Telja sýslumenn mismuna kjósendum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2018 17:55 Frá Þórshöfn. Vísir/Pjetur Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að ákvörðun sýslumanna að bjóða eingöngu upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sínum feli í sér mismunum fyrir kjósendur í dreifbýli. Afar erfitt geti reynst að kjósa utan kjörfundar vegna mikilla fjarlægða. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Langanesbyggðar sem samþykkt var á fundi hennar í dag. „Sveitarstjórn Langanesbyggðar mótmælir harðlega þeirri mismunun sem kjósendur dreifðari byggða búa við vegna takmarkaðra möguleika á að greiða atkvæði utan kjörfundar,“ segir í bókuninni. Er þar gagnrýnt að ekki sé boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sveitarfélaga, líkt og tíðkast hefur í fyrir alþingis- og forsetakosningar. Telur sveitarstjórnin að þetta geri það að verkum að mörgum íbúum stórra svæða á landsbyggðinni sé gert ókleift að kjósa utan kjörfundar. „Bakkfirðingar og aðrir íbúar Langanesbyggðar þurfa t.d. að aka um 300-400 km ef þeir vilja kjósa á skrifstofu sýslumanns á Húsavík eða á Reyðarfirði,“ segir í bókuninni. „Skrifstofur sýslumanna eru eingöngu opnar á vinnutíma almennra starfsmanna og síðan getur tekið 5-6 daga að koma bréfi á áfangastað, úti á landi a.m.k., eins og reynslan sýnir. Það er því ekki raunhæft fyrir kjósendur sem búa í dreifbýli að kjósa utan kjörfundar eins og fyrirkomulaginu er fyrir komið við þessar kosningar,“ segir í bókuninni. Þá telur sveitarstjórnin það vera „mikla þversögn“ að sveitarstjórnum sé falið skipan yfirkjörstjórnar, samningu og staðfestingu kjörskrár en svo sé heimafólki ekki treyst fyrir því að sjá um um utankjörfundaratkvæðagreiðslu. „Það er álit sveitarstjórnar að ráðuneyti sem og sýslumenn þurfi að skýra þessa þversögn og af henni leidda mismunun kjósenda. Sveitarstjórn átelur hið algjöra skilningsleysi stjórnvalda á aðstöðu og rétti kjósenda í dreifðum byggðum landsins og skorar á stjórnvöld að bregðast við hið snarasta.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 „Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Jósef Ó. Kjartansson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa á Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. 15. maí 2018 18:24 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að ákvörðun sýslumanna að bjóða eingöngu upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sínum feli í sér mismunum fyrir kjósendur í dreifbýli. Afar erfitt geti reynst að kjósa utan kjörfundar vegna mikilla fjarlægða. Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Langanesbyggðar sem samþykkt var á fundi hennar í dag. „Sveitarstjórn Langanesbyggðar mótmælir harðlega þeirri mismunun sem kjósendur dreifðari byggða búa við vegna takmarkaðra möguleika á að greiða atkvæði utan kjörfundar,“ segir í bókuninni. Er þar gagnrýnt að ekki sé boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sveitarfélaga, líkt og tíðkast hefur í fyrir alþingis- og forsetakosningar. Telur sveitarstjórnin að þetta geri það að verkum að mörgum íbúum stórra svæða á landsbyggðinni sé gert ókleift að kjósa utan kjörfundar. „Bakkfirðingar og aðrir íbúar Langanesbyggðar þurfa t.d. að aka um 300-400 km ef þeir vilja kjósa á skrifstofu sýslumanns á Húsavík eða á Reyðarfirði,“ segir í bókuninni. „Skrifstofur sýslumanna eru eingöngu opnar á vinnutíma almennra starfsmanna og síðan getur tekið 5-6 daga að koma bréfi á áfangastað, úti á landi a.m.k., eins og reynslan sýnir. Það er því ekki raunhæft fyrir kjósendur sem búa í dreifbýli að kjósa utan kjörfundar eins og fyrirkomulaginu er fyrir komið við þessar kosningar,“ segir í bókuninni. Þá telur sveitarstjórnin það vera „mikla þversögn“ að sveitarstjórnum sé falið skipan yfirkjörstjórnar, samningu og staðfestingu kjörskrár en svo sé heimafólki ekki treyst fyrir því að sjá um um utankjörfundaratkvæðagreiðslu. „Það er álit sveitarstjórnar að ráðuneyti sem og sýslumenn þurfi að skýra þessa þversögn og af henni leidda mismunun kjósenda. Sveitarstjórn átelur hið algjöra skilningsleysi stjórnvalda á aðstöðu og rétti kjósenda í dreifðum byggðum landsins og skorar á stjórnvöld að bregðast við hið snarasta.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00 „Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Jósef Ó. Kjartansson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa á Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. 15. maí 2018 18:24 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Grundfirðingar ósáttir við að fá ekki að kjósa utan kjörfundar Íbúar í Grundarfirði eru ósáttir við þá ákvörðun Sýslumanns Vesturlands að ekki verði hægt að kjósa utan kjörfundar þar í bæ. 15. maí 2018 14:00
„Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“ Jósef Ó. Kjartansson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa á Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí. 15. maí 2018 18:24