Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. maí 2018 08:04 Rússar, Kínverjar og Indverjar sækjast allir eftir því að styrkja viðskiptatengsl sín við Íran vísir/afp Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. Þessar þjóðir keppast nú um að hreppa þá arðbæru viðskiptasamninga sem annars hefðu fallið í skaut vestrænna stórfyrirtækja. Utanríkisráðherra Frakklands sagði á dögunum að það væri með öllu ólíðandi að einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um viðskiptaþvinganir gegn Íran neyddi evrópsk fyrirtæki til að rifta milljarðasamningum. Ástæðan er sú að flest stærri evrópsk fyrirtæki eru með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og þeim gæti verið refsað ef móðurfyrirtækið á í viðskiptum við Íran. Evrópusambandsríkin hafa boðað einhverskonar aðgerðir til að koma slíkum fyrirtækjum til aðstoðar en óvíst er að þær dugi til að menn þori að taka áhættuna á að halda samningum sínum í Íran til streitu. Fyrirtækin gætu hreinlega átt í hættu að reikningum þeirra í bandarískum bönkum yrði lokað og það yrði gríðarlegt högg. Kínversk, rússnesk og indversk fyrirtæki hafa hins vegar flest litlu að tapa og sjá stóra möguleika í Íran. Kínverski olíurisinn CNPC hefur þegar boðist til að yfirtaka alla samninga franska olíufyrirtækisins Total í Íran. Áður stóð til að CNPC fengi um þriðjungshlut í jarðgaslindum í Íran en Kínverjar gætu nú fengið um áttatíu prósent af þeim samningum. Rússnesk fyrirtæki eru sömuleiðis að bjóða í íranska samninga og Dmitri Medvedev forsætisráðherra Rússlands undirritaði á nýlega viðskiptasamkomulag við Íran. Indverjar eru einnig að falast eftir viðskiptasamningum við Írana en þeir eru mjög háðir innflutningi á íranskri olíu og hafa því ekki efni á að styggja stjórnvöld í Teheran. Hassan Rouhani, forseti Írans, fór í opinbera heimsókn til Indlands í febrúar til að styrkja þessi tengsl enn frekar. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. Þessar þjóðir keppast nú um að hreppa þá arðbæru viðskiptasamninga sem annars hefðu fallið í skaut vestrænna stórfyrirtækja. Utanríkisráðherra Frakklands sagði á dögunum að það væri með öllu ólíðandi að einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um viðskiptaþvinganir gegn Íran neyddi evrópsk fyrirtæki til að rifta milljarðasamningum. Ástæðan er sú að flest stærri evrópsk fyrirtæki eru með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og þeim gæti verið refsað ef móðurfyrirtækið á í viðskiptum við Íran. Evrópusambandsríkin hafa boðað einhverskonar aðgerðir til að koma slíkum fyrirtækjum til aðstoðar en óvíst er að þær dugi til að menn þori að taka áhættuna á að halda samningum sínum í Íran til streitu. Fyrirtækin gætu hreinlega átt í hættu að reikningum þeirra í bandarískum bönkum yrði lokað og það yrði gríðarlegt högg. Kínversk, rússnesk og indversk fyrirtæki hafa hins vegar flest litlu að tapa og sjá stóra möguleika í Íran. Kínverski olíurisinn CNPC hefur þegar boðist til að yfirtaka alla samninga franska olíufyrirtækisins Total í Íran. Áður stóð til að CNPC fengi um þriðjungshlut í jarðgaslindum í Íran en Kínverjar gætu nú fengið um áttatíu prósent af þeim samningum. Rússnesk fyrirtæki eru sömuleiðis að bjóða í íranska samninga og Dmitri Medvedev forsætisráðherra Rússlands undirritaði á nýlega viðskiptasamkomulag við Íran. Indverjar eru einnig að falast eftir viðskiptasamningum við Írana en þeir eru mjög háðir innflutningi á íranskri olíu og hafa því ekki efni á að styggja stjórnvöld í Teheran. Hassan Rouhani, forseti Írans, fór í opinbera heimsókn til Indlands í febrúar til að styrkja þessi tengsl enn frekar.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira