Viðsnúningur hjá Högum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 17. maí 2018 08:00 Hagar reka meðal annars verslanir Bónus. Vísir/eyþór Viðsnúningur er hafinn hjá Högum eftir erfitt rekstrarár, segir í viðbrögðum IFS greiningar við uppgjöri fjórða ársfjórðungs. Landsbankinn segir í sínum viðbrögðum að sala Haga hafi verið yfir væntingum á fjórðungnum og að merki séu um að „samkeppnin á matvörumarkaði sé að róast“. Hlutabréf félagsins hækkuðu um sjö prósent í gær sem rekja má meðal annars til þess að stjórnendur telja að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta muni aukast um 21 prósent á yfirstandandi rekstrarári frá fyrra ári og muni nema um fimm milljörðum króna. Til samanburðar gerði Landsbankinn ráð fyrir að sá hagnaður yrði 4.548 milljónir króna. Rekstrarár Haga er frá mars til febrúar.Sjá einnig: Salan minnkaði um 7 milljarða Landsbankinn segir að uppgjör Haga fyrir fjórða ársfjórðung hafi verið undir væntingum. Aftur á móti ef litið sé fram hjá einskiptiskostnaði vegna leigugreiðslna í Holtagörðum, sem nam 445 milljónum króna, hafi uppgjörið verið yfir spá bankans. „Sala og framlegð voru yfir spá okkar og launakostnaður undir því sem við gerðum ráð fyrir á fjórðungnum.“ Landsbankinn reiknaði með að tekjurnar myndu dragast saman um 6,7 prósent en þær drógust saman um 5 prósent. Spá IFS varðandi tekjusamdrátt gekk eftir. Verðhjöðnun er einkum tilkomin vegna styrkingar íslensku krónunnar, betri innkaupa og lægra innkaupsverðs. Hagnaður Haga nam 461 milljón á fjórðungnum og var 31% undir spá Landsbankans og 39 prósent undir spá IFS. Skekkjan helgast fyrst og fremst af einskiptisliðum. IFS vekur athygli á að Högum hafi tekist að halda sama framlegðarhlutfalli á milli ára en það var 24,8% á rekstrarárinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00 Salan minnkaði um 7 milljarða „Sölusamdráttur félagsins í heild milli ára var 8,2 prósent en að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi var samdrátturinn 4,4 prósent milli ára,“ segir í ársreikningi Haga. 16. maí 2018 06:00 Segja botninum náð hjá Högum Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 43,4 krónur á hlut í nýju verðmati. 14. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sjá meira
Viðsnúningur er hafinn hjá Högum eftir erfitt rekstrarár, segir í viðbrögðum IFS greiningar við uppgjöri fjórða ársfjórðungs. Landsbankinn segir í sínum viðbrögðum að sala Haga hafi verið yfir væntingum á fjórðungnum og að merki séu um að „samkeppnin á matvörumarkaði sé að róast“. Hlutabréf félagsins hækkuðu um sjö prósent í gær sem rekja má meðal annars til þess að stjórnendur telja að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta muni aukast um 21 prósent á yfirstandandi rekstrarári frá fyrra ári og muni nema um fimm milljörðum króna. Til samanburðar gerði Landsbankinn ráð fyrir að sá hagnaður yrði 4.548 milljónir króna. Rekstrarár Haga er frá mars til febrúar.Sjá einnig: Salan minnkaði um 7 milljarða Landsbankinn segir að uppgjör Haga fyrir fjórða ársfjórðung hafi verið undir væntingum. Aftur á móti ef litið sé fram hjá einskiptiskostnaði vegna leigugreiðslna í Holtagörðum, sem nam 445 milljónum króna, hafi uppgjörið verið yfir spá bankans. „Sala og framlegð voru yfir spá okkar og launakostnaður undir því sem við gerðum ráð fyrir á fjórðungnum.“ Landsbankinn reiknaði með að tekjurnar myndu dragast saman um 6,7 prósent en þær drógust saman um 5 prósent. Spá IFS varðandi tekjusamdrátt gekk eftir. Verðhjöðnun er einkum tilkomin vegna styrkingar íslensku krónunnar, betri innkaupa og lægra innkaupsverðs. Hagnaður Haga nam 461 milljón á fjórðungnum og var 31% undir spá Landsbankans og 39 prósent undir spá IFS. Skekkjan helgast fyrst og fremst af einskiptisliðum. IFS vekur athygli á að Högum hafi tekist að halda sama framlegðarhlutfalli á milli ára en það var 24,8% á rekstrarárinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00 Salan minnkaði um 7 milljarða „Sölusamdráttur félagsins í heild milli ára var 8,2 prósent en að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi var samdrátturinn 4,4 prósent milli ára,“ segir í ársreikningi Haga. 16. maí 2018 06:00 Segja botninum náð hjá Högum Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 43,4 krónur á hlut í nýju verðmati. 14. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið haldi vöku sinni Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir verslanir verða að bregðast við gjörbreyttu samkeppnisumhverfi ef ekki á illa að fara. Við slíkar aðstæður sé ábyrgð samkeppnisyfirvalda mikil. Þau verði að taka tillit til aukinnar netverslunar og samkeppni. 14. mars 2018 07:00
Salan minnkaði um 7 milljarða „Sölusamdráttur félagsins í heild milli ára var 8,2 prósent en að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi var samdrátturinn 4,4 prósent milli ára,“ segir í ársreikningi Haga. 16. maí 2018 06:00
Segja botninum náð hjá Högum Hagfræðideild Landsbankans verðmetur gengi hlutabréfa í verslunarfyrirtækinu Högum á 43,4 krónur á hlut í nýju verðmati. 14. febrúar 2018 07:00