Ráðherra saknar virkrar samkeppni í raforkusölu Kristján Már Unnarsson skrifar 16. maí 2018 11:20 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Landsvirkjunar. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Fjármálaráðherra vill að þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar verði að veruleika á aldarafmæli fullveldisins. Ráðherrann lýsti á ársfundi fyrirtækisins áhyggjum yfir því hversu lítil samkeppni væri í raforkusölu hérlendis. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Staða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari, var viðkvæðið í ræðum dagsins. Stjórnarformaðurinn, Jónas Þór Guðmundsson, sagði tekjur síðasta árs hafa verið meiri en nokkru sinni fyrr. Eigandinn, ríkissjóður, á von á tugmilljarða árlegum arðgreiðslum sem ríkisstjórnin undirbýr að renni í þjóðarsjóð. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þessa hugmynd verða að veruleika, - við myndum innsigla þessa hugmynd, - á þessu aldarafmæli fullveldisins,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ávarpi sínu. Ráðherra nýtti ársfundinn til að lýsa áhyggjum af umfangi hins opinbera. Hann kvaðst efast um að menn hefðu áður séð jafn hátt hlutfall atvinnustarfseminnar í landinu í opinberri eigu eða í óbeinni eigu almennings í gegnum lífeyrissjóði. Raforkumarkaðnum lýsti hann þannig að þar væri hið opinbera yfir og allt um kring. Ríki og sveitarfélög ættu nær alfarið framleiðslufyrirtækin. Flutningafyrirtækið og dreifiveiturnar væru í opinberri eigu og háð sérleyfum. „Á raforkumarkaði, þar sem ætlunin var að ná fram samkeppni, eru fá merki þess að hún sé í reynd til staðar,“ sagði Bjarni og spurði hvort opinber fyrirtæki þyrftu að vera allsráðandi á smásölumarkaði. „Í það minnsta er augljóst að samkeppni á smásölumarkaði er mun minni hér á landi en í nágrannalöndunum. Þó við tækjum ekki annað en bara til vitnis um það en hversu margir skipta um smásöluaðila á ári á Íslandi. Það er svona hálft til eitt prósent. En á Norðurlöndunum liggja þessar tölur í kringum tíu prósentin,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Fjármálaráðherra vill að þjóðarsjóður um arðgreiðslur Landsvirkjunar verði að veruleika á aldarafmæli fullveldisins. Ráðherrann lýsti á ársfundi fyrirtækisins áhyggjum yfir því hversu lítil samkeppni væri í raforkusölu hérlendis. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Staða Landsvirkjunar hefur aldrei verið sterkari, var viðkvæðið í ræðum dagsins. Stjórnarformaðurinn, Jónas Þór Guðmundsson, sagði tekjur síðasta árs hafa verið meiri en nokkru sinni fyrr. Eigandinn, ríkissjóður, á von á tugmilljarða árlegum arðgreiðslum sem ríkisstjórnin undirbýr að renni í þjóðarsjóð. „Ég myndi gjarnan vilja sjá þessa hugmynd verða að veruleika, - við myndum innsigla þessa hugmynd, - á þessu aldarafmæli fullveldisins,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ávarpi sínu. Ráðherra nýtti ársfundinn til að lýsa áhyggjum af umfangi hins opinbera. Hann kvaðst efast um að menn hefðu áður séð jafn hátt hlutfall atvinnustarfseminnar í landinu í opinberri eigu eða í óbeinni eigu almennings í gegnum lífeyrissjóði. Raforkumarkaðnum lýsti hann þannig að þar væri hið opinbera yfir og allt um kring. Ríki og sveitarfélög ættu nær alfarið framleiðslufyrirtækin. Flutningafyrirtækið og dreifiveiturnar væru í opinberri eigu og háð sérleyfum. „Á raforkumarkaði, þar sem ætlunin var að ná fram samkeppni, eru fá merki þess að hún sé í reynd til staðar,“ sagði Bjarni og spurði hvort opinber fyrirtæki þyrftu að vera allsráðandi á smásölumarkaði. „Í það minnsta er augljóst að samkeppni á smásölumarkaði er mun minni hér á landi en í nágrannalöndunum. Þó við tækjum ekki annað en bara til vitnis um það en hversu margir skipta um smásöluaðila á ári á Íslandi. Það er svona hálft til eitt prósent. En á Norðurlöndunum liggja þessar tölur í kringum tíu prósentin,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30 Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45
Landsvirkjun gerir hlé á smíði nýrra virkjana Forstjóri Landsvirkjunar segir að arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins geti á næstu árum vaxið upp í tíu til tuttugu milljarða króna á ári. 16. febrúar 2018 19:30
Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu. 16. maí 2018 06:00