Góðir grannar Haukur Örn Birgisson skrifar 15. maí 2018 07:00 Á hverju einasta ári gengur okkur illa í Eurovision og á hverju einasta ári skiljum við ekkert í hvers vegna. Ég viðurkenni að ég læt þetta hafa töluverð áhrif á mig. Ég er oftar en ekki sannfærður um að íslenska lagið sigri og ég botna ekkert í evrópsku samferðafólki mínu þegar úrslitin liggja fyrir. Þetta fólk veit greinilega ekkert um tónlist og leyfir okkur ekki einu sinni að komast upp úr riðlinum. Algjör skandall og stælar. Ein útbreiddasta kenningin varðandi úrslitin ár hvert er sú að áhorfendur munu alltaf gefa fulltrúum nágrannaþjóða sinna flest stig. Þannig eiga þjóðirnar með flestu landamærin mestu möguleikana á sigri. Nokkuð einfalt. Við Íslendingar bölsótumst yfir öllum þessum Austur-Evrópuþjóðum og grenjum á sama tíma yfir því að búa á eyju. Þessi útskýring stenst hins vegar varla skoðun ef horft er til liðinnar helgar, þar sem hin ísraelska Netta söngkona kom, sá og sigraði. Í fyrsta lagi er óhætt að fullyrða að Ísrael njóti ekki sérstaklega mikillar pólitískrar samúðar hjá Evrópubúum og í öðru lagi þá á Ísrael ekki landamæri að einu einasta Evrópuríki. Landið er ekki einu sinni í Evrópu, ef út í það er farið, en hefur samt sem áður sigrað í Eurovision í fjórgang. Þótt mér sé fyrirmunað að skilja hvernig ísraelska lagið fór að því að sigra þá getum við Íslendingar að minnsta kosti fagnað því að nágrannakenningin er hrunin til grunna. Ætli líklegasta skýringin sé ekki bara sú að fólk kýs það atriði sem því finnst skemmtilegast? Vandamál okkar Íslendinga og áskorun felst þá bara í því að finna slíkt atriði. Svo höldum við að sjálfsögðu áfram að gefa Norðmönnum, Svíum eða Dönum tólf stig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Á hverju einasta ári gengur okkur illa í Eurovision og á hverju einasta ári skiljum við ekkert í hvers vegna. Ég viðurkenni að ég læt þetta hafa töluverð áhrif á mig. Ég er oftar en ekki sannfærður um að íslenska lagið sigri og ég botna ekkert í evrópsku samferðafólki mínu þegar úrslitin liggja fyrir. Þetta fólk veit greinilega ekkert um tónlist og leyfir okkur ekki einu sinni að komast upp úr riðlinum. Algjör skandall og stælar. Ein útbreiddasta kenningin varðandi úrslitin ár hvert er sú að áhorfendur munu alltaf gefa fulltrúum nágrannaþjóða sinna flest stig. Þannig eiga þjóðirnar með flestu landamærin mestu möguleikana á sigri. Nokkuð einfalt. Við Íslendingar bölsótumst yfir öllum þessum Austur-Evrópuþjóðum og grenjum á sama tíma yfir því að búa á eyju. Þessi útskýring stenst hins vegar varla skoðun ef horft er til liðinnar helgar, þar sem hin ísraelska Netta söngkona kom, sá og sigraði. Í fyrsta lagi er óhætt að fullyrða að Ísrael njóti ekki sérstaklega mikillar pólitískrar samúðar hjá Evrópubúum og í öðru lagi þá á Ísrael ekki landamæri að einu einasta Evrópuríki. Landið er ekki einu sinni í Evrópu, ef út í það er farið, en hefur samt sem áður sigrað í Eurovision í fjórgang. Þótt mér sé fyrirmunað að skilja hvernig ísraelska lagið fór að því að sigra þá getum við Íslendingar að minnsta kosti fagnað því að nágrannakenningin er hrunin til grunna. Ætli líklegasta skýringin sé ekki bara sú að fólk kýs það atriði sem því finnst skemmtilegast? Vandamál okkar Íslendinga og áskorun felst þá bara í því að finna slíkt atriði. Svo höldum við að sjálfsögðu áfram að gefa Norðmönnum, Svíum eða Dönum tólf stig.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun