Stefnt að því að Tryggvi fái umönnun á Kirkjuhvoli í framtíðinni Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2018 13:59 Tryggvi Ingólfsson. Mynd/Arnþór Birkisson Stefnt er að því að Tryggvi Ingólfsson, sem er lamaður fyrir neðan háls eftir fall af hestbaki, verði í umönnun á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli í framtíðinni. Tryggvi þarf aðstoð allan sólarhringinn við allar athafnir en hann hefur búið á hjúkrunarheimilinu í ellefu ár. Tryggvi fór í aðgerð nýverið en þegar hann ætlaði að snúa aftur á Kirkjuhvol var neitað að taka við honum. Fjallað var um málið á Vísi í gærkvöldi. Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem kemur fram að athugun hafi leitt í ljós að hjúkrunarheimilið geti ekki séð um aðhlynningu og vistun Tryggva svo að öryggi hans sé tryggt. „Hins vegar er stefnt að því að heimilið geti tekið við umönnun mannsins í framtíðinni og mun sveitarstjórn styðja við bakið á stjórnendum stofnunarinnar svo það geti orðið,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Sveitarstjórn Rangárþings eystra fer með rekstrarlega ábyrgð á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli. Sveitarstjórn hefur þar engar faglegar forsendur til að grípa inn í einstök mál skjólstæðinga.Vegna mjög viðkvæms málefnis fatlaðs einstaklings sem hefur um 11 ára skeið verið þar heimilismaður hafa stjórnendur Kirkjuhvols og sveitarstjórn notið ráðgjafar Margrétar Tómasdóttur sem er talsmaður sjúklinga sem og annarra sérfræðinga.Athugun umræddra sérfræðinga hefur leitt í ljós að Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll, hafi á þessum tímapunkti ekki forsendur til þess að sjá um aðhlynningu og vistun umrædds einstaklings svo að öryggi hans verði tryggt.Hins vegar er stefnt að því að heimilið geti tekið við umönnun mannsins í framtíðinni og mun sveitarstjórn styðja við bakið á stjórnendum stofnunarinnar svo það geti orðið.Að gefnu tilefni skal einnig skýrt tekið fram að sveitarstjórn stýrir ekki heldur hverjir fá búsetuúrræði á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, það gerir sérstök Heilsu- og færnimatsnefnd sérfræðinga á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lamaður maður fluttur frá Hvolsvelli á Hellu Tryggvi þarf aðstoð allan sólarhringinn við allar athafnir. Hann hefur búið á Kirkjuhvoli sem er dvala- og hjúkrunarheimili í ellefu ár. 16. maí 2018 21:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Stefnt er að því að Tryggvi Ingólfsson, sem er lamaður fyrir neðan háls eftir fall af hestbaki, verði í umönnun á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli í framtíðinni. Tryggvi þarf aðstoð allan sólarhringinn við allar athafnir en hann hefur búið á hjúkrunarheimilinu í ellefu ár. Tryggvi fór í aðgerð nýverið en þegar hann ætlaði að snúa aftur á Kirkjuhvol var neitað að taka við honum. Fjallað var um málið á Vísi í gærkvöldi. Sveitarstjórn Rangárþings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem kemur fram að athugun hafi leitt í ljós að hjúkrunarheimilið geti ekki séð um aðhlynningu og vistun Tryggva svo að öryggi hans sé tryggt. „Hins vegar er stefnt að því að heimilið geti tekið við umönnun mannsins í framtíðinni og mun sveitarstjórn styðja við bakið á stjórnendum stofnunarinnar svo það geti orðið,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan:Sveitarstjórn Rangárþings eystra fer með rekstrarlega ábyrgð á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli. Sveitarstjórn hefur þar engar faglegar forsendur til að grípa inn í einstök mál skjólstæðinga.Vegna mjög viðkvæms málefnis fatlaðs einstaklings sem hefur um 11 ára skeið verið þar heimilismaður hafa stjórnendur Kirkjuhvols og sveitarstjórn notið ráðgjafar Margrétar Tómasdóttur sem er talsmaður sjúklinga sem og annarra sérfræðinga.Athugun umræddra sérfræðinga hefur leitt í ljós að Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll, hafi á þessum tímapunkti ekki forsendur til þess að sjá um aðhlynningu og vistun umrædds einstaklings svo að öryggi hans verði tryggt.Hins vegar er stefnt að því að heimilið geti tekið við umönnun mannsins í framtíðinni og mun sveitarstjórn styðja við bakið á stjórnendum stofnunarinnar svo það geti orðið.Að gefnu tilefni skal einnig skýrt tekið fram að sveitarstjórn stýrir ekki heldur hverjir fá búsetuúrræði á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, það gerir sérstök Heilsu- og færnimatsnefnd sérfræðinga á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lamaður maður fluttur frá Hvolsvelli á Hellu Tryggvi þarf aðstoð allan sólarhringinn við allar athafnir. Hann hefur búið á Kirkjuhvoli sem er dvala- og hjúkrunarheimili í ellefu ár. 16. maí 2018 21:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Lamaður maður fluttur frá Hvolsvelli á Hellu Tryggvi þarf aðstoð allan sólarhringinn við allar athafnir. Hann hefur búið á Kirkjuhvoli sem er dvala- og hjúkrunarheimili í ellefu ár. 16. maí 2018 21:01