Innlent

Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur

Heimir Már Pétursson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Við undirritun viljayfirlýsingarinnar á heimili hjónanna Unu Dóru Copley og Scott Jeffries á Manhattan í New York. Frá vinstri. Sigurður Björn Blöndal formaður borgarráðs, Una Dóra Copley og Scott Jeffries.
Við undirritun viljayfirlýsingarinnar á heimili hjónanna Unu Dóru Copley og Scott Jeffries á Manhattan í New York. Frá vinstri. Sigurður Björn Blöndal formaður borgarráðs, Una Dóra Copley og Scott Jeffries. Mynd/Reykjavíkurborg
Borgarráð samþykkti í dag með öllum greiddum atkvæðum að stofna safn utan um listaverk Nínu Tryggvadóttur, eins fremsta myndlistarmanns þjóðarinnar, sem lést árið 1968. Una Dóra Copley, dóttir Nínu og Scott Jeffries, eiginmaður hennar, sem búa í New York, gefa safninu fimmtán hundruð málverk og önnur verk eftir listakonuna.

Borgarráð samþykkti einnig að kaupa þann hluta Hafnarhússins sem borgin á ekki nú þegar til að koma safninu fyrir þar. Þá hafa dóttirin og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna.

Eins og áður sagði var tillagan samþykkt í borgarráði í dag með öllum greiddum atkvæðum en einn borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat hjá við atkvæðagreiðslu. þá lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun þess efnis að kannaðir verði fleiri kostir fyrir staðsetningu safnsins en í Hafnarhúsinu. Ákjósanlegt væri að finna nýju listasafni góðan stað annars staðar en í miðborginni.

Nína bjó lengst af í New York en einnig í París og Lundúnum en á MacCarthy-tímanum var henni um tíma bannað að snúa aftur til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×