Stoðir bjóðast til að kaupa út smærri hluthafa Hörður Ægisson skrifar 16. maí 2018 06:00 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða. Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. Á meðal smærri hluthafa eru ýmsir íslenskir lífeyrissjóðir og erlendar fjármálastofnanir. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvaða verð hluthöfunum mun bjóðast fyrir bréf sín en á nýafstöðnum aðalfundi Stoða, sem fór fram síðastliðinn föstudag, var upplýst um að félagið hefði gengið frá samkomulagi um kaup á litlum hlut af erlendum fjárfestingarsjóði á genginu 0,85 miðað við núverandi bókfært eigið fé, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eigið fé Stoða er um átján milljarðar króna, sem samanstendur einungis af reiðufé, en félagið fékk í lok síðasta mánaðar greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9 prósenta hlut sinn í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco. Á aðalfundi Stoða, sem lauk nauðasamningum 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa, var ákveðið að breyta tilgangi félagsins og að það myndi halda áfram starfsemi sem fjárfestingafélag, líkt og Markaðurinn upplýsti um í ársbyrjun að vilji væri til hjá stærstu hluthöfum.Sjá einnig: Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Ljóst er að Stoðir eru því núna orðnar eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, en hluthafahópurinn samanstendur að mestu af einkafjárfestum. Arion banki og Landsbankinn eiga samanlagt rúmlega 30 prósenta hlut í Stoðum en ólíklegt þykir að bankarnir muni losa um bréf sín í félaginu á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion, hefur hins vegar farið úr stjórn Stoða og Sigurbjör Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Arion banks, tekið sæti hennar í stjórninni. Þá var samþykkt á aðalfundinum heimild til að auka hlutafé Stoða um allt að fimm milljarða króna að nafnvirði en hluthafar félagsins munu hafa forkaupsrétt að nýjum bréfum sem verða gefin út af félaginu fyrir fjóra milljarða. Félagið S121 á rúmlega 50 prósenta hlut í Stoðum en auk Jóns, Einars Arnar og Magnúsar samanstendur hluthafahópur þess meðal annars af Þorsteini M. Jónssyni, fyrrverandi eiganda Vífilfells, Malcolm Walker, stofnanda og eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Jóhanni Arnari Þórarinssyni, forstjóra veitingarisans Foodco.Uppfært klukkan 13:31 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Gunnar Sturluson hæstaréttarlögmaður, hefði komið nýr inn í stjórn Stoða. Hið rétta er að það var Sigurjón Pálsson. Beðist er velviðingar á mistökunum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. Á meðal smærri hluthafa eru ýmsir íslenskir lífeyrissjóðir og erlendar fjármálastofnanir. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvaða verð hluthöfunum mun bjóðast fyrir bréf sín en á nýafstöðnum aðalfundi Stoða, sem fór fram síðastliðinn föstudag, var upplýst um að félagið hefði gengið frá samkomulagi um kaup á litlum hlut af erlendum fjárfestingarsjóði á genginu 0,85 miðað við núverandi bókfært eigið fé, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eigið fé Stoða er um átján milljarðar króna, sem samanstendur einungis af reiðufé, en félagið fékk í lok síðasta mánaðar greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9 prósenta hlut sinn í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco. Á aðalfundi Stoða, sem lauk nauðasamningum 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa, var ákveðið að breyta tilgangi félagsins og að það myndi halda áfram starfsemi sem fjárfestingafélag, líkt og Markaðurinn upplýsti um í ársbyrjun að vilji væri til hjá stærstu hluthöfum.Sjá einnig: Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Ljóst er að Stoðir eru því núna orðnar eitt stærsta fjárfestingarfélag landsins, en hluthafahópurinn samanstendur að mestu af einkafjárfestum. Arion banki og Landsbankinn eiga samanlagt rúmlega 30 prósenta hlut í Stoðum en ólíklegt þykir að bankarnir muni losa um bréf sín í félaginu á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion, hefur hins vegar farið úr stjórn Stoða og Sigurbjör Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Arion banks, tekið sæti hennar í stjórninni. Þá var samþykkt á aðalfundinum heimild til að auka hlutafé Stoða um allt að fimm milljarða króna að nafnvirði en hluthafar félagsins munu hafa forkaupsrétt að nýjum bréfum sem verða gefin út af félaginu fyrir fjóra milljarða. Félagið S121 á rúmlega 50 prósenta hlut í Stoðum en auk Jóns, Einars Arnar og Magnúsar samanstendur hluthafahópur þess meðal annars af Þorsteini M. Jónssyni, fyrrverandi eiganda Vífilfells, Malcolm Walker, stofnanda og eiganda bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods, Örvari Kjærnested, fjárfesti og stjórnarmanni í TM, og Jóhanni Arnari Þórarinssyni, forstjóra veitingarisans Foodco.Uppfært klukkan 13:31 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Gunnar Sturluson hæstaréttarlögmaður, hefði komið nýr inn í stjórn Stoða. Hið rétta er að það var Sigurjón Pálsson. Beðist er velviðingar á mistökunum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Stoðir að verða stærsta fjárfestingafélag landsins Rekstri Stoða, áður FL Group, verður ekki hætt þegar salan á Refresco klárast á öðrum ársfjórðungi. Vilji meirihluta hluthafa stendur til að halda starfseminni áfram. Til verður fjárfestingafélag með um átján milljarða króna í eigið fé. 24. janúar 2018 06:30