Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. maí 2018 08:04 Rússar, Kínverjar og Indverjar sækjast allir eftir því að styrkja viðskiptatengsl sín við Íran vísir/afp Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. Þessar þjóðir keppast nú um að hreppa þá arðbæru viðskiptasamninga sem annars hefðu fallið í skaut vestrænna stórfyrirtækja. Utanríkisráðherra Frakklands sagði á dögunum að það væri með öllu ólíðandi að einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um viðskiptaþvinganir gegn Íran neyddi evrópsk fyrirtæki til að rifta milljarðasamningum. Ástæðan er sú að flest stærri evrópsk fyrirtæki eru með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og þeim gæti verið refsað ef móðurfyrirtækið á í viðskiptum við Íran. Evrópusambandsríkin hafa boðað einhverskonar aðgerðir til að koma slíkum fyrirtækjum til aðstoðar en óvíst er að þær dugi til að menn þori að taka áhættuna á að halda samningum sínum í Íran til streitu. Fyrirtækin gætu hreinlega átt í hættu að reikningum þeirra í bandarískum bönkum yrði lokað og það yrði gríðarlegt högg. Kínversk, rússnesk og indversk fyrirtæki hafa hins vegar flest litlu að tapa og sjá stóra möguleika í Íran. Kínverski olíurisinn CNPC hefur þegar boðist til að yfirtaka alla samninga franska olíufyrirtækisins Total í Íran. Áður stóð til að CNPC fengi um þriðjungshlut í jarðgaslindum í Íran en Kínverjar gætu nú fengið um áttatíu prósent af þeim samningum. Rússnesk fyrirtæki eru sömuleiðis að bjóða í íranska samninga og Dmitri Medvedev forsætisráðherra Rússlands undirritaði á nýlega viðskiptasamkomulag við Íran. Indverjar eru einnig að falast eftir viðskiptasamningum við Írana en þeir eru mjög háðir innflutningi á íranskri olíu og hafa því ekki efni á að styggja stjórnvöld í Teheran. Hassan Rouhani, forseti Írans, fór í opinbera heimsókn til Indlands í febrúar til að styrkja þessi tengsl enn frekar. Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. Þessar þjóðir keppast nú um að hreppa þá arðbæru viðskiptasamninga sem annars hefðu fallið í skaut vestrænna stórfyrirtækja. Utanríkisráðherra Frakklands sagði á dögunum að það væri með öllu ólíðandi að einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um viðskiptaþvinganir gegn Íran neyddi evrópsk fyrirtæki til að rifta milljarðasamningum. Ástæðan er sú að flest stærri evrópsk fyrirtæki eru með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og þeim gæti verið refsað ef móðurfyrirtækið á í viðskiptum við Íran. Evrópusambandsríkin hafa boðað einhverskonar aðgerðir til að koma slíkum fyrirtækjum til aðstoðar en óvíst er að þær dugi til að menn þori að taka áhættuna á að halda samningum sínum í Íran til streitu. Fyrirtækin gætu hreinlega átt í hættu að reikningum þeirra í bandarískum bönkum yrði lokað og það yrði gríðarlegt högg. Kínversk, rússnesk og indversk fyrirtæki hafa hins vegar flest litlu að tapa og sjá stóra möguleika í Íran. Kínverski olíurisinn CNPC hefur þegar boðist til að yfirtaka alla samninga franska olíufyrirtækisins Total í Íran. Áður stóð til að CNPC fengi um þriðjungshlut í jarðgaslindum í Íran en Kínverjar gætu nú fengið um áttatíu prósent af þeim samningum. Rússnesk fyrirtæki eru sömuleiðis að bjóða í íranska samninga og Dmitri Medvedev forsætisráðherra Rússlands undirritaði á nýlega viðskiptasamkomulag við Íran. Indverjar eru einnig að falast eftir viðskiptasamningum við Írana en þeir eru mjög háðir innflutningi á íranskri olíu og hafa því ekki efni á að styggja stjórnvöld í Teheran. Hassan Rouhani, forseti Írans, fór í opinbera heimsókn til Indlands í febrúar til að styrkja þessi tengsl enn frekar.
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira