla sem leitt hafa til ósigra Hamas í undanförnum árásarlotum þeirra gegn Ísrael í kjölfarið hafa gert þeim erfitt fyrir að uppfylla ætlunarverk sitt: Að framkvæma hryðjuverk gegn Ísrael. Þar sem nú gengur illa í landhernaði hefur Hamas snúið sér að fjölmiðlum sem leggja yfirleitt aðal áherslu á blóð og mannfall. Sigur Hamas endurspeglast í fjölda látinna Palestínumanna, en dauði þeirra er ekki síður sigur fyrir þá en fallnir Ísraelsmenn. Fulltrúar Hamas vita vel að setur dauðsföll Palestínumanna setja alþjóðlegan þrýsting á Ísrael. Hryðjuverkastjórn Hamas notar því líf saklausra íbúa á Gaza sem tæki til að ná áformum sínum - að þurrka Ísrael af landakortinu. Einmitt nú í yfirstandandi mótmælum notar Hamas saklausa borgara, þ.á.m. konur og börn í röð vel skipulagðra aðgerða sem tugir þúsunda taka þátt í. Íbúum er beint að taka sér stöðu í fremstu víglínu þar sem þeir eru umkringdir hryðjuverkamönnum. Hamas hefur þá sagt þessum þátttakendum að vera vopnaðir byssum og hnífum til að skera sundur girðinguna, fara yfir landamærin til að ráðast á og nema brott Ísraela. Hamas hefur gefið þessari aðgerð yfirskriftina „The Great March of Return“ eða „Ganga endurkomunnar miklu„ - en með „endurkomu“ er átt við allt landsvæði Ísrael. Með öðrum orðum, myndun Palestínuríkis sem yrði ekki við hlið Ísraelsríkis, heldur ríkis sem kæmi í stað þess. Ísrael hefur með öllum ráðum reynt að halda þessum ofbeldisfullu aðgerðum í skefjum og um leið í lengstu lög reynt að fyrirbyggja mannfall. Fulltrúar Ísrael hafa haft samband við fulltrúa annarra landa og ríkja og beðið þá um að hafa áhrif á aðgerðir Hamas ásamt því að nota alls kyns viðurkenndar leiðir til að tvístra mannfjöldanum án þess að stofna lífum í hættu. Þegar allt annað bregst í kringumstæðum þar sem ofbeldið er orðið þvílíkt og engin leið að beisla fjöldauppþotin með öðrum hætti er gripið til þeirra örþrifaráða að beita skotvopnum. Að vernda ísraelska borgara gegn innrás mikils fjölda ofbeldisfullra árásarmanna er æðsta forgangsverkefni varnarsveitar Ísraels. Ef þúsundum manna með ofbeldi og eyðileggingu að markmiði væri hleypt yfir landamærin, myndu þeir á örfáum mínútum komast inn í ísraelska bæi sem staðsettir eru rétt við landamærin. Mannfall yrði þá mun meira en það hefur verið fram að þessu. Ekkert sjálfstætt ríki í heiminum getur setið hjá á örlagastund - þegar mannskæð ógn steðjar að íbúum þess. Það sorglega er að mannfallið af völdum Hamas á Gaza-svæðinu er algjörlega óþarft. Ísrael hefur aftur og aftur rétt fram sáttarhönd sína til Gaza með það að marki að koma á friði. En jafnoft hefur hryðjuverkastjórn Hamas svarað fyrir sig með hryðjuverkum. Raphael Schutz Sendiherra Ísraels í Noregi
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun