Þurfti að læra að elska sjálfan sig aftur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. maí 2018 13:00 Logi Pedro Stefánsson gefur út sína fyrstu plötu sem sóló-listamaður. Platan hefur titilinn Litlir svartir strákar. Sara Björk Þorsteinsdóttir „Litlir svartir strákar er um litla svarta stráka. Bjart, mig og alla hina,” segir Logi Pedro Stefánsson um nýja plötu sína, en Bjartur er sonur Loga, Bjartur Esteban Pedro, sjö mánaða gamall. Platan Litlir svartir strákar kemur út á Spotify á miðnætti. Þetta er fyrsta plata Loga sem sóló-listamaður en hann hefur komið víða við með Retro Stefson, Sturla Atlas og Young Karin meðal annars. Plötuna samdi Logi á um sex mánaða tímabili frá nóvember til apríl. Platan er einlæg, draumkennd á köflum og á henni er bæði að finna Skítamóral og Króla.Ósigur í reiði „Fólk á það til að tappa ekki af tilfinningunum sínum og tjá þær, og þar af leiðandi springa. Og það er svo mikill ósigur í reiði og biturð,“ segir Logi. „Það er sárt að sjá barnið sitt lítið. Særindi knýja fram tilfinningar og víbrur, tilfinningar og víbrur skapa list...“ Lögin eru eðli málsins samkvæmt mörg hver mjög persónuleg og segir Logi að fólk hafi sínar skoðanir á um hvern og hverja textarnir eru. Sem dæmi má nefna lagið Dúfan mín sem kom út fyrr á þessu ári. Þar syngur Logi:„Þúsund litlar fiðlur til að grenja við, dúfan mín ég vild‘ég gæti hitt á þig“„Ég fæ oft að heyra sögur af því um hverja og hvað lögin eru, og það er alltaf skemmtilegt hvað fólk les mismunandi í textana. En engin ein túlkun er til. Þetta eru ekki frásagnir frá atburðum, en þetta eru frásagnir af víbrum og tilfinningum. Dúfan er ekki sú/sá sem þú heldur. Eða hvað?“ „Við höfum öll gengið í gegnum erfið ferðalög, erfið sambönd og erfið samskipti. Við höfum öll grátið og mörg gefist upp. Út í nóttina, út í bláinn. Og strákar eiga svo erfitt með að opna sig. Það er búið að móta okkur þannig. Og á hverju ári brotna heilu fjölskyldurnar af því að við getum ekki tappað af og talað.“Maison Pedro og innsigli þess eru úthugsuð.Logi PedroFerli sem klárast aldrei Logi segist hafa spurt sig að því hvernig maður byggi sig upp á nýtt, hvernig maður verði að góðu foreldri og hvernig maður geti elskað aðra ef maður elskar ekki sjálfan sig. „Ég þurfti að læra að elska sjálfan mig aftur. Leita til vina og fjölskyldu þegar mér líður illa og þegar að utanaðkomandi aðstæður þyrma yfir mig. Bara hætta að fela mig og húka einn með allar áhyggjur og þyngsli heimsins á öxlunum, opna mig. Leyfa mér að treysta aftur. Og þetta er ferli sem klárast aldrei,“ segir Logi. „Og ég upplifði og upplifi svo margt og margar tilfinningar. Ég vil elska aftur. Ég vil borða matinn hennar mömmu oftar. Ég vil leyfa Unnsteini að leiða mig, eins og hann hefur gert allt mitt líf. Ég vil sjá pabba og Stíg og Stefán Garðar meira.“ Umræddur Stígur er bróðir Loga og Stefán Garðar er bróðursonur hans. Landsmenn þekkja flestir þriðja Stefánssoninn, Unnstein Manuel. Logi Pedro og sonur hans Bjartur Esteban Pedro.Vísir/EyþórFjölskylda skipar greinilega stóran sess í sköpun Loga þessi misserin. Hann er sem fyrr segir nýbakaður faðir en hann eignaðist sinn fyrsta son í október á síðasta ári. „Ég vildi finna hús. Hús fyrir mig og Bjart. Skilja eftir eitthvað sem að hann gæti átt og leitað í þegar ég verð ekki til staðar lengur. Stað sem hann kallar sitt heimili. Húsið okkar. Maison Pedro. Hús lista. Hús tilfinninga. Hús sem að ber skjöld og tákn sem að hafa merkingu. Angólsku antílópuna, hjartað sem vill elska, vogina og sæhestinn sem stendur af sér af allar undiröldur. Griðastað,“ segir Logi en á myndskreytingum sem fylgja plötunni má finna innsigli Maison Pedro þar sem antílópan, hjartað, vogin og sæhesturinn fá sitt pláss. „Tveir litlir svartir strákar gráta, og það er gott.“ Nú má streyma plötunni í heild sinni hér að neðan: Tengdar fréttir Föðurhlutverkið eins og endurforritun Logi Pedro Stefánsson rekur ásamt öðrum plötufyrirtækið Les Frères Stefson sem dælir út smellunum. Logi varð faðir fyrir ekki margt löngu og ræðir hvernig þetta tvennt fer saman. 