Segir laxeldismyndina einhliða og fjármagnaða af andstæðingum Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. maí 2018 22:30 Framkvæmdastjóri Arnarlax vísar gagnrýni í heimildarmynd um laxeldi á bug. Hann segir laxeldisfyrirtæki á Íslandi nota þróaðri búnað en notaður var í Noregi á árum áður, unnið sé með vísindafólki í faginu og að um umhverfisvæna matvælaframleiðslu sé að ræða. Í gær sýndi RÚV heimildarmynd um laxeldi þar sem rætt var við Íslendinga, þar af fjölda stangveiðimanna sem óttast blöndun við villta laxinn, og Norðmenn og Skota sem, vegna eigin reynslu, vöruðu Íslendinga við náttúruspjöllum og erfðamengun í fiskistofnum. Í bítinu á Bylgjunni sagði Einar K. Guðfinnsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva að kvikmyndin væri ekki heimildarmynd heldur einhliða mynd fjármögnuð af andstæðingum fiskeldis. Fór hann í gegnum meintar rangfærslur í myndinni, til að mynda hvað varðar mengandi fóðurfjöll á hafsbotni, slysasleppingar og ótta um sýkingar. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtækið á Íslandi, með laxeldi á sunnanverðum vestfjörðum og stefnir á mikla stækkun á næstunni með tilheyrandi fjölgun starfsmanna. Starfsemin hefur nú þegar haft gífurleg áhrif á samfélögin á svæðinu. Árið 2013 var Bildudalur skilgreindur sem brothætt byggð. Fyrir ári síðan sagði bærinn sig úr verkefninu enda mikil atvinnuuppbygging og fólksfjölgun í bænum.Vinna náið með vísindafólki Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax segir ósanngjarnt að bera saman fiskeldi á Íslandi í dag og í Noregi fyrir þrjátíu árum síðan þar sem mikil framþróun hafi átt sér stað á öllum búnaði. „Í dag er mjög mikið breytt, mjög mikið verið að huga að náttúrunni og öllu í kringum það. Þetta er umhverfisvæn matvælaframleiðsla og hefur vottanir líka, sem er krafist eins og til dæmis fyrir Whole foods, og við erum að sækja fleiri vottanir þar sem umhverfismálin eru númer eitt tvö og þrjú og aðalatriðið.“ Víkingur segir að unnið sé náið með vísindafólki í faginu, að Íslensk stjórnvöld hafi einnig gert vel í reglugerðum varðandi vottaðan búnað og Hafrannóknarstofnun fylgist náið með. „Það er 75 prósent af íslensku strandlengjunni lokaður til fiskeldis. Þetta hefur engin önnur þjóð gert og þetta er partur af því að vernda vilta fiskinn og byggja þennan iðnað upp hægt og rólega eins og við erum að gera.“ Tengdar fréttir Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax Matvælastofnun hefur ekki sent einn tölvupóst til Arnarlax vegna óhappa í sjókvíum fyrirtækisins. Næst ekki í framkvæmdastjórann. Forstjóri Umhverfisstofnunar (UST) gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki óhöpp til stofnunarinnar. 21. febrúar 2018 06:00 Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir bæði frístundaveiðimenn og laxeldisfyrirtæki stunda siðlausa hegðun gagnvart fiskum sem synda í kringum landið, bæði frjálsir og í kvíum. Annað væri uppi á teningnum ef fiskar gæfi frá sér sársaukaóp við veiðar. Fimmtíu þúsund fiskar drápust í eldi í Tálknafirði 26. febrúar 2018 09:00 Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Arnarlax vísar gagnrýni í heimildarmynd um laxeldi á bug. Hann segir laxeldisfyrirtæki á Íslandi nota þróaðri búnað en notaður var í Noregi á árum áður, unnið sé með vísindafólki í faginu og að um umhverfisvæna matvælaframleiðslu sé að ræða. Í gær sýndi RÚV heimildarmynd um laxeldi þar sem rætt var við Íslendinga, þar af fjölda stangveiðimanna sem óttast blöndun við villta laxinn, og Norðmenn og Skota sem, vegna eigin reynslu, vöruðu Íslendinga við náttúruspjöllum og erfðamengun í fiskistofnum. Í bítinu á Bylgjunni sagði Einar K. Guðfinnsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva að kvikmyndin væri ekki heimildarmynd heldur einhliða mynd fjármögnuð af andstæðingum fiskeldis. Fór hann í gegnum meintar rangfærslur í myndinni, til að mynda hvað varðar mengandi fóðurfjöll á hafsbotni, slysasleppingar og ótta um sýkingar. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtækið á Íslandi, með laxeldi á sunnanverðum vestfjörðum og stefnir á mikla stækkun á næstunni með tilheyrandi fjölgun starfsmanna. Starfsemin hefur nú þegar haft gífurleg áhrif á samfélögin á svæðinu. Árið 2013 var Bildudalur skilgreindur sem brothætt byggð. Fyrir ári síðan sagði bærinn sig úr verkefninu enda mikil atvinnuuppbygging og fólksfjölgun í bænum.Vinna náið með vísindafólki Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax segir ósanngjarnt að bera saman fiskeldi á Íslandi í dag og í Noregi fyrir þrjátíu árum síðan þar sem mikil framþróun hafi átt sér stað á öllum búnaði. „Í dag er mjög mikið breytt, mjög mikið verið að huga að náttúrunni og öllu í kringum það. Þetta er umhverfisvæn matvælaframleiðsla og hefur vottanir líka, sem er krafist eins og til dæmis fyrir Whole foods, og við erum að sækja fleiri vottanir þar sem umhverfismálin eru númer eitt tvö og þrjú og aðalatriðið.“ Víkingur segir að unnið sé náið með vísindafólki í faginu, að Íslensk stjórnvöld hafi einnig gert vel í reglugerðum varðandi vottaðan búnað og Hafrannóknarstofnun fylgist náið með. „Það er 75 prósent af íslensku strandlengjunni lokaður til fiskeldis. Þetta hefur engin önnur þjóð gert og þetta er partur af því að vernda vilta fiskinn og byggja þennan iðnað upp hægt og rólega eins og við erum að gera.“
Tengdar fréttir Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax Matvælastofnun hefur ekki sent einn tölvupóst til Arnarlax vegna óhappa í sjókvíum fyrirtækisins. Næst ekki í framkvæmdastjórann. Forstjóri Umhverfisstofnunar (UST) gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki óhöpp til stofnunarinnar. 21. febrúar 2018 06:00 Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir bæði frístundaveiðimenn og laxeldisfyrirtæki stunda siðlausa hegðun gagnvart fiskum sem synda í kringum landið, bæði frjálsir og í kvíum. Annað væri uppi á teningnum ef fiskar gæfi frá sér sársaukaóp við veiðar. Fimmtíu þúsund fiskar drápust í eldi í Tálknafirði 26. febrúar 2018 09:00 Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax Matvælastofnun hefur ekki sent einn tölvupóst til Arnarlax vegna óhappa í sjókvíum fyrirtækisins. Næst ekki í framkvæmdastjórann. Forstjóri Umhverfisstofnunar (UST) gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki óhöpp til stofnunarinnar. 21. febrúar 2018 06:00
Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir bæði frístundaveiðimenn og laxeldisfyrirtæki stunda siðlausa hegðun gagnvart fiskum sem synda í kringum landið, bæði frjálsir og í kvíum. Annað væri uppi á teningnum ef fiskar gæfi frá sér sársaukaóp við veiðar. Fimmtíu þúsund fiskar drápust í eldi í Tálknafirði 26. febrúar 2018 09:00
Samgöngur og þrýstingur á uppbyggingu stærstu málin fyrir kosningar á Vestfjörðum Heitustu málin hjá Vestfirðingum eru án nokkurs vafa er aukið laxeldi og bættar samgöngur og hvernig sveitarstjórnarstigið getur barist fyrir þessum hagsmunum. 13. maí 2018 18:51