Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2018 15:47 Hér má sjá þegar verið var að rukka gjald á veginum í gær. Kristrún Snorradóttir Lögreglan á Vesturlandi hefur orðið við beiðni Vegagerðarinnar um að biðja þá sem standa fyrir gjaldtöku á vegi sem liggur að bílastæði við Hraunfossa í Borgarfirði að láta af þeirri háttsemi. Í október síðastliðnum þurfti lögreglan að stöðva gjaldtöku á sama vegi. Einkaaðilarnir sem stóðu að gjaldtökunni hófu hana að nýju í gær vegurinn liggur að Hraunfossum og Barnafossi í Hvítá í Borgarfirði en fossarnir eru friðlýstir sem náttúruvætti. Vegagerðin hefur bent á að þjóðvegir séu opnir almennri umferð og er Vegagerðin veghaldari umrædds vegar. Ekki er heimild til gjaldtöku fyrir notkun á þessum vegin en Vegagerðin hefur bent á að gjaldtaka án heimildar fyrir notkun vegarins feli í sér óleyfilega hindrun á umferð um þjóðveg. Fór Vegagerðin þess á leit að lögreglan gefi þeim sem standa fyrir slíkri gjaldtöku að láta af þeirri háttsemi, en lögreglan á Vesturlandi varð við þeirri beiðni. Það eru eigendur fyrirtækisins H-fossa ehf., sem tekið hafa á leigu hluta landsins við Hraunsás gegnt Hraunfossum, sem hafa staðið fyrir þessari gjaldtöku á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem fyrirtækið er með á leigu. Þrír þekktir fjárfestir eru að baki H-fossa ehf. En það eru Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Landið sem þeir eiga nær yfir um 90 prósent af núverandi bílastæðum en eigendur H-fossa ehf., sem er leigutakinn, eru þeir Guðlaugur Magnússon og Kristján Guðlaugsson. Kristrún Snorradóttir, rekstraraðili veitingastaðar við Hraunfossa, vakti athygli á gjaldtökunni í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í gær. Þar sagði hún að þau sem væru með veitingastaðinn væru á móti gjaldtökunni. Þá væri hluti bílastæðanna á því landi sem að þau væru með auk landsins sem útsýnisstaðir fyrir fossana eru á. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stöðvaði nýhafna gjaldtöku vegna almannahættu Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. 9. október 2017 20:50 Skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti bílastæðagjald Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. 8. október 2017 21:55 Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Lögreglan á Vesturlandi hefur orðið við beiðni Vegagerðarinnar um að biðja þá sem standa fyrir gjaldtöku á vegi sem liggur að bílastæði við Hraunfossa í Borgarfirði að láta af þeirri háttsemi. Í október síðastliðnum þurfti lögreglan að stöðva gjaldtöku á sama vegi. Einkaaðilarnir sem stóðu að gjaldtökunni hófu hana að nýju í gær vegurinn liggur að Hraunfossum og Barnafossi í Hvítá í Borgarfirði en fossarnir eru friðlýstir sem náttúruvætti. Vegagerðin hefur bent á að þjóðvegir séu opnir almennri umferð og er Vegagerðin veghaldari umrædds vegar. Ekki er heimild til gjaldtöku fyrir notkun á þessum vegin en Vegagerðin hefur bent á að gjaldtaka án heimildar fyrir notkun vegarins feli í sér óleyfilega hindrun á umferð um þjóðveg. Fór Vegagerðin þess á leit að lögreglan gefi þeim sem standa fyrir slíkri gjaldtöku að láta af þeirri háttsemi, en lögreglan á Vesturlandi varð við þeirri beiðni. Það eru eigendur fyrirtækisins H-fossa ehf., sem tekið hafa á leigu hluta landsins við Hraunsás gegnt Hraunfossum, sem hafa staðið fyrir þessari gjaldtöku á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem fyrirtækið er með á leigu. Þrír þekktir fjárfestir eru að baki H-fossa ehf. En það eru Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og forseti ÍSÍ, Guðmundur A. Birgisson sem kenndur er við Núpa í Ölfusi og Aðalsteinn Karlsson. Landið sem þeir eiga nær yfir um 90 prósent af núverandi bílastæðum en eigendur H-fossa ehf., sem er leigutakinn, eru þeir Guðlaugur Magnússon og Kristján Guðlaugsson. Kristrún Snorradóttir, rekstraraðili veitingastaðar við Hraunfossa, vakti athygli á gjaldtökunni í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í gær. Þar sagði hún að þau sem væru með veitingastaðinn væru á móti gjaldtökunni. Þá væri hluti bílastæðanna á því landi sem að þau væru með auk landsins sem útsýnisstaðir fyrir fossana eru á.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stöðvaði nýhafna gjaldtöku vegna almannahættu Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. 9. október 2017 20:50 Skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti bílastæðagjald Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. 8. október 2017 21:55 Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20 Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06 Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37 Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Stöðvaði nýhafna gjaldtöku vegna almannahættu Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. 9. október 2017 20:50
Skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti bílastæðagjald Umhverfisstofnun segir það skýrt brot á náttúruverndarlögum að landeigendur við Hraunfossa innheimti gjald af bílastæðum á svæðinu. 8. október 2017 21:55
Umhverfisstofnun óskaði eftir aðstoð lögreglu við að stöðva gjaldtöku við Hraunfossa Landeigendur ætluðu að hefja gjaldtöku í sumar en frestuðu henni. 6. október 2017 13:20
Telja heimilt að taka bílastæðagjald við Hraunfossa Forsvarsmenn H-fossa ehf. sem hafa tekið á leigu hluta landsins Hraunsás gegnt Hraunfossum telja sér heimilt að innheimta gjald á bílastæði við fossana sem eru hluti þess lands sem þeir eru með á leigu. 6. október 2017 15:06
Hefja aftur gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa Gjaldtakan er umdeild en síðastliðið haust óskaði Umhverfisstofnun eftir aðstoð lögreglunnar á Vesturlandi við að stöðva gjaldtökuna þar sem hún er ólögmæt að mati stofnunarinnar. 15. maí 2018 13:37
Lögreglan stöðvar gjaldtöku við Hraunfossa og Barnafoss Vegagerðin fór þess á leit að lögreglan myndi gefa þeim sem standa fyrir gjaldtökunni fyrirmæli um að láta af þeirri háttsemi og framfylgja þeim fyrirmælum. 9. október 2017 16:22