17. febrúar 2018 11:00 Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Litlir svartir strákar er um litla svarta stráka. Bjart, mig og alla hina,” segir Logi Pedro Stefánsson um nýja plötu sína, en Bjartur er sonur Loga, Bjartur Esteban Pedro, sjö mánaða gamall. Platan Litlir svartir strákar kemur út á Spotify á miðnætti. Þetta er fyrsta plata Loga sem sóló-listamaður en hann hefur komið víða við með Retro Stefson, Sturla Atlas og Young Karin meðal annars. Plötuna samdi Logi á um sex mánaða tímabili frá nóvember til apríl. Platan er einlæg, draumkennd á köflum og á henni er bæði að finna Skítamóral og Króla.Ósigur í reiði „Fólk á það til að tappa ekki af tilfinningunum sínum og tjá þær, og þar af leiðandi springa. Og það er svo mikill ósigur í reiði og biturð,“ segir Logi. „Það er sárt að sjá barnið sitt lítið. Særindi knýja fram tilfinningar og víbrur, tilfinningar og víbrur skapa list...“ Lögin eru eðli málsins samkvæmt mörg hver mjög persónuleg og segir Logi að fólk hafi sínar skoðanir á um hvern og hverja textarnir eru. Sem dæmi má nefna lagið Dúfan mín sem kom út fyrr á þessu ári. Þar syngur Logi:„Þúsund litlar fiðlur til að grenja við, dúfan mín ég vild‘ég gæti hitt á þig“„Ég fæ oft að heyra sögur af því um hverja og hvað lögin eru, og það er alltaf skemmtilegt hvað fólk les mismunandi í textana. En engin ein túlkun er til. Þetta eru ekki frásagnir frá atburðum, en þetta eru frásagnir af víbrum og tilfinningum. Dúfan er ekki sú/sá sem þú heldur. Eða hvað?“ „Við höfum öll gengið í gegnum erfið ferðalög, erfið sambönd og erfið samskipti. Við höfum öll grátið og mörg gefist upp. Út í nóttina, út í bláinn. Og strákar eiga svo erfitt með að opna sig. Það er búið að móta okkur þannig. Og á hverju ári brotna heilu fjölskyldurnar af því að við getum ekki tappað af og talað.“Maison Pedro og innsigli þess eru úthugsuð.Logi PedroFerli sem klárast aldrei Logi segist hafa spurt sig að því hvernig maður byggi sig upp á nýtt, hvernig maður verði að góðu foreldri og hvernig maður geti elskað aðra ef maður elskar ekki sjálfan sig. „Ég þurfti að læra að elska sjálfan mig aftur. Leita til vina og fjölskyldu þegar mér líður illa og þegar að utanaðkomandi aðstæður þyrma yfir mig. Bara hætta að fela mig og húka einn með allar áhyggjur og þyngsli heimsins á öxlunum, opna mig. Leyfa mér að treysta aftur. Og þetta er ferli sem klárast aldrei,“ segir Logi. „Og ég upplifði og upplifi svo margt og margar tilfinningar. Ég vil elska aftur. Ég vil borða matinn hennar mömmu oftar. Ég vil leyfa Unnsteini að leiða mig, eins og hann hefur gert allt mitt líf. Ég vil sjá pabba og Stíg og Stefán Garðar meira.“ Umræddur Stígur er bróðir Loga og Stefán Garðar er bróðursonur hans. Landsmenn þekkja flestir þriðja Stefánssoninn, Unnstein Manuel. Logi Pedro og sonur hans Bjartur Esteban Pedro.Vísir/EyþórFjölskylda skipar greinilega stóran sess í sköpun Loga þessi misserin. Hann er sem fyrr segir nýbakaður faðir en hann eignaðist sinn fyrsta son í október á síðasta ári. „Ég vildi finna hús. Hús fyrir mig og Bjart. Skilja eftir eitthvað sem að hann gæti átt og leitað í þegar ég verð ekki til staðar lengur. Stað sem hann kallar sitt heimili. Húsið okkar. Maison Pedro. Hús lista. Hús tilfinninga. Hús sem að ber skjöld og tákn sem að hafa merkingu. Angólsku antílópuna, hjartað sem vill elska, vogina og sæhestinn sem stendur af sér af allar undiröldur. Griðastað,“ segir Logi en á myndskreytingum sem fylgja plötunni má finna innsigli Maison Pedro þar sem antílópan, hjartað, vogin og sæhesturinn fá sitt pláss. „Tveir litlir svartir strákar gráta, og það er gott.“ Nú má streyma plötunni í heild sinni hér að neðan:
Tengdar fréttir Föðurhlutverkið eins og endurforritun Logi Pedro Stefánsson rekur ásamt öðrum plötufyrirtækið Les Frères Stefson sem dælir út smellunum. Logi varð faðir fyrir ekki margt löngu og ræðir hvernig þetta tvennt fer saman. 17. febrúar 2018 11:00 Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Föðurhlutverkið eins og endurforritun Logi Pedro Stefánsson rekur ásamt öðrum plötufyrirtækið Les Frères Stefson sem dælir út smellunum. Logi varð faðir fyrir ekki margt löngu og ræðir hvernig þetta tvennt fer saman. 17. febrúar 2018 11:00