Rannsókn á plastmengun í maga fýla á Íslandi er hafin Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 17. maí 2018 06:00 Fýlar afla sér fæðu mest sem næst yfirborði sjávar og gleypa því oft plast. Vísir/ernir Umhverfisstofnun hefur samið við Náttúrustofu Norðausturlands um að hefja rannsókn á plasti í maga fýla á Íslandi en markmiðið er að meta plastmengunina í sjónum og fylgjast þannig með þróun mengunarinnar. Aðgerðin er hluti af staðlaðri vöktun á plastmengun innan OSPAR sem er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins og Ísland er aðili að. „Við fengum aukið fjármagn fyrir rannsóknir tengdar plastmengun. Rannsóknir í nafni OSPAR á plasti í mögum fýla í Norðursjó hafa verið stundaðar í lengri tíma. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn á Íslandi,“ segir Katrín Sóley Bjarnadóttir, sérfræðingur í teymi hafs og vatns hjá Umhverfisstofnun. Rannsóknir hafa sýnt að fýlar gleypa mikið af plasti og eru þeir því kjörið rannsóknarefni til þess að fylgjast með og vakta plastmengun í sjó. Fýlar eru sagðir eiga það til að gleypa hvers kyns rusl sem maðurinn skilur eftir sig.VísirÞeir afla sér fæðu eingöngu á sjó og sjaldan nærri landi. Þá eiga þeir erfitt með að kafa og næla sér því í það sem er næst yfirborði sjávar, sem iðulega eru plastagnir sem líkjast fæðu. Rannsóknirnar eru þegar hafnar en Þorkell Lindberg, forstöðumaður NNA, fer þar fyrir þeim en mikið nákvæmnisverk er að greina plast frá náttúrulegri fæðu í maga fuglanna. Katrín Sóley segir að það taki þó einhvern tíma að koma ferlinu almennilega í gang. „Hluti af samningnum við NNA er að virkja sjómenn til þess að taka þátt í að safna fýlum sem festast í netum og línum og koma þeim til Náttúrustofu Norðausturlands.“ Þorkell safnar nú sýnum og í haust fer krufning og úrvinnsla fram. Enn kemur ekki inn nógu mikið af fýl sem finnst ýmist dauður á ströndum eða festist í veiðarfærum fiskiskipa. „Við reynum að nota þá söfnunaraðferð hér á Íslandi. Við eigum síðan von á niðurstöðum í lok þessa árs, en svo er ætlunin að halda þessari vöktun áfram í lengri tíma. Grunnurinn fyrir öllum náttúruverndaraðgerðum er að hafa gögn um hvert raunverulegt ástand er.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur samið við Náttúrustofu Norðausturlands um að hefja rannsókn á plasti í maga fýla á Íslandi en markmiðið er að meta plastmengunina í sjónum og fylgjast þannig með þróun mengunarinnar. Aðgerðin er hluti af staðlaðri vöktun á plastmengun innan OSPAR sem er samningur um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins og Ísland er aðili að. „Við fengum aukið fjármagn fyrir rannsóknir tengdar plastmengun. Rannsóknir í nafni OSPAR á plasti í mögum fýla í Norðursjó hafa verið stundaðar í lengri tíma. Hins vegar er þetta í fyrsta sinn á Íslandi,“ segir Katrín Sóley Bjarnadóttir, sérfræðingur í teymi hafs og vatns hjá Umhverfisstofnun. Rannsóknir hafa sýnt að fýlar gleypa mikið af plasti og eru þeir því kjörið rannsóknarefni til þess að fylgjast með og vakta plastmengun í sjó. Fýlar eru sagðir eiga það til að gleypa hvers kyns rusl sem maðurinn skilur eftir sig.VísirÞeir afla sér fæðu eingöngu á sjó og sjaldan nærri landi. Þá eiga þeir erfitt með að kafa og næla sér því í það sem er næst yfirborði sjávar, sem iðulega eru plastagnir sem líkjast fæðu. Rannsóknirnar eru þegar hafnar en Þorkell Lindberg, forstöðumaður NNA, fer þar fyrir þeim en mikið nákvæmnisverk er að greina plast frá náttúrulegri fæðu í maga fuglanna. Katrín Sóley segir að það taki þó einhvern tíma að koma ferlinu almennilega í gang. „Hluti af samningnum við NNA er að virkja sjómenn til þess að taka þátt í að safna fýlum sem festast í netum og línum og koma þeim til Náttúrustofu Norðausturlands.“ Þorkell safnar nú sýnum og í haust fer krufning og úrvinnsla fram. Enn kemur ekki inn nógu mikið af fýl sem finnst ýmist dauður á ströndum eða festist í veiðarfærum fiskiskipa. „Við reynum að nota þá söfnunaraðferð hér á Íslandi. Við eigum síðan von á niðurstöðum í lok þessa árs, en svo er ætlunin að halda þessari vöktun áfram í lengri tíma. Grunnurinn fyrir öllum náttúruverndaraðgerðum er að hafa gögn um hvert raunverulegt ástand er.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